Fréttablaðið - 31.03.2012, Síða 28

Fréttablaðið - 31.03.2012, Síða 28
28 31. mars 2012 LAUGARDAGUR Ár hvert horfast þúsundir Íslendinga í augu við að þurfa að leggjast inn á sjúkrahús eða fylgja nákomnum ættingjum til sjúkrahúsdvalar. Allir sem upp- lifað hafa sjúkdóma eða slys í sínu nánasta umhverfi þekkja álagið sem slíkt getur valdið einstak- lingum og fjölskyldum þeirra. Öryggi og hlýlegt umhverfi er nokkuð sem fólk sem gengist hefur undir aðgerðir eða aðra sjúkrahús- meðferð sækist eftir. Undanfarin ár hefur legutími á sjúkrahúsum styst og æ fleiri sjúklingar njóta dag- og göngudeildarþjónustu eftir meðferð á sjúkrahúsi. Slíkt hentar þó ekki alltaf og getur líðan sjúk- linga og búseta haft þar áhrif á. Dvöl á sjúkrahóteli er stundum bráðnauðsynleg og góður kostur til að brúa bilið milli sjúkrahús- legu og heimferðar. Í þessu skyni hefur sjúkra hótel verið rekið undanfarna þrjá ára- tugi. Ísland var raunar fyrst Norð- urlandanna til að reka slíkt hótel en lengst af sá Rauði krossinn um rekstur þess og vann með því mikið frumkvöðlastarf. Hin seinni ár hefur sjúkrahótelið verið rekið samkvæmt samningi LSH og Sjúkratrygginga Íslands. Nýtist landsbyggðarfólki vel En hverjir sækja sjúkrahótel? Það eru fyrst og fremst einstak- lingar sem þurfa heilsu sinnar eða aðstandenda vegna að dvelja fjarri heimabyggð vegna rannsókna og meðferðar. Auk þess nýtist sjúkrahótel þeim sem dvalið hafa á sjúkrahúsi sem liður í frekari endurhæfingu og bata. Gestum er veitt hjúkrun og ráðgjöf vegna heilsufarsvanda og þeim liðsinnt við að sækja heilbrigðisþjónustu auk almennrar hótelþjónustu. Áhersla er lögð á heimilislegt og hlýlegt umhverfi en það hefur talsverða þýðingu í bataferlinu og flýtir fyrir heimferð. Og hvar er sjúkrahótelið? Hótelið er í dag til húsa í Ármúla 9, í sama húsi og Park Inn hótel. Það er því í nokkurri fjarlægð frá spítalan- um sjálfum. Mikið óhagræði er af því að rekstur hótelsins sé svo langt frá spítal- anum og tak markar í raun notkunarmögu- leika þess. Foreldrar sem koma með veik börn sín til meðferðar á Barnaspítalanum geta til dæmis átt erfitt með að víkja langt frá. Fyrir einstaklinga og fjölskyldur Nú hillir þó undir breyt- ingar til batnaðar. Í 1. áfanga nýrra bygginga á Landspítalalóð er fyrir- hugað að reisa sjúkrahót- el, sem verður hluti sam- einaðs Landspítala við Hringbraut. Á hótelinu er gert ráð fyrir 77 her- bergjum, en þarna verða bæði ein- staklings- og fjölskylduherbergi. Þetta er fjölgun um 20 herbergi frá því sem nú er og er brýn þörf á, enda hefur verið vaxandi eftir- spurn eftir sjúkra hótelinu. Þrátt fyrir að rýmum hafi verið fjölgað síðasta árið hefur þurft að setja sjúklinga á biðlista. Hið nýja sjúkrahótel, sem vonandi verður tekið í notkun innan fimm ára, rís rétt norð- an núverandi barnaspítala og fæðingar deildar. Hótelið verður skammt vestan við þá byggingu sem hýsa mun göngudeildir og geislameðferð. Með byggingu sjúkrahótels á spítalalóðinni feta Íslendingar í fótspor frændþjóða en víða í nágrannalöndunum eru sjúkrahótel orðin nauðsynlegur hluti nútíma spítalastarfsemi. Nálægð við spítala eykur öryggi Sjúkrahótelið mun nýtast öllum sjúklingum sem þurfa á þjónustu þess að halda. Nálægðin við spítal- ann eykur mjög öryggi þeirra, því aðgangur er þá að öllu öryggis- neti hans. Þar með er hægt að kalla eftir aðstoð ef eitthvað kemur upp á og þá er stutt að fara. Þá geta gestir sjúkrahótelsins komist á alla helstu meðferðar staði innan spíta la ns þur r um fótum. Mikill akkur er í því fyrir fólk sem flest hvert er ný- komið úr aðgerðum eða annarri sjúkrahúsmeð- ferð og sækir jafnvel daglega þjónustu inn á LSH. Bætt aðstaða sjúklinga og aðstandenda þeirra er falin í byggingu sjúkra hótelsins sem verður að veruleika í fyrsta áfanga stækkunar Landspítala. Þær framfarir sem verða í þjónustu við sjúklinga með byggingunni eru jafnframt mikilvægt skref inn í nútíma sjúkrahúsþjónustu. Nýtt sjúkrahótel er nauðsyn Jóhanna Sigurðardóttir (JS) forsætisráðherra skrifaði merkilega grein í Morgunblaðið í nóvember 1996, sem bar nafnið „Ísland eina landið sem verð- tryggir skuldir heimilanna“. Greinin er merkileg í ljósi þess að JS hefur haft mörg tæki- færi til þess að grípa inn í og afnema verð trygginguna og breyta kerfinu, sem æðsti yfir- maður Íbúðalánasjóðs (ÍLS) um árabil og í ríkisstjórn þegar MiFID reglur Evrópusam- bandsins(ESB) voru lögfestar þann 1. nóvember 2007, með lögum nr. 108/2007, um verð- bréfaviðskipti. Þá var innleidd í ís lenskan rétt tilskipun ESB um markaði fyrir fjármála- gerninga. Með nýjum verðbréfa- viðskiptalögum breyttust ýmsar mikilvægar reglur sem lutu að því hvernig standa átti að við- skiptum með verðbréf. Við þetta var henni skylt að afnema verð- tryggingu af neytenda- og hús- næðislánum almennings og bar fjármálamarkaðnum að innleiða nýju reglurnar. JS segir í grein sinni að: „Efnahagsleg rök og sanngirni mæla með því að verðtrygging á lánum til heimilanna verði alfarið bönnuð, að ríkis stjórnin sé föst í gamla verðbólgu- hugsunar hættinum …“. Heldur hún áfram: „Grænmetisverð eykur skuldir heimilanna […] Fólkið skilur því ekki hvernig höfuðstóll skuldanna vex sífellt. Er nema von að það skilji ekki ástæðurnar, eins og þegar kartöflur hækkuðu tímabundið í sumar, þá leiddi vísitalan og verðtrygging til þess að skuld- ir heimilanna jukust um 500 milljónir króna …“. Þáverandi alþingismaður heldur áfram og segir: „Megin- niðurstaðan er að verð trygging er ekki á lánum til heimila í löndum OECD, að Íslandi undan skildu … Skuldir heimila í árslok verða 350 milljarðar króna og hafa aukist á þessu ári um 25 milljarða króna. 90% af lánunum eru verðtryggð, en einungis 10% óverðtryggð. Af hálfu stjórnvalda eru engin áform uppi um að takmarka verðtryggingu lána, umfram það sem þegar hefur verið ákveðið.“ Þetta er allt saman mjög athyglisvert í ljósi þess að hægt er að margfalda vandamálið í dag, en JS segir síðar: „Gjald- þrot heimilanna hafa vaxið gífur lega … Þannig hafa gjald- þrot heimilanna meira en tvö- faldast á tveimur árum. Laun og lífskjör eru hér með því lægsta sem þekkist og vinnu- tími hvað lengstur. Auk þess þurfa íslensk heimili að búa við verð tryggingu á lánaskuld- bindingum sínum sem hvergi þekkist innan landa OECD …“. Að lokum skrifar hún: „Allt þetta ætti nú að skapa for- sendur til að afnema verðtrygg- ingu á fjárskuld bindingum heimilanna. En allt kemur fyrir ekki. Rökstuðningur ráð- herrans í svari við fyrirspurn minni byggist á gamla verð- bólguhugsunarhættinum, sem ríkisstjórnin virðist föst í […] Það mæla bæði efnahagsleg rök og sanngirni með því að verð- trygging á lánum til heimilanna verði alfarið bönnuð á næstu misserum.“ Svo mörg voru þau orð, en JS er fyrrverandi félagsmálaráð- herra á árunum 1987-1994 og 2007-2008, félags- og trygginga- málaráðherra 2008-2009 og for- sætisráðherra síðan 2009, og bar hún ábyrgð á ÍLS. JS átti sæti í ríkisfjármálanefnd ríkis- stjórnar, svokallaðri súperráð- herranefnd Geirs H. Haarde, ásamt Ingibjörgu Sólrúnu og Árna Mathiesen, og stóð að yfir- lýsingunni, sem gefin var út í tengslum við lánafyrirgreiðslu norrænu seðlabankanna vorið 2008. Með yfirlýsingunni skuld- batt íslenska ríkisstjórnin sig til að grípa til aðgerða, m.a. að draga úr útlánum ÍLS. Þetta var eitt af skilyrðunum, sem nor- rænir seðlabankar settu fyrir fyrirgreiðslunni. Ríkisstjórn Íslands stóð ekki við loforð sín, sem leiddi til þess að mikil tor- tryggni ríkti í garð Íslands um haustið 2008 og efnahagskerfi Íslands hrundi. JS lét stóraukin útlán ÍLS sig litlu varða sumarið 2008 þrátt fyrir gefin loforð í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Þann 27. október 2008 skipaði svo JS fimm manna sér fræðinga- nefnd sem falið var að skoða leiðir til að bregðast við vanda lántakenda vegna verðtrygg- ingar. Gylfi Arnbjörnsson, hag- fræðingur og formaður ASÍ var formaður nefndarinnar. Þegar neyðar lögin voru til umræðu á Alþingi 6. október 2008 var uppi krafa um að verð tryggingin yrði tekin úr sambandi tíma- bundið. Þá verandi forsætisráð- herra fól JS að skoða tillöguna um að taka verð trygginguna úr sambandi en ekkert var gert. Höfuð ábyrgðina á slæmri skuldastöðu heimilanna í dag bera Gylfi Arnbjörnsson, for- seti ASÍ, og Jóhanna Sigurðar- dóttir. Þau hafa tekið stöðu með fjármálafyrirtækjunum gegn almenningi. Verðtryggingin hefur lagst af fullum þunga á skuldsett heimili landsins, en fjármagnseigendur eru varð- ir að fullu. Ólöglegt er að selja almennum fjárfestum sam- kvæmt MiFID neytendalög- gjöfinni afleiður, sem verð- tryggð neytenda- og íbúðalán án alls vafa flokkast undir. Stað- reyndin er sú að verðtryggð hús- næðislán til heimilanna hafa hækkað um meira en 40% frá 1. nóv. 2007 plús vexti á meðan það eru eingöngu vextir og engin verðtrygging á húsnæðislánum annars staðar í heiminum. Ekki er líklegt að einhver önnur þjóð í heiminum láti bjóða sér svona fyrirkomulag. Skjaldborgarráðherrann Fjármál Guðmundur Franklín Jónsson viðskiptafræðingur og formaður Hægri grænna, flokks fólksins Heilbrigðismál Bryndís Konráðsdóttir forstöðumaður Sjúkrahótels Bætt aðstaða sjúklinga og aðstandenda þeirra er falin í bygg- ingu sjúkra- hótelsins sem verður að veruleika... AF NETINU Víti til varnaðar Læknar, sem þekktu til í Noregi, mæltu með því að ég skoðaði þennan nýja spítala og síðan til samanburðar annan norskan spítala sem væri „víti til varnaðar“, spítalann í Þrándheimi. Sá spítali væri þannig til kominn, að líkt og ætlunin er að gera í Reykjavík, hefði verið farið út í „bútasaum“ þar sem reynt væri að tjasla saman gömlum og nýjum byggingum með undirgöngum og lokuðum tengingum yfir götur á milli húsa. Hins vegar hefði í Ósló verið brugðið á það ráð að finna stóra auða lóð sem næst stærstu krossgötum borgarinnar og landsins og hanna spítala alveg frá grunni, byrja með autt blað. Og munurinn á þeirri lausn og bútasaumnum í Þrándheimi væri sláandi, annar spítalinn mesti fyrirmyndarspítali Evrópu, hinn víti til varnaðar. http://omarragnarsson.blog.is Ómar Ragnarsson Landsvirkjun auglýsir eftir samstarfsaðilum að verkefninu Margar hendur vinna létt verk sumarið 2012. Landsvirkjun hefur um áratugaskeið starfrækt sumarvinnuflokka ungs fólks. Hóparnir sinna viðhaldi, uppbyggingu og fegrun starfsstöðva Landsvirkjunar og vinna jafnframt að ýmsum samstarfsverkefnum víða um land. Samvinna sumarvinnuflokka Landsvirkjunar og félagasamtaka, sveitarfélaga og stofnana hefur skilað sér í auknum umhverfisgæðum og betri aðstöðu til útivistar og ferðamennsku. Í boði er vinnuframlag sumarvinnuflokka og flokksstjórn yfir þeim. Verkefnin lúta að ræktun, hreinsun, viðhaldi og öðrum umhverfisbótum ásamt ýmsum samfélagsverkefnum. Óskað er eftir að samstarfsaðilar leggi fram vel skilgreind verkefni. Umsóknareyðublað með nánari upplýsingum er að finna á vef Landsvirkjunar, www.landsvirkjun.is. Nánari upplýsingar veitir Þóra María Guðjónsdóttir, í síma 515 9000, thorag@lv.is. Umsóknarfrestur rennur út 30. apríl. Umsóknareyðublöð er að finna á landsvirkjun.is landsvirkjun@lv.is Tel: +354 515 90 00 Fax: +354 515 90 07 Háaleitisbraut 68 103 Reykjavik - Iceland landsvirkjun.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.