Fréttablaðið


Fréttablaðið - 31.03.2012, Qupperneq 99

Fréttablaðið - 31.03.2012, Qupperneq 99
31. mars 2012 LAUGARDAGUR59 ég hafði samið. Þeir voru mjög jákvæðir og hvöttu mig til að gera eitthvað með það efni, en sjálfir voru þeir of uppteknir á þessum tíma. Það varð úr að Daði Birgisson hljóðupptökumaður og hljómborðsleikari, sem vann með mér að plötunni Haustlauf, kom mér í samband við Kristin Snæ Agnarsson, fyrrum trommara Hjálma. Kristinn tók við bolt- anum og fékk til liðs við okkur Ómar Guðjónsson gítarleikara, Inga Björn Ingason á bassa, Daða Birgisson á hljómborð, Ara Braga Kárason trompetleikara, Valdi- mar Guðmundsson sem syngur mörg laganna og Kristjönu Stef- ánsdóttur söngkonu. Það hefur verið ótrúlega gaman að vinna með þessum mönnum. Þeir eru ótrúlega jákvæðir og hvetja mig áfram, auk þess sem þeir eru algerir snillingar.“ Börnin fluttu fyrst heim Eftir að hafa lokið læknanámi við Háskóla Íslands fluttist Helgi til Bandaríkjanna og var þar við nám og störf í 25 ár eins og áður sagði, fyrst í Chicago, svo í miðvestur-fylkjunum Iowa og Nebraska og loks í Norður-Kar- ólínu síðustu tólf árin. Hvað kom til að þið f luttuð heim á ný fyrir einu og hálfu ári? „Það skipti mestu máli að öll börnin okkar þrjú voru flutt til Íslands. Konan mín fór alltaf með börnin á heimaslóðir sínar á fal- legum sveitabæ í Skriðdal á Hér- aði á sumrin og stundum voru börnin hjá móðursystur sinni á Eskifirði. Þetta eru tveir ævin- týraheimar sem þau tengdu við Ísland og höfðu alltaf mjög sterk- ar taugar til landsins. Þegar dótt- ir mín var átján ára vildi hún prófa að fara í íslenskan mennta- skóla í einn vetur og við leyfð- um henni það. Ég bjóst kannski við því að íslenska veðráttan og myrkrið myndi slökkva þessa þrá en þvert á móti varð hún enn spenntari og vildi alls ekki fara til Bandaríkjanna aftur. Bræður hennar tveir fylgdu svo í kjölfar- ið og allt í einu vorum við hjónin orðin tvö ein eftir og barnabörn á leiðinni heima á Íslandi. Þá var ekki annað hægt en að fara heim.“ Var eitthvað við Ísland sem þú saknaðir frekar en annars? „Ég saknaði náttúrunnar, fólks- ins og þess að vera til á Íslandi. Náttúran hér er svo falleg og ekki síður aðgengileg og þægileg. Mjög víða er alls ekki hægt að leggjast niður á jörðina án þess að hafa áhyggjur af skordýrum og slöngum, en hér er því ekki að skipta. Hér leggst maður í mos- ann óhræddur og rólegur. Svo er það gestrisnin. Hér er hægt að líta við í heimsókn hjá vinum hvenær sem er, en það þykir hinn mesti dónaskapur í Bandaríkjun- um þar sem helst þarf að láta vita af slíku með mánaðar fyrirvara. Mannlífið er líka miklu dýna- mískara hér og menningin á ótrú- lega háu plani. Mér finnst tónlist- armenn hér ótrúlega færir miðað við það sem maður sér úti, jafn- vel á tónleikum frægra tónlistar- manna. Hér er líka svo algengt að fólk sé að dunda sér við skap- andi hluti. Þegar það spurðist út í Bandaríkjunum að ég hefði gefið út plötu þótti það til að mynda stórviðburður, en hér hefur nán- ast annar hver maður sent frá sér plötu og engin tíðindi í því. Kröf- ur til tónlistarmanna eru meiri á Íslandi. Hér dytti mönnum aldrei í hug að bjóða upp á ýmislegt sem borið er fram úti. Það var því ansi margt sem dró okkur heim.“ Allt nema þungarokk Helgi Júlíus er nú þegar langt kominn með upptökur á fjórðu plötu sinni, ásamt sama hópi og vann með honum að reggí- plötunni sem kom út í janúar, og áætlar að senda hana frá sér seinni part sumars eða í haust. Í þetta sinn er það blús sem er dagsskipunin. Þú vílar ekki fyrir þér að skipta um tónlistarstefnur milli platna? „Nei, enda er ég ekki að reyna að byggja upp feril sem tónlist- armaður á einu ákveðnu sviði. Þegar ég sem lög er það oftast sálarástandið sem ræður hvað úr verður. Ég á meira að segja rokklög, fönklög, djass, suður- ameríska tónlist, sveitatónlist og mikið af þjóðlagapoppi á lager. Ég ólst upp í Bítlaæðinu og sú hljómsveit er enn í miklu upp- áhaldi, enda varla annað hægt. Ég man að Róbert Abraham, stjórnandi Sinfóníunnar sem leyfði mér að glamra á hljóðfærin sín sem barn, var klassískur tón- listarmaður en kunni þó að meta Bítlalögin á sínum tíma. Stevie Wonder er einn af mínum uppá- halds tónlistarmönnum og einnig Ray Charles og Michael Jackson. Í raun hef ég gaman af allri tón- list nema kannski helst þyngsta þungarokkinu. Það er athygl- isverð tónlist á margan hátt, tæknilega erfið og mikil áskorun fyrir hljóðfæraleikara, en ég set aldrei þungarokksplötu á fóninn og hlusta með lokuð augun.“ Hefurðu leitt hugann að sókn á erlend mið? „Nei, alls ekki, enda er ég enginn tónlistarflytjandi. Ég get glamrað nægilega vel til að semja lög en snerti nánast ekki hljóðfæri á plötunum mínum, finnst mun betra að fá fagmenn í það. Ef þú ferð með bílinn þinn á verkstæði viltu að færasti bif- vélavirkinn geri við hann. Á sjúkrahúsi viltu að færasti sér- fræðingurinn sjái um þig en ekki lærlingurinn. Á sama hátt þykir mér svo vænt um lögin mín að ég vil að þeim séu gerð góð skil á plötunum. Til þess þarf besta fólkið. Eina aðkoma mín að erlendum tónlistarmark- aði væri hugsanlega að semja lag fyrir alþjóðastjörnu, en það er bara fjarlægur draumur. Ég hef unnið sem heilsugæslulækn- ir frá því ég flutti til Íslands, en draumurinn er að komast á það stig að tónlistin borgi sig sjálf. Margir spyrja hvernig ég hafi efni á að gefa þessar plötur út. Það er eðlileg spurning, enda kostar það sitt. Ég hef þó mína forgangsröðun á því hvað vert er að eyða peningum í. Ég keyri til dæmis um á sautján ára gömlum bíl. Ég kýs frekar að borga fyrir plötuútgáfu en nýjan Mercedes Benz. Það skilur meira eftir sig í lífi mínu en flottur kaggi.“ Ég kýs frekar að borga fyrir plötuútgáfu en nýjan Mercedes Benz. Það skilur meira eftir sig í lífi mínu en flottur kaggi. Ársfundur 2012 Ársfundur sjóðsins verður haldinn þriðjudaginn 22. maí, kl. 16.30. Verður hann auglýstur nánar síðar. Yfirlit um afkomu 2011 Borgartún 29 · 105 Reykjavík · Sími 510 7400 · Fax 510 7401 · s l@sl . is · www.sl . is Efnahagsreikningur (í flús. kr.) Yfirlit um breytingar á hreinni eign til grei›slu lífeyris Lífeyrisskuldbindingar skv. ni›urstö›u tryggingafræ›ings Kennitölur Ávöxtun séreignardeildar 2011 Sjó›félagar 25.295.415 56.852.271 2.418.231 790.054 923.143 184.837 86.463.951 -356.653 2.296.371 88.403.669 2.769.686 -1.857.145 6.907.017 -113.757 -89.101 7.616.700 0 80.786.969 88.403.669 -3.188.272 -3,5% -5.206.676 -4,0% 8,4% 3,0% 0,7% 4,1% 7.232 8.095 0,10% 82,1% 17,9% 21.485.918 52.179.769 2.477.177 1.663.285 1.192.623 52.412 79.051.184 -524.842 2.260.627 80.786.969 2.415.384 -1.651.229 5.077.762 -88.218 -118.593 5.635.106 7.431.574 67.720.289 80.786.969 -1.709.000 -2,0% -3.290.000 -2,7% 6,1% 3,4% 0,8% 3,8% 6.992 7.198 0,13% 81,5% 18,5% Ver›bréf me› breytilegum tekjum Ver›bréf me› föstum tekjum Ve›lán Innlán og bankainnistæður Kröfur A›rar eignir og rekstrarfjármunir Skuldir Séreignarsjóður, Söfnunarleið I og II Samtals I›gjöld Lífeyrir Fjárfestingartekjur Fjárfestingargjöld Rekstrarkostna›ur Hækkun á hreinni eign á tímabilinu Sjóðir sameinaðir sjóðnum 2010 Hrein eign frá fyrra ári Samtals Eignir umfram áfallnar skuldbindingar Í hlutfalli af áföllnum skuldbindingum Eignir umfram heildarskuldbindingar Í hlutfalli af heildarskuldbindingum Sjóðurinn hefur ekki þurft að skerða réttindi vegna falls bankanna haustið 2008 né nokkru sinni áður. Nafnávöxtun Hrein raunávöxtun Hrein raunávöxtun 5 ára meðaltal Hrein raunávöxtun 10 ára meðaltal Fjöldi virkra sjóðfélaga Fjöldi lífeyrisþega Rekstrarkostnaður í % af eignum Eignir í íslenskum krónum Eignir í erlendum gjaldmiðlum Nafnávöxtun Söfnunarleiðar I sem er innlánsreikningur var 8,4% eða 3,0% raunávöxtun. Nafnávöxtun Söfnunarleiðar II sem inniheldur ýmiss verðbréf nam 14,3% eða 7,1% raunávöxtun. Er þetta sú ávöxtun sem rétthafar njóta. Heildareignir séreignardeildarinnar eru 2.296,4 milljónir króna í árslok 2011 og vaxa um 1,6%. Sjóðurinn er ætlaður öllum launþegum og sjálfstætt starfandi mönnum sem eiga ekki kjarasamnings- bundna aðild að öðrum lífeyrissjóðum. Hann getur því verið góður kostur fyrir ýmsa aðila sem þurfa að velja sér lífeyrissjóð. Sjóðurinn byggir á samtryggingu og séreign. 31.12.2011 31.12.2010 Í stjórn sjó›sins eru Guðmundur Árnason formaður, Hrafn Magnússon varaformaður, Arnar Sigurmundsson, Friðbert Traustason, Gunnar Gunnarsson, Þorbjörn Guðmundsson, Þórunn H. Sveinbjörnsdóttir. Framkvæmdastjóri er Sigurbjörn Sigurbjörnsson Traustur sjóður, trygg framtíð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.