Fréttablaðið - 31.03.2012, Side 26

Fréttablaðið - 31.03.2012, Side 26
26 31. mars 2012 LAUGARDAGUR Fram undan eru spennandi tímar við uppbyggingu stærsta þjóðgarðs í Evrópu. Með samstilltri vinnu mun okkur takast það verkefni vel! Vatnajökulsþjóðgarður var stofnaður í júní 2008. Mark- mið hans er að vernda lands- lag, lífríki, jarðmyndanir og menningar minjar svæðisins og gefa almenningi kost á að kynnast og njóta náttúru þess og sögu. Flestir ættu að fallast á þessi markmið, enda hafa Íslendingar almennt góðan skilning á mikilvægi náttúru- verndar og njóta ferðalaga í tignar legri og óspilltri náttúru. Þann 28. febrúar 2011 stað- festi Svandís Svavars dóttir umhverfis ráðherra fyrstu stjórnunar- og verndaráætlun Vatnajökulsþjówðgarðs (SOVV). Áætlunin er verkfæri þjóð- garðsins til að skipuleggja upp- byggingu og þjónustu í garðinum. Í henni er sett fram stefna og framtíðarsýn sem byggir á þremur meginstoðum; náttúru- vernd, útivist og byggðaþróun. Náttúruvernd, útivist og byggðaþróun Vatnajökull og áhrifasvæði hans mynda náttúrufarslega heild sem einkennist af kraftmiklu samspili elds og íss og er náttúran einstök, ekki bara fyrir Ísland heldur á heimsvísu. Okkur ber að vernda þessa stórbrotnu náttúru. En markmiðið með þjóð- garðinum er ekki bara að vernda náttúruna heldur er mikilvægt að auðvelda almenningi aðgengi að þjóðgarðinum eftir því sem hægt er án þess að náttúra hans spillist og veita fræðslu um náttúru, sögu og mannlíf svæðisins. Stór hluti SOVV snýst um þetta mark- mið. Þar er áætlun um fræðslu, skipulagningu gönguleiða, reið- leiða og akstursleiða, upp lýsingar við áningarstaði, uppbyggingu göngubrúa og skála, gestastofur, tjaldsvæði og fleira sem þarf til að mæta þörfum útivistarfólks og til að auðvelda upplifun stórkost- legrar náttúru þjóðgarðsins. Þjóðgarðurinn nær nú yfir um 13% af landinu og átta sveitar- félög eiga land í garðinum. Lögð hefur verið áhersla á jákvæða byggða þróun á grannsvæðum þjóð garðsins, ekki aðeins með störfum í þjóðgarðinum heldur líka af leiddum störfum við ferða- þjónustu og samvinnu þjóðgarðs og einka aðila um eflingu byggð- ar. Þjóðgarðurinn hefur gríðar- legt aðdráttar afl og laðar til sín hundruð þúsunda ferðamanna á ári. Með aukinni uppbyggingu og þjónustu mun fjöldi ferðamanna til svæðisins aukast enn frekar svo að markaður fyrir gistingu, veit- ingastaði, handverk og afþreyingu stækkar. Tækifærin eru fjölmörg og þegar hafa verið þróaðar vörur og þjónusta í samvinnu við starfs- menn þjóðgarðsins til að efla grundvöll ferðaþjónustunnar, til dæmis sem tengjast fugla skoðun, fjallamennsku og ýmiss konar fræðslu. Lýðræðislegt stjórnkerfi Vatnajökulsþjóðgarður er sam- vinnuverkefni ríkisins, sveitar- félaganna átta sem eiga land í honum, landeigenda og annarra hagsmunaaðila. Að stjórn hans og stefnumótun koma tæplega þrjátíu manns, þ.á.m. fulltrúar sveitar- félaga, umhverfisverndarsamtaka, ferðaþjónustunnar og útivistar- samtaka. Allir þessir aðilar, auk starfs- fólks garðsins, komu að gerð SOVV og samráð var að auki haft við fjölda annarra. Góð samstaða um stjórnunar- og verndaráætlun Góð samstaða er um langflesta þætti SOVV. Þó er deilt um ör fáar samgönguleiðir og veiðar innan þjóðgarðsins. Ákvað stjórn garðsins því síðastliðið vor að setja af stað frekara samráðsferli um þessi málefni til að fá bestu mögu- legu yfirsýn yfir sjónarmið, rök og hagsmuni í málinu áður en hún tæki ákvörðun um framhaldið. Í samráði felst uppbyggileg umræða þar sem fram koma ólík sjónarmið og ræddar eru mis- munandi lausnir þar til niður- staða fæst sem flestir geta sætt sig við. Í flóknum málum eins og skipulagi stórs þjóðgarðs er nánast óhugsandi að algjör sátt náist um alla þætti skipulagsins. Mark miðið er þó að komast eins nálægt því og hægt er. Í samgöngumálunum var sett upp umfangsmikið ferli: Greining á hagsmunaaðilum, kynningar- fundur, fjölmennur opinn fundur þar sem lögð voru drög að afmörkun umfjöllunarefna og að lokum yfirferð samráðshóps um málefnin. Samráðshópurinn skilaði metnaðarfullu starfi og sendi niður stöður sínar til stjórnar í des- ember síðastliðnum. Stjórn hefur farið yfir hvert þeirra 25 mála sem samráðshópurinn fjallaði um og tók í meginatriðum undir ályktanir hópsins í 23 tilvikum. Hvað varðar Vonarskarð tók stjórn undir sam- eiginlega ályktun samráðs hópsins um að frekari rannsókna væri þörf áður en ákvörðun yrði tekin um skipulag ferðaleiða um svæðið. Um leið norðan Dyngjufjalla skilaði samráðshópurinn tvístruðu áliti og svæðisráð Norður svæðis var einnig klofið í sinni afstöðu. Í því tilviki ákvað stjórn að fara sömu leið og með Vonarskarð, að fara í nánari rannsóknir áður en endan leg ákvörðun yrði tekin. Af framangreindu sést að samráðið hefur verið árangursríkt. Flestar athugasemdir sem bárust um veiðar í SOVV eru bundnar við austursvæði þjóð- garðsins. Ákvað stjórnin að fela svæðisráði og þjóðgarðsverði þar að leitast við að leiða málið til lykta og síðasta vor hófst þar sam- ráðsferli. Haldnir voru nokkrir fundir í svæðisráðinu með góðum gestum, m.a. full trúum Skotvís, Skaust, Umhverfis stofnunar og hreindýraleiðsögumanna. Opið málþing var haldið 17. mars síðast- liðinn um málefnið og heppnaðist vel. Menn fengu þar tækifæri til að hittast, fræðast og skiptast á ólíkum skoðunum um veiðar. Nú mun svæðisráð vinna úr gögnum og senda ályktun til stjórnar fyrir vorið. Ég tel að þessi tvö samráðsferli skili góðri sátt og að hægt verði að vinna áfram saman á jákvæðan og uppbyggilegan hátt við að byggja þjóðgarðinn okkar upp. Ég hvet landsmenn alla til að snúa bökum saman og hlúa vel að þeirri dýr- mætu þjóðargersemi sem Vatna- jökulsþjóðgarður er og njóta hennar um leið. Þessa dagana er rætt um framtíð lífeyriskerfisins. Við stofnun almennu lífeyris sjóðanna upp úr 1965 var réttinda- kerfið reist á þeirri forsendu að lífeyris þegar ættu tryggan lífeyri sem næmi um 72% af meðalárs tekjum, tengdum við verðlagsvísitölu. Um 25% elli- lífeyris kæmi frá ríkinu, iðgjald í líf eyris sjóð var miðað við að sjóðirnir tryggðu 57% af dag- vinnutekjum launafólks. Stjórnmálamenn hafa á síðustu áratugum sótt auknar tekjur í ríkissjóð með því að auka tekju- tengingar í bótakerfinu og þar með minnka hlut Trygginga- stofnunar í bótakerfinu. Þetta er komið svo langt að þátttaka TR í lífeyri einstaklings með 75 þús. kr. greiðslur úr lífeyrissjóði skerðist um sömu upphæð. Inn- grip stjórnmálamanna í kerfið hefur haft ákaflega letjandi áhrif á þátttöku fólks í lífeyris kerfinu og framkallar vaxandi þátt- töku í neðanjarðarhagkerfinu og undan skotum í kostnaðarþátttöku til velferðarkerfisins. Um er að ræða umtals verðar fjárhæðir, ef frítekjumarkið væri t.d. hækkað upp í 20 þús. kr. myndi upptaka ríkisins á lífeyrisgreiðslum frá lífeyrissjóðum minnka um 3 milljarða. Nokkrir halda því fram að lækka eigi ávöxtunarviðmiðið úr 3,5%, ekki síst stjórnmálamenn sem vilja sækja fé til lífeyris- sjóðanna á neikvæðum vöxtum til þess að standa við kosninga- loforðin. Þetta myndi ekki breyta miklu hjá þeim sem eru þegar á lífeyri eða eru að nálgast þann aldur, en hefði aftur á móti gríð- arleg áhrif hjá ungu fólki. T.d. myndi væntanlegur lífeyrir fólks sem er í dag innan við 35 ára skerðast um 25% ef farið væri með ávöxtunarviðmiðið niður um 0,5% eða í 3%. Ástæða er til að benda sérstaklega á að á Íslandi er ávöxtunarkrafan lág sé litið til annarra landa með uppsöfnunarlífeyris- kerfi, t.d. er ávöxtunar- krafa í Bandaríkjunum 4,35%. Í þessu sambandi væri mikið eðlilegra og heilbrigðara að lífeyr- issjóðirnir byðu sínum sjóðsfélögum sérstök lán á vildarkjörum til þess að kaupa sína fyrstu íbúð. Fram hafa komið hugmyndir um að fella n iður uppsöfnunar- kerfi og taka upp gegn- umstreymiskerfi. Ef tryggja á samsvarandi lífeyri, örorkubætur, makalífeyri og barnabætur og uppsöfnunarlífeyris kerfið er að greiða í dag, þarf iðgjald í gegn- umstreymiskerfi að vera 36%. Ef sú leið væri farin má reikna með að núverandi iðgjald væri óbreytt, en það myndi kalla á að framlag ríkissjóðs inn í kerf- ið þyrfti að vera vel ríflega það sem kemur inn með núverandi iðgjaldi. Þetta er ekki flókið því liðlega helmingur þess sem líf- eyrisþegi fær útgreitt eru vextir og vaxtavextir af sparnaði hans í uppsöfnunarsjóð. Nokkrir, þar á meðal ráðherrar, ræða um að sameina eigi alla líf- eyrissjóðina í einn. Ef þetta verð- ur gert er ekki komist hjá því að taka ákvörðun um hvort ætlunin sé að skerða réttindi hjá einhverj- um hópum, eða jafna réttindi allra við það besta. Eðli málsins samkvæmt er ekki framkvæman- legt að jafna réttindin nema að hækka iðgjöldin umtalsvert hjá þeim sem búa við lakari réttindi. Tryggingarfræðilega séð eru hópar á vinnu markaði ákaflega mismun- andi. Þar er að finna ástæðu þess að sumir sjóðir geta verið með mun dýrari réttinda- kerfi en aðrir. Ef lífeyris sjóðirnir á almenna markaðn- um yrðu t.d. sam- einaðir án þess að iðgjald væri hækkað, myndi það valda allt að 20% skerðingu á réttindum í sumum lífeyrissjóðanna, þá sérstaklega iðnaðar- mannasjóðunum. Með öðrum orðum; það væri þá verið að flytja umtals verðar eignir frá einum hópi til annarra, ásamt umtalsverðum flutningi á fjár- munum milli kynslóða. Í þessu sambandi er ástæða að benda á að Fjármálaeftirlitið hefur gefið það út að til þess að standa undir óbreyttu kerfi opinberu sjóðanna, þurfi að hækka iðgjald upp í 19% eigi þeir að vera sjálf- bærir. Það þýðir að ef jafna á öll lífeyrisréttindi án þess að staða nokkurs hóps væri skert þyrfti að hækka iðgjöld umtalsvert, eða allt að 7%. Inngrip stjórnmála- manna í kerfið hefur haft ákaflega letjandi áhrif á þátttöku fólks í lífeyris- kerfinu… Með aukinni uppbyggingu og þjónustu mun fjöldi ferðamanna til svæðisins aukast enn frekar… Vatnajökuls- þjóðgarður – stoltið okkar! Staða lífeyrismála Náttúruvernd Kristveig Sigurðardóttir verkfræðingur og stjórnarformaður Vatnajökulsþjóðgarðs Lífeyrissjóðir Guðmundur Gunnarsson rafiðnaðarmaður
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.