Fréttablaðið - 31.03.2012, Síða 88

Fréttablaðið - 31.03.2012, Síða 88
KYNNING − AUGLÝSINGFerðahýsi LAUGARDAGUR 31. MARS 20128 Family Camp er íslensk hönn-un frá A til Ö. Sá sem fram-leiðir hann var umboðs- aðili fyrir CombiCamp á Íslandi til fjölda ára og byggir á þeirri reynslu,“ útskýrir Jóhannes Þór- arinsson, innkaupastjóri hjá Vík- urverki í Kópavogi en Víkurverk fer með söluumboð Family Camp. Tjaldvagninn er smíðaður hér á landi til að standast íslenskar að- stæður. Uppbyggingin er svipuð og í hjólhýsi, vagninn er úr trefja- plasti með 15 millimetra einangr- un í hliðum og í lokinu er 10 milli- metra einangrun. Undir svefn- stæðinu er 15 sentimetra rými sem einnig myndar einangrun- arlag. „Vagninn er mjög hlýr en dúk- urinn er úr 100 prósent bómull og svefntjöldin einnig. Ég svaf sjálf- ur í svona vagni í lok október í sex stiga frosti og þá var ekki nema eins stig frost inni í vagninum,“ segir Jóhannes. Þá eru einnig sérstök stormstög sem tryggja stöðuglyndi þegar hvasst er. Farangursgrindin er hluti af læsingunni á lokinu svo engin hætta er á að vagninn opn- ist á ferð. Í vagninum er svefnpláss fyrir fjóra í tveimur herbergjum. Hann er einfaldur í uppsetningu og tekur einungis nokkrar mínút- ur að reisa hann og setja upp for- tjald. „Þetta er besti tjaldvagninn á markaðnum í dag,“ segir Jóhann- es. „Við höfum þegar kynnt hann fyrir samstarfsaðilum okkar er- lendis og það er gríðarlegur áhugi á að selja hann út. Þá bjóðum við miðstöð með tjaldvagninum sem þekkist ekki annars staðar en það hefur vantað á íslenskan mark- að,“ útskýrir Jóhannes og segir það meðal annars ástæðu þess að margar fjölskyldur hafi farið úr tjaldvagni yfir í fellihýsin undan- farin ár. Tjaldvagninn sé þó lipr- ari til allra ferða. „Family Camp er einungis 310 kíló að eigin þyngd og hvaða bíll sem er getur dregið hann. Við bjóðum vagnana með 2 kílóvatta miðstöð sem gengur fyrir gasi og rafmagni. Það er því hægt að nota vagninn í hvaða veðri sem er allan ársins hring og þvælast með hann þvert yfir hálendið. Ég ætla til dæmis sjálfur í útilegu um páskana en það er ekki algengt að fólk komist í útilegu í byrjun apríl á Íslandi, en með Family Camp er það hægt. Tjaldvagninn er einn- ig mjög þéttur og þolir vel að fara yfir sverustu ár og það fer ekki inn í hann eitt rykkorn á malarveg- um,“ segir Jóhannes . Family Camp var frumsýndur á síðasta ári en sala hófst á honum í ár. Jóhannes segir áhugann mik- inn og Family Camp sé það sem íslenskt útilegufólk hafi beðið eftir. „Íslendingar eru mikið fyrir útilegur og þessi vagn er til dæmis mjög sniðugur kostur fyrir ungt barnafólk sem ekur á litlum, eyðslugrönnum bíl. Hann er einn- ig á mjög góðu verði en við bjóð- um hann núna á tilboði með mið- stöð á 1.390.000 krónur.“ Íslenskur tjaldvagn Víkurverk kynnir tjaldvagn sem er sérhannaður fyrir íslenskar aðstæður. Vagninn er hannaður og framleiddur hér á landi og þolir vel ferðalög um hálendið og yfir óbrúaðar ár. „Þetta er besti tjaldvagninn á markaðnum í dag,“ segir Jóhannes Þórarinsson, innkaupa- stjóri hjá Víkurverki, en hann hefur sjálfur ferðast með Family Camp þvers og kruss um landið í öllum veðrum. MYND/VILHELM Svefnpláss er fyrir fjóra í tveimur her- bergjum. MYND/VÍKURVERK Family Camp er léttur tjaldvagn sem auðveldlega er hægt að ferðast með um hálendið. MYND/VÍKURVERK Þetta er afskaplega skemmti-legur ferðamáti,“ segir Soffía Ólafsdóttir, formaður Fé- lags húsbílaeigenda. Hún kveðst hafa ferðast um landið í tjaldi til að byrja með en árið 1990 fjárfest í fellihýsi og skipt svo yfir í húsbíl níu árum seinna. Hún hefur því töluverða reynslu af hinum ýmsu gerðum ferðahýsa. ,,Þetta er þriðji bíllinn sem við eigum, ég er reyndar orðin ein núna þar sem ég missti manninn minn fyrir tveimur árum,“ segir Soffía. Það aftrar henni þó ekki frá því að setjast upp í húsbílinn og aka af stað. Í dag ferðast hún mikið með fjölskyldunni og vinahópum. ,,Það er þessi ferðabaktería í blóð- inu, einn sonur minn er í félaginu og er með bíl, svo hefur dóttir mín ferðast með mér og barnabörnin.“ Einnig fer hún í ferðir með ferða- félögum í Félagi húsbílaeigenda sem er með skipulagðar hópferð- ir á hverju ári vítt og breitt um landið. Soffía fékk sjálf ferðabakt- eríuna frá sínum foreldrum sem ferðuðust mikið. ,,Þau voru komin með húsbíl löngu á undan okkur og við fengum húsbílabakteríu frá þeim, svona gengur þetta í næstu ættleggi.“ Spurð hvort hún eigi sér uppáhaldsstað á landinu segir Soffía að litadýrðin á Þingvöllum á haustin sé einstök. „Gaman er að fara í helgarferð á haustin bara til að fylgjast með litadýrðinni, ef að gott er veður og spegilslétt vatnið. Þá er það eins og málverk.“ Bíllinn sem hún ekur á er 2009 árgerðin af Fiat með LMC yfir- byggingu sem hún keypti hjá Vík- urverki. ,,Maður fer ekki mikið út fyrir hefðbundna vegi á þessum bíl, við köllum þessa bíla pappa- kassa. Það eru bílar sem eru betur búnir til fjallaferða sem notaðir eru í það“. Hún bendir fólki á að skoða vel það sem í boði er áður en fjárfest er í bíl. Gott sé að leita ráða hjá fólki sem átt hefur húsbíl í einhvern tíma, svo sé bara að skoða og spyrja ráða hjá söluaðilum. Hún hrósar Kjartani Jóni Bjarnasyni, verkstæðisformanni Víkurverks, sérstaklega og er greinilega ánægð með þá þjónustu sem bíllinn hefur fengið þar. Soffía hefur mest ferðast innan- lands en þó farið tvisvar til Færeyja og einu sinni til Noregs og segist vel geta hugsað sér að fara á báða þessa staði aftur í góðra vina hópi. Hvað varðar sumarið er nóg um að vera. Þar á meðal „stóra ferðin“ sem er níu daga ferð sem farin er á hverju ári á vegum félagsins. Að þessu sinni er stefnan tekin á Vest- firðina. ,,Ég hvet alla þá sem eiga húsbíl að ganga í Félag húsbílaeig- enda, þetta er skemmtilegur félags- skapur með lífsglöðu og skemmti- legu fólki sem á það sameiginlegt að ferðast um landið,“ segir Soffía. Hún bendir áhugasömum á heima- síðu Félags húsbílaeigenda, husbill. is, þar sem er að finna allar upplýs- ingar um þær ferðir sem farnar eru auk annars fróðleiks. Með ferðabakteríu í blóðinu Soffía Ólafsdóttir, formaður Félags húsbílaeigenda, segir haustlitadýrðina á Þingvöllum vera eitt af því fegursta sem getur að líta á landinu. Soffía við eldamennskuna í húsbílnum. Félagar úr húsbílafélaginu á góðri stund.Fiatinn á Hellisandi. FAMILY CAMP Galvaniseruð grind með AL-KO flexitor 13 tommu felgur Heildarlengd 360 sentimetrar- Breidd 171 sentimetrar Heildar leyfileg þyngd 550 kg Burðargeta 240 kg 4
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.