Fréttablaðið - 31.03.2012, Síða 30

Fréttablaðið - 31.03.2012, Síða 30
30 31. mars 2012 LAUGARDAGUR Ég er beitt misrétti af hálfu meirihluta borgarstjórn- ar, Besta flokksins og Sam- fylkingar. Af því að ég er leik- skólakennari og félagi í Félagi leikskólakennara ætlar borgin að fella niður greiðslur vegna yfirvinnu sem ég hef fengið greidda fyrir að matast með börnunum í leikskólanum og vinna í matartímanum mínum. Samstarfsfólk mitt sem situr á næsta borði fær áfram greitt fyrir að sleppa því að fara í matarhlé og borða með börn- unum. Á morgun, 1. apríl, tekur uppsögn á 2,5 klst. eftirvinnu- tímum (svokölluðu neysluhléi) gildi hjá félögum í Félagi leik- skólakennara. Þessu svokall- aða neysluhléi var komið á árið 2007 af borgarstjórn Dags B. Eggertssonar til þess að mæta mikilli starfsmannaeklu í leik- skólum borgarinnar. Í þessu felst viðurkenning á því að starfsfólk leikskóla sem matast með börnunum og kemst ekki í matarhlé á milli hálf tólf og hálf tvö fær greidda 10 yfir- vinnutíma á mánuði. Það kynnu sjálfsagt marg- ir að halda það sjálfsagt mál að greiða starfsfólki aukalega fyrir að vinna í matartíma sínum og taka ekki matarhlé en það er nú ekki svo. Einung- is Hafnarfjörður og Húsavík fylgdu fordæmi Reykjavíkur- borgar í þessu máli og borguðu leikskólastarfsfólki sínu þessa aukatíma. Fljótlega eftir efnahagshrun var það tekið af í Hafnarfirði en borgarstjórn Reykjavíkur „stóð vörð um neysluhléið“ og gekk svo langt að þegar 24 leikskólar voru sameinaðir í 11 á síðasta ári mátti oft heyra í rökstuðningi meirihlutans að þannig væri hægt að standa vörð um neysluhléið. Jafnframt héldu borgar- fulltrúar meirihlutans því fram að það væri alls ekki í kortunum að leggja neyslu- hléið niður þó svo að það myndi vissulega spara borginni tölu- verðar fjárhæðir. Það kom okkur leikskóla- kennurum því verulega í opna skjöldu þegar meirihluti Besta flokksins og Samfylkingar tilkynnti í nóvember síðast- liðnum að segja ætti leik- skólakennurum og takið eftir, aðeins leikskólakennurum, upp neysluhléinu í þrepum samfara launahækkunum nýundirrit- aðs kjarasamnings. Það sem kemur mest á óvart í þessu máli er að meirihlutinn ætlar að fara þá ósanngjörnu og ómerkilegu leið að segja ein- ungis einni fagstétt leikskóla- starfsfólks upp þessu svokall- aða neysluhléi en ekki öðrum en þetta er allt fólk með mis- jafna starfsreynslu og mennt- un en vinnur saman hlið við hlið að sömu störfum. Og ekki misskilja mig, ég gleðst sannarlega með öðru leikskólastarfsfólki sem fær áfram greitt neysluhléið og enginn okkar sem vinnum í leikskólum borgarinnar er of vel að launum okkar kominn. Með þessum aðgerðum meirihlutans erum ég og aðrir félagar í Félagi leikskólakenn- ara í Reykjavík beitt hróplegu misrétti og ójafnræði. Í fyrstu var rökstuðningur meirihlut- ans fyrir þessari aðgerð sá að Félag leikskólakennara hafi í ágúst 2011 gert mjög góðan kjarasamning og að það hafi alltaf verið skilningur allra sem við samningsborðið sátu að í kjölfar þess góða samnings myndi neysluhléið falla niður. Nú hefur komið fram í fjöl- miðlum og meirihlutinn við- urkennt að það var alls ekki skilningur samningsaðila að fella ætti niður neysluhléið í kjölfar samningsins, heldur þvert á móti stóð til að leið- rétta starfskjör leikskólakenn- ara í samræmi við starfskjör viðmiðunarstétta. Jafnræðisregluna þekkja borgarfulltrúar meirihlutans mæta vel og hafa oftsinnis flaggað henni í máli sínu, sem dæmi má nefna þegar for- gangur barna leikskólastarfs- fólks var afnuminn en eitthvað virðast þeir hafa gleymt henni í þetta skiptið en hún styður algjörlega mál mitt. Jafnræð- isregluna er að finna í 65. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. 3. gr. stjórnskipunarlaga nr. 97/1995, og hljómar svo: Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúar- bragða, skoðana, þjóðernis- uppruna, kynþáttar, litarhátt- ar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hví- vetna. Markmið reglunnar er að koma í veg fyrir mismunun á grundvelli þeirra atriða sem koma fram í 1. mgr. og annarra atriða sem gætu talist ómál- efnaleg. Hér er orðið ómálefnaleg lykilorðið því þessi mismunun sem ég og aðrir félagar í Félagi leikskólakennara verðum fyrir er með algjörlega ómálefnaleg- um rökstuðningi. Meirihluti Besta flokksins og Samfylkingar vill meina að vegna þess að Félag leikskóla- kennara hafi gert svo góðan kjarasamning í ágúst 2011 sé frekar hægt að lækka laun mín en Gunnu sem er félagi í Þroskaþjálfafélaginu og starf- ar við hliðina á mér við sömu störf í matartímanum. Þetta er vissulega launalækkun og fyrir mér er þetta svipað og að segja að Gunna sem er í hjónabandi þoli að fá lægri laun en Bára sem er einhleyp. Klárlega náðust viðunandi kjarasamningar í ágúst á síð- asta ári, en ennþá erum við leikskólakennarar með lægst launuðu háskólastéttum lands- ins og lægst launaða kennara- stétt landsins. Að sjálfsögðu eigum við að fá greitt fyrir að komast ekki í matarhlé líkt og samstarfsfélagar okkar. Þetta er algjört sanngirnismál sem borgin ætti að sjá sóma sinn í að leiðrétta. Ég vil að lokum minna borg- aryfirvöld á að einungis 33% starfsfólks hjá leikskólum Reykjavíkur eru menntaðir leikskólakennarar, með því lægsta sem þekkist hér á landi og þörf er á átaki til þess að efla leikskólann og það starfs- umhverfi sem borgin býður starfsfólki sínu. Í bakþönkum Fréttablaðsins þann 24. mars lét Atli Fannar Bjarka- son þær staðhæfingar falla að í eðli sínu færi jafnrétti aldrei út fyrir skynsamleg mörk og því beinlínis hlægilegt að gerast svo djarfur að tala um öfgafemínisma. Vill hann meina að ekki sé hægt að tala um öfgar fyrr en tilteknir hópar eru farnir að stunda innbrot og fremja aðra glæpi í þágu málstaðarins, s.s. að sprengja upp húsnæði Smáralind- ar þar sem því svipar til reðurs sé það skoðað úr loftmynd. Fyrr væri leikurinn einfaldlega ekki kominn út fyrir skynsamleg mörk. Telur hann baráttuna fyrir jafnrétti aldrei geta orðið öfgafulla. Ég spyr hins vegar: Snýst barátta þessara hópa ennþá um jafnrétti eða er hún mögulega sprottin af hatri og ef til vill komin út fyrir skynsamleg mörk jafnvel þó Smáralindin standi enn í fullri reisn? Í viðtali við fyrrum forseta okkar Íslendinga, Vigdísi Finnbogadóttur, sem birtist í tímaritinu Monitor 22. mars, segist hún bæði vera kven- og karlréttindakona, sem kjósi jafn- ræði og telur hún vissar tegundir femínisma komnar út í öfgar. Hún hvetur fólk til að gæta varhugar þar sem öfgarnar geti eyðilagt góðan málstað. Getur mögulega verið að sannleikskorn leynist í þessum orðum fyrsta lýðræðiskjörna kven- forseta heims? Það fór varla fram hjá neinum að í lok síðasta árs var þjóðþekktur og vægast sagt umdeildur einstakling- ur ákærður fyrir alvarlegan kyn- ferðisglæp. Ekki leið á löngu þar til tilteknir aðilar sem kenna sig við femínisma höfðu tekið skýra afstöðu í málinu, fylkt liði gegn meintum geranda og vildu sumir hverjir helst hengja umræddan mann undir eins og það án dóms og laga. Aðeins örfáum klukkustundum eftir að fjöl- miðlar greindu frá ákærunni eða 3. desember 2011 lét María Lilja Þrast- ardóttir, yfirlýstur femínisti, þau orð falla í pistli sínum á smugan.is að nú fylktu liði fylgdarmenn Gillz nauðgunarbrandarakarls og hrópuðu ofnotuð slag- orð á borð við „saklaus uns sekt er sönnuð“. Sam- kvæmt Maríu Lilju og hennar sýn á jafnrétti er hornsteinn réttarríkisins og hin sígilda meginregla sem kveður á um að hver og einn sé saklaus uns sekt er sönnuð einungis ofnotað „hugtak“. Nú ætla ég ekki að skipa mér í annað hvort „liðið“ enda ekki í verka- hring annarra en lög- gæsluyfirvalda og ef til þess kemur þá dómstóla að leggja dóm á málið. Ég þori hins vegar að fullyrða að hver einasti sæmi- lega þenkjandi einstaklingur sem reiknað hefur dæmið til enda, geti ekki með nokkru móti hugsað sér að búa í samfélagi þar sem megin- regla á borð við „sekur uns sakleysi er sannað“, er við lýði. Ástæðan er fyrst og fremst sú að af tvennu illu er þó öllu skárra að á meðal okkar gangi nokkrir sekir aðilar sem komast hafa hjá fullnustu refsingar fremur en að á bak við lás og slá sitji fjöldinn allur af saklausum einstak- lingum. Ekki aðeins sviptir frelsinu heldur einnig ærunni. Það er ástæða fyrir því að við setjum okkur sjálf lög og reglur. Við kjósum að lifa ekki í algjörri ringulreið réttaróöryggis þar sem geðþóttaákvarðanir yfirvalda og sleggjudómar götunnar eiga síðasta orðið. Þó ákveðnir aðilar telji lífs- skoðanir sínar æðri lögum okkar allra þá getur það varla talist nægi- lega gild ástæða þess að mannrétt- indum beri að víkja til hliðar. Langstærstur hluti þess fólks sem í gegnum tíðina hefur barist fyrir réttindum okkar hefur notast við friðsamlegar aðferðir og tekist á á mál- efnalegum grundvelli. En svo koma þeir sem með ofstæki afskræma hugtak á borð við fem- ínisma og draga heild- ina niður á blóðugan víg- völlinn. Skilaboðin eru svo iðulega þau að hver sá sem dirfist að standa upp og stugga við slík- um aðgerðum er óvinur málstaðarins sem vinn- ur markvisst gegn jafn- rétti. Rosa Parks, Mart- in Luther King, Mahatma Gandhi og Nelson Mandela voru öll róttæk þegar þau börðust fyrir auknu frelsi landa sinna. Ekkert þeirra lét hatur hins vegar blinda sig eða teyma út í öfgar. Óumdeilt er að árangur þessa fólks á sér vart hliðstæðu. Góðir hlutir ávinnast ekki með herskáum og hatursfullum áróð- ursbrögðum í öfgafullri baráttu sem bæði er háð á lágu og ógeð- felldu plani. Slíkt gerir lítið annað en kynda undir hatri í samfélaginu. Tilgangurinn helgar ekki alltaf með- alið. Góðir hlutir ávinnast ekki með her- skáum og hatursfullum áróðurs- brögðum í öfgafullri baráttu … Að sjálfsögðu eigum við að fá greitt fyrir að komast ekki í matarhlé eins og samstarfsfélagar okkar. Þetta er algjört sanngirnismál sem borgin ætti að sjá sóma sinn í að leiðrétta. Sekur uns sakleysi er sannað Mér er mismunað Samfélagsmál Hrafn Jónsson laganemi við HÍ Kjaramál Anna Helga Sigfúsdóttir leikskólakennari VORFERÐ TIL PRAG 16-20 maí 2012 Nánar á urvalutsyn.is 99.800 kr* á mann í tvíbýli með morgunverði á Orea Hotel Pyramida. **** Önnur hótel: Hotel Coronthia ***** Verð á mann í tvíbýi með morgunverði kr. 105.900.- Hotel Ramada **** Verð á mann í tvíbýli með morgunverði kr. 106.900.- Hotel Crystal Palace **** Verð á mann í tvíbýli með morgunverði kr. 112.800.- *Innifalið: Flug, gisting, morgunverður, göngu- og skoðunarferð um borgina, kokteilboð, tónleikar og íslensk fararstjórn. FR Á : Tónleik ar með An dreu Gylfa o g tékkne skum tónlista r- mönnu m! Lágmúli 4 108 Rvk | S. 585 4000 | info@uu.is | www.urvalutsyn.is Ferðaskrifstofa Ferð í tengslum við opinbera heimsókn forseta Íslands til Prag.Ótrúlega margt innifalið!
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.