Fréttablaðið - 31.03.2012, Page 97

Fréttablaðið - 31.03.2012, Page 97
Prasanna Hjálparstarf kirkjunnar, hefur verið í samstarfi við United Christian Church of India (UCCI) í meira en aldarfjórðung. UCCI hefur starfað í Andhra Pradesh á Indlandi í bráðum þrjá áratugi og er töluverð starfsemi á hennar vegum. Indverska kirkjan hefur meðal annars yfirumsjón með 8 skólum og heimavistum, elliheimili og litlu sjúkrahúsi. Hjálparstarf kirkjunnar hefur styrkt þar fátæk börn til skólagöngu og stutt við starfsemi heilsugæslunnar, svo eitthvað sé nefnt. Fátækasta fylki Indlands Andhra Pradesh, sem telur u.þ.b. 75 milljónir manna, er eitt fátækasta fylki landsins. Þar vinna flestir við landbúnaðarstörf. Hrísgrjóna- og chilirækt eru algengust og er stundum vísað til Andhra Pradesh sem hrísgrjónaskálar Indlands en þaðan eru flutt hrísgrjón til annarra landshluta. Sagt er að sá sem geti borðað matinn í Andhra Pradesh geti borðað allan indverskan mat, því að hann er hvergi sterkari. Janet English Medium School er einn af skólunum sem rekinn er af UCCI, en þar eru nemendur á grunnskólaaldri. Skólinn er staðsettur í Kethanakonda, bláfátæku smáþorpi við þjóðveginn, skammt suður af Vijayawada, borg með um milljón íbúa. Ég var svo lánsöm að fá að vinna með unglingsstúlkum þar í nokkra mánuði á vegum Hjálparstarfs kirkjunnar. Stúlkurnar þar eiga sér margar stóra drauma en hér á eftir fer stutt frásögn af einni þeirra, Prasönnu, daglegu lífi hennar, framtíðaráformum og möguleikum, eins og hún sér þá í dag. Sefur á mottu á gólfinu Prasanna fæddist 1. maí 1996 í Hyderabad, höfuðborg Andhra Pradesh. Foreldrar hennar og tveir bræður búa í Hyderabad. Prasanna er í 1O. bekk og býr á heimavist Janet Medium skólans þar sem hún sefur á mottu á gólfinu í stórum svefnskála. Hún og skólasystur hennar á vistinni geyma veraldlegar eigur sínar í járnkistlum sem geymdir eru í skálanum. Prasanna á frænku í Sathyanarayanapuram, litlu þorpi sem er skammt frá skólanum. Þegar Prasanna var í 5. bekk í grunnskóla og bjó heima hjá fjölskyldu sinni í Hyderabad veiktist föðuramma hennar sem bjó á heimilinu hjá þeim og var hún lögð inn á sjúkrahús. Foreldrarnir unnu langan vinnudag svo það kom í hlut Prasönnu að hugsa um heimilið, en það hafði amma hennar gert áður en hún veiktist. Prasanna þurfti að vakna klukkan hálf fimm á morgnana til að geta klárað heimilisverkin fyrir skóla því eftir skóla og fram á kvöld var hún á sjúkrahúsinu hjá ömmu sinni. Þessar aðstæður heima fyrir urðu til þess að hún fór að dragast aftur úr í náminu og stóð sig ekki eins vel í skólanum og hún hafði gert áður. Þegar amma hennar braggaðist og tók aftur við heimilinu þá var ákveðið að hafa samband við frænkuna í Sathyanarayanapuram sem hafði sagt þeim af góðum skóla í nágrenni sínu þar sem væri hægt að fá styrki til náms. Það reyndist vera Janet Medium skólinn. Prasanna fékk skólavist og byrjaði í 6. bekk en mun ljúka grunnskólaprófi úr 1O. bekk í vor. Langur dagur Eins og áður segir þá býr Prasanna á heimavist Janet skólans og kann vel við sig þar. Hún mætir í skólann kl. átta á morgnana en kemur ekki aftur heim á vistina fyrr en klukkan átta á kvöldin, því hún vinnur heimanámið í skólanum. Eftir kvöldmat sem er borðaður um hálf-níu leytið spjallar hún stundum við gamla fólkið á elliheimilinu sem er á jarðhæðinni í húsi heimavistarinnar. Hún segir að gamla fólkið hafi áhyggjur af ýmsu og að því finnist gott að spjalla við hana, það sé einmana og að hún vilji reynast því vel. Prasanna á sér draum um að fara í langskólanám í læknisfræði. Hún hefur áhuga á læknisfræði vegna þess að hana langar til að hjálpa þeim lægst settu sem búa í þorpunum og hafa ekki ráð á eða tækifæri til að sækja sér læknisþjónustu. Hún leggur hart að sér og stefnir að því að ná góðum einkunnum á grunnskóla- prófinu. En foreldrar hennar vilja mennta yngri bræður hennar tvo og munu því ekki geta styrkt hana til framhaldsnáms. Hún er hóflega bjartsýn þó svo að hún geri sér grein fyrir því að líkur á langskólanámi séu harla litlar. Hún ætlar að leggja hart að sér og vona það besta. Ekki er útilokað að hún geti fengið áframhaldandi skólastyrk frá UCCI. Ræður því ekki hverjum hún giftist Stúlkur á Indlandi fá almennt ekki að ráða giftingaraldri sínum, en Prasanna segir að hún muni fá að ráða því hvenær hún gifti sig, þó ekki hverjum. Hana langar til að eignast eitt eða tvö börn sem hún segist ætla að sjá til að fái góða menntun. Hún gantast með að þvert á allar hefðir væri best að tilvonandi eiginmaður og fjölskylda hans færðu fjölskyldu hennar heimanmund því að hún veit að það mun reynast fjölskyldu hennar erfitt að safna peningum fyrir heimanmundi hennar þegar þar að kemur. Hún veit einnig að margar tengda fjölskyldur taka grimmilega á móti ungum eiginkonum sem hafa fátæklegan heimanmund með sér. En hún er ákveðin í að vera hamingjusöm stúlka og segist þess vegna hugsa sem minnst um það. Þegar spjallað er við Prasönnu kemur fljótt í ljós að það sem skiptir hana mestu máli er að lifa fórnfúsu lífi, gera góðverk og reynast fjölskyldu sinni og samferðafólki vel. Það getur verið erfitt að eiga sér stóra framtíðardrauma þegar tækifærin í lífinu eru ekki mörg. Þá er mest um vert að missa ekki kjarkinn og Prasanna er ekki líkleg til þess. Skrifað á Indlandi 22. febrúar 2O12. Anna Jóna Briem Margt smátt ... – 11 Mikilvægur dagur í lífi fjölskyldu á Indlandi Við Anna Jóna Briem vorum í Kethanakonda á Indlandi frá byrjun nóvember 2O11 og út febrúar 2O12. Indlandsdvölin var mikil lífsreynsla og þar upplifðum við margt skemmtilegt. Þann 2. febrúar var okkur Önnu, ásamt Ericu og Janet frá India Quest, boðið að vera viðstaddar mikilvæga athöfn í lífi ungbarna hér á Indlandi. Þegar börn eru 6 mánaða og 6 daga gömul fá þau sína fyrstu föstu fæðu; sætan hrísgrjónagraut. Þetta er mikilvægur dagur í lífi barnsins og er allt gert til að gera hann sem hátíðlegastan. Athöfnin var haldin heima hjá fjölskyldunni. Stólum var raðað upp á stéttinni fyrir framan húsið, borð á pallinum var fallega dúkað fyrir athöfnina og veggteppi hékk á veggnum fyrir aftan borðið. Allir gestir spariklæddir og var sjón að sjá litríka sari og punjab kvennanna. Konurnar sátu á mottum á pallinum, en við fjórar sátum á stólum ásamt prestunum og karlmönnunum! Ungbarnið matað af gestum og gangandi Prestarnir fóru hver á eftir öðrum á pallinn og báðu fyrir barninu. Það var mikið sungið og talað til barnsins. Eftir um klukkustund komu foreldrarnir með litla drenginn út; hann var svo fallegur í fagurgulum klæðum. Prestur kom með skál með grjónunum og gaf honum fyrstu skeiðina, svo gaf fjölskyldan honum að borða og þar á eftir ýmsir veislugestir. Ég varð einnig þess heiðurs aðnjótandi að fá að gefa þeim stutta að borða. Kjúklingahjörtu og lifur Eftir athöfnina var öllum gestum að sjálfsögðu boðið í mat. Við fjórar og túlkurinn okkar vorum sett við fína borðið uppi á palli, á meðan pöpullinn varð að láta sér lynda mjótt langborð á stéttinni fyrir neðan okkur. Gríðarstórir áldiskar voru settir fyrir framan okkur og svo kom hver maðurinn á eftir öðrum með kræsingar sem þeir settu á diskana okkar. Maturinn var rosalega góður; frábær karrýréttur, grjón og fleira, en ég verð að játa að við Anna snertum lítið á kjúklingainnyflunum! Held barasta að mér hafi aldrei áður verið boðið uppá kjúklingahjörtu eða –lifur. Ekki má gleyma að taka fram að það voru að sjálfsögðu engin hnífapör á borðum; við Anna erum að verða ansi góðar í að borða með hægri hendinni. Þetta var ógurlega skemmtileg reynsla eins og svo margt annað sem við höfum gert hérna úti. Það var reyndar svolítið heitt; vel yfir 3O gráður – og við sátum úti í okkar fínasta pússi í tvo tíma á meðan athöfnin stóð yfir, ég fann svitann renna niður bakið á mér og á endanum var sparikjóllinn nokkuð vel límdur við mig. Þetta var ógleymanleg athöfn, hátíðleg og falleg. María Peters Sveinsdóttir Anna Jóna Briem og María Peters Sveinsdóttir.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.