Fréttablaðið - 31.03.2012, Qupperneq 87
KYNNING − AUGLÝSING Ferðahýsi31. MARS 2012 LAUGARDAGUR 7
Sala á tjaldvögnum hefur auk-ist verulega síðustu ár. Þór Ragnarsson, sölumaður hjá
Ellingsen, spáir því að engin und-
antekning verði á því í ár. „Salan
fer vel af stað. Allt bendir til þess
að við Íslendingar séum loksins að
komast upp úr hjólförum krepp-
unnar.“
Spurður hvers konar tjaldvagn-
ar njóti vinsælda segir Þór við-
skiptavini helst á höttunum eftir
léttum og meðfærilegum vögn-
um. „Fólk kýs vagna sem eru ekki
mikið þyngri en 250 kíló og þar af
leiðandi bæði auðvelda og ódýra
í drætti,“ útskýrir hann. Getur
hann þess að tjaldvagnar af þessu
tagi hafi lengi verið til á markaði
en séu nú aftur að verða eftirsótt-
ir eftir að eldsneytisverð hækkaði.
Þór segir Ellingsen selja nokkr-
ar gerðir tjaldvagna sem falla í
þennan f lokk. Þar séu vagn-
ar frá Camplet einna vin-
sælastir. „Enda ekki að
ástæðulausu. Því auk
þess að vera léttir
þá eru vagnarn-
ir bæði rúmgóð-
ir og þægilegir
í uppsetningu.
Það tekur ekki
n e m a u m
fimm til tíu
mínútur
að setja þá
upp,“ bend-
ir hann á og
bætir við að fyrir
utan hefðbundinn
staðalbúnað á borð við vask, elda-
vél, eldhúsinnréttingu og vatns-
dælu sé fjölbreytt úrval aukahluta
í boði. „Þar á meðal hliðarher-
bergi, stórt þakskyggni, farang-
ursbox framan á vagninn og margt
fleira. Eða allt eftir þörfum hvers
og eins. Gríð-
arlegir mögu-
leikar eru í
boði.“
Fram-
leiddar eru nokkrar gerð-
ir af Camplet-tjaldvögnum. „Þar
kemur Camplet Classic sterkur
inn. Þetta er fjögurra manna tjald-
vagn, átján fermetra, búinn svefn-
herbergjum, fyrrnefndum staðal-
búnaði og akrýl öndunardúk að
auki. Með aukaherbergi verður
hann sex manna,“ lýsir Þór.
Vandað vörumerki
Spurður út í Camplet segir hann
þetta vera danskt fjölskyldufyrir-
tæki sem eigi sér langa og farsæla
sögu. Tjaldvagna hafi það fram-
leitt í ein 40 ár og dæmi séu um að
allt að 25 ára gamlir vagnar sjáist
hér á götum. „Sem eru auðvitað
góð meðmæli, sýnir
fram á að endingin
er góð, á undirvagni,
skel og dúk,“ segir
Þór. „Á þeim öllum
er tveggja ára ábyrgð en hingað til
hefur lítið reynt á hana.“
Þór segir vel tekið á móti gest-
um og gangandi hjá Ellingsen.
Fyrirtækið rekur verslanir á Fiski-
slóð 1 í Reykjavík og Tryggvabraut
1 til 3 á Akureyri. Nánari upplýs-
ingar á heimasíðu Ellingsen. Slóð-
in er ellingsen.is.
Camplet-tjaldvagnar:
Léttir og meðfærilegir
Rúmgóðir og meðfærilegir tjaldvagnar njóta vaxandi vinsælda hérlendis. Ellingsen selur slíka
vagna í góðu úrvali. Þar á meðal Camplet-tjaldvagna sem góð reynsla er komin á hérlendis.
Þór Ragnarsson, sölumaður hjá Ellingsen, spáir mjög góðri sölu á tjaldvögnum í ár.
MYND/VALLI
Camplet-tjaldvagnarnir eru búnir öllum helstu þægindum.
MYND/VALLI
Þórir segir Camplet-vagnana létta og meðfærilega sem geri þá þægilega í drætti og
uppsetningu.
„Þetta eru alveg rosalega f lottir
vagnar, vel einangraðir, ekki nema
um þrjátíu sekúndur í uppsetningu
og búnir öllum helstu þægindum,
miðstöð, ísskáp, eldavél og f leiru.
Svo eru þeir alveg einstaklega þægi-
legir í drætti. Munar næstum engu
um þá.“
Þannig lýsir Þór Ragnarsson, sölu-
maður hjá Ellingsen, Aliner, svo-
kölluðum A-húsum, sem fyrirtæk-
ið býður í góðu úrvali. Hann segir
að miðað við hversu meðfærilegur
vagnarnir séu, til dæmis minni en
hjólhýsi, komi mörgum verulega á
óvart hversu rúmgóðir þeir eru.
„Fólk rekur oft upp stór augu
þegar inn í vagnanna er komið. Enda
er þetta næstum eins og að vera í
hjólhýsi. Einn helsti munurinn er sá
að menn þurfa ekki að hafa neinar
áhyggjur af því að komast heim til
sín. Þeir brjóta bara húsin saman og
fara heim.“
Þór segir góða reynslu komna á
Aliner hérlendis. „Hún nær aftur
um 20 ár en vagnarnir sjálfir hafa
verið framleiddir í Bandaríkjunum
í um 30 ár,“ bendir hann á og bætir
við að Aliner hafi sett ný viðmið í
framleiðslu A-húsa. „Sérstaklega er
varðar þann eiginlega að geta brot-
ið húsin saman. Í raun má segja að
í þeim efnum sé Aliner fyrirmynd
annarra A-húsa.“
Aliner fyrirmynd annarra A-húsa
Ellingsen selur Aliner A-hús í góðu úrvali en þau eru þekkt fyrir fallega hönnun og þægindi.
Flottir, vel einangraðir, einfaldir í uppsetningu og búnir öllum helstu
þægindum. Þannig lýsir Þór Ragnarsson Aliner A-húsunum. Mörgum
kemur á óvart hversu rúmgóð húsin eru. MYND/VALLI
3
Vel fer um fólk í Camplet Classic og er hægt að bæta
við alls konar aukabúnaði til að auka á þægindin.
Í ár ætlar Ellingsen að bjóða upp á þrjár gerðir af Aliner:
Aliner Expedition
Aliner Expedition Titanium
Aliner Classic með utan vega (off-road) búnaði