Fréttablaðið - 31.03.2012, Síða 102

Fréttablaðið - 31.03.2012, Síða 102
31. mars 2012 LAUGARDAGUR62 milljón ljósára fjarlægð frá jörðu, en hún er fyrsta fjarreikistjarnan sem finnst á lífbelti á braut um aðra stjörnu. Hins vegar er ekki ljóst hvort um bergstjörnu sé að ræða og því óljóst hvort þar sé líf- vænlegt. Líklega fljótandi vatn að finna Í ár hefur enn dregið til tíðinda þar sem í janúar var tilkynnt um uppgötvun á þremur smæstu reikistjörnum sem fundist hafa á braut um aðra stjörnu sem lík- ist sólinni. Allar eru þær smærri en jörðin, sú smæsta er á stærð við Mars. Nýjustu fréttirnar eru hins vegar frá ESO en í vikunni var tilkynnt um að HARPS mæli- tækið hafi uppgötvað bergstjörnu sem er í 22 ljósára fjarlægð og líkari jörðinni en nokkur önnur sem hingað til hefur fundist, Gliese 667 Cc. Hún er um það bil fjórum sinnum þyngri en jörðin, en þar er þó talið mjög líklegt að fljótandi vatn sé að finna. Þetta svið rannsókna er tví- mælalaust eitt allra mest spenn- andi verkefni sem nú er í gangi í stjörnufræðunum og stórtíðindi berast reglulega. Hinn gamli draumur mannkyns um að öðlast vissu um að líf finnist á öðrum hnöttum rætist ef til vill ekki á næstu árum, en eftir því sem fleiri „Gullbrár-reikistjörnur“ finnast aukast líkurnar. Heimildir: Stjörnufræðivefurinn, NASA.gov, Discovery.com. J arðarbúar hafa í aldanna rás horft upp til stjarn- anna og velt því fyrir sér hvað þar væri að finna og hvort þar sé líf, jafnvel verur sem horfi til baka í svipuðum þönkum. Hvort sem um er að ræða örver- ur eða litla græna menn með ýmislegt misjafnt á prjónun- um eru vísindamenn og áhugafólk hugfangið af þessum pælingum og eru fullkomnustu tæki og tól notuð til þess að leita að nýjum heimum. Undanfarið hafa borist fjöl- margar fréttir af þessum rann- sóknum þar sem sífellt finnast fleiri reikistjörnur um óravídd- ir alheimsins sem eru af réttri gerð og búa við réttar aðstæður til að þar geti mögulega þrifist líf. Leitin beinist að svokölluðum fjarreikistjörnum sem eru reiki- stjörnur á braut um stjörnur utan okkar sólkerfis. Til að geta talist lífvænleg þarf fjarreikistjarna til dæmis að vera af rétti gerð, það er bergstjarna en ekki gashnött- ur, af réttri stærð og ekki síst að vera hæfilega langt frá stjörn- unni sem hún gengur um. Sé hún of nálægt verður hún of heit, líkt og er tilfellið með Venus og Merk- úr í okkar sólkerfi, og sé hún of langt í burtu, eins og Mars, er of kalt til að líf geti þrifist þar. Milljarðar „Gullbrár-reikistjarna“ Þetta fjarlægðarbil kallast líf- belti en í daglegu tali er líka talað um Gullbrár-beltið og Gullbrár- reikistjörnur, og er þar vísað til ævintýrisins þekkta um stúlkuna Gullbrá sem laumaði sér inn í hús bjarnafjölskyldunnar og kunni best að meta grautinn, stólinn og rúmið sem voru „alveg passleg“. Í vetrarbrautinni eru hundruð milljarða sóla og eins og gefur að skilja næst ekki að fylgjast með nema broti af líklegum stjörn- um. Það er til dæmis gert með HARPS mælitæki ESO, stjörnu- stöð Evrópulanda á suðurhveli, og Kepler-sjónauka NASA, geim- ferðastofnunar Bandaríkjanna. Með þeim hefur þó margt athygl- isvert komið í ljós, til dæmis upplýsti ESO á dögunum að vís- indamenn teldu að tugi milljarða bergreikistjarna, sem eru örlítið stærri en jörðin, væri að finna í lífbeltum stjarna í vetrarbraut- inni. Tímamótafundir En er raunhæft að finna nýja jörð annars staðar í geimnum? NASA staðfesti í fyrsta sinn í desember síðastliðnum að vís- indamenn stofnunarinnar hefðu fundið tvær bergstjörnur á stærð við jörðina, í kringum stjörnuna Kepler 20, í um þúsund ljósára fjarlægð frá jörðu. Þær eru hins vegar of nálægt stjörnunni sinni og of heitar til þess að líklegt sé að fljótandi vatn sé þar að finna. Í sama mánuði fannst önnur fjar- reikistjarna, Kepler 22b, í 600 Undanfarið hafa borist fjölmargar fréttir af þessum rannsóknum þar sem sífellt finnast fleiri reikistjörnur um óravíddir alheimsins sem eru af réttri gerð og búa við réttar aðstæð- ur til að þar geti mögulega þrifist líf. ■ SÆVAR HELGI BRAGASON, RITSTJÓRI STJÖRNUFRÆÐIVEFSINS Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræði-vefsins, fylgist grannt með rannsóknum á aðstæðum á fjarreikistjörnum og segir að það sé afar heillandi svið. „Hvatinn á bak við þessar rannsóknir er vitan- lega leitin að lífi í geimnum,“ segir Sævar og bætir því við að rannsóknarferlið sé flókið en um leið mjög skemmtilegt. „Stærð reikistjarnanna er ákvörðuð með svokallaðri þvergönguaðferð. Til dæmis fylg- ist Kepler-sjónaukinn stöðugt með stjörnum og mælir breytingar í birtumagni þegar reiki- stjarna gengur fyrir hana. Til að komast að því hvort um sé að ræða gashnött eða berg stjörnu þarf fyrst að finna massa hennar með svo- kallaðri sjónstefnumælingu, og þá er hægt að ákvarða eðlismassann og bera saman við það sem við þekkjum, til dæmis jörðina, ef eðlismass- inn er mun minni en jarðarinnar er líklegast um gashnött að ræða.“ En hvernig má sjá, úr þessari órafjarlægð, hvort líf sé að finna á reikistjörnum sem uppfylla öll skilyrðin? Sævar segir að til þess þurfi að greina lofthjúp reikistjarnanna. „Við þyrftum ansi öflugan sjónauka til að skera úr um hvort líklegt sé að líf finnist á reikistjörnu. Við myndum þá fylgjast með hnettinum ganga fyrir stjörnuna og greina litróf ljóssins sem berst í gegnum lofthjúpinn. Með því getum við efnagreint lofttegundirnar. Ef þar eru til dæmis metan, súrefni og koldíoxíð væri það mjög sterkt merki um líf, en það væri ólíklegt ef ekkert væri að sjá nema vetni og helíum.“ Finnist reikistjarna sem uppfyllir öll skilyrði; bergstjarna í hæfilegri fjarlægð frá stjörnu með lofthjúp sem bendir til lífs, er engu að síður mikið verk óunnið til að skera úr um hvort líf sé þar að finna. „Gliese 667 Cc er í 22 ljósára fjarlægð og miðað við tæknina sem við búum við í dag tæki það okkur um 300.000 ár að ferðast þangað! Ef þar væru hins vegar búsettar viti bornar verur sem búa svo vel að eiga útvarpssjónauka, er málið að senda þeim skilaboð. Það tekur ekki nema 22 ár að senda skilaboðin þangað og svo 22 ár til að fá svar til baka. Það er farsælasta aðferðin sem við höfum nú, þangað til að við finnum tækni sem getur komið okkur milli staða í geimnum með meiri hraða. Það er auðvitað framtíðarstef, en við munum aldrei finna neitt nema við leitum.“ Finnum ekkert nema við leitum Leitin að lífi í ljósárafjarlægð Geimvísindastofnanir leita gagngert að reikistjörnum um alla vetrarbrautina þar sem líf gæti þrifist. Kepler-sjónaukinn frá NASA og fleiri tæki eru notuð til að greina hnettina og síðustu mánuði hafa hver stórtíðindin rekið önnur. Þorgils Jónsson kynnti sér leitina að tvíförum jarðarinnar og möguleikanum á að finna líf á öðrum hnöttum í margra ljósára fjarlægð. ÚTHÖF Í ÓRAVÍDDUM ALHEIMSINS Rannsóknir hafa leitt í ljós að milljarðar reikistjarna í vetrarbrautinni gætu verið af réttri gerð til að líf gæti þrifist þar. Nýjustu fréttir eru af reikistjörnunni Gliese 667 Cc sem er í 22ja ljósára fjarlægð frá jörðu. Þessi mynd er unnin af ESO og sýnir hvernig gæti verið umhorfs á yfirborði hennar. MYND/ESO © GRAPHIC NEWS Leitin að annarri jörð Kepler-sjónauka NASA var skotið á loft árið 2009 til þess að leita fjarreikistjarna, sérstak- legra þeirra sem líkjast jörðinni. Sjónaukinn fylg- ist stöðugt með birtu frá um 150.000 stjörnum í vetrarbrautinni á svæði milli Svansins og Hörpunnar, til að greina stærð reikistjarna með þvergönguaðferðinni. Sjónaukinn er hinn stærsti sinnar tegundar. Hann vegur rúmt tonn og í honum er aðeins eitt mælitæki, ljósmælir, sem samanstendur af röð 42 CCD- flaga. Sjónaukinn er á braut um sólina meðfram jörðinni og er staðsettur þannig að ekk- ert trufli sjónvið hans. Þvergönguaðferðin Kepler-sjónaukinn leitar að reikistjörnum með því að mæla breytingar á birtustigi frá stjörnum á meðan reikistjörnurnar ganga fyrir sjónsvið þeirra. Með því má greina stærð þeirra. Sjónsvið Kepler- sjónaukans Deneb Albíreó Svanurinn Harpan Vega Reikistjarna Ljós Stjarna B ir tu st ig Tími Lífbelti stjarna: Í ákveðinni fjarlægð frá stjörnu er hæfilegt hitastig til að líf geti þrifist þar. Heitar stjörnur Stjörnur líkar sólinni okkar Kaldari stjörnur Heimild/NASA, Stjörnufræðivefurinn ©GRAPHIC NEWS
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.