Fréttablaðið - 31.03.2012, Page 105

Fréttablaðið - 31.03.2012, Page 105
LAUGARDAGUR 31. mars 2012 65 en hún lék um árabil með Val og varð Norðurlandameistari með íslenska handknattleikslands- liðinu árið 1964. „Sigrún er ofsalega mikill Valsari og ég ber líka mikinn hlý- hug til félagsins og leiðist þessi illindi milli sumra stuðnings- manna Vals og KR, þótt smá rígur sé auðvitað bara skemmti- legur. Við fórum mikið saman á völlinn í gamla daga og það var dálítið erfitt í kringum 1972 þegar Valur var með sitt gullaldarlið í fótboltanum. Þá varð ég oft svo fúll þegar KR tapaði fyrir Val að á endanum stakk Sigrún upp á því að við slepptum því bara að fara á leiki liðanna, sem við gerðum,“ segir Einar og hlær. Geirfinnsmálið var klúður Árið 1976 sat Einar, ásamt þremur öðrum, saklaus í 105 daga í ein- angrun í Síðumúlafangelsinu eftir að Erla Bolladóttir og aðrir sakborningar í Geirfinnsmálinu höfðu bendlað hann við málið. Í október síðastliðnum skipaði innanríkisráðherra starfshóp til að fara yfir gögn í málinu og var Einar meðal þeirra sem leitað var til í þeim tilgangi að varpa frekara ljósi á málið og rannsókn þess á sínum tíma. „Ég settist niður með starfs- hópnum í kaffi og kökur og ræddi við þetta fólk sem var alveg yndis- legt. Eftir smá stund varð ég þó að standa upp og fara fram, næstum fjörutíu árum síðar, því það þyrmdi yfir mig. Þetta er nokkuð sem fer ekki í burtu heldur verður maður að læra að lifa með því,“ segir Einar og bætir við að hann hafi aldrei lesið staf í málsgögn- um eftir áfallið sem einangrunar- vistin olli honum. Hann hefur kosið að tjá sig fremur lítið um málið hin síðustu ár. „Mér fannst komið nóg af þessu og sérstaklega núna síðustu árin þegar margir, til dæmis Erla hálfsystir mín sem ég hef skiljanlega haft lítil samskipti við, tjá sig um málið. Auðvitað veit ég ekkert um það hvort þetta fólk sem var dæmt er sekt eða sak- laust. Aftur á móti veit ég að það er ekki saklaust að því að hafa logið upp á fjóra saklausa menn. Fyrir það átti það sannarlega skilið að sitja inni í einhver ár, en það er eins og margir gleymi því alltaf. Allt þetta mál var hvílíkt klúður og það er ótrúlegt að engir hausar skuli hafa verið látnir fjúka í kjölfar þess.“ David Stern fúll á öræfum Einar var kennari í 23 ár og sá aðallega um dönskukennslu, fyrst í Gagnfræðaskóla Vestur bæjar, sínum gamla skóla, en einnig á Akureyri og víðar en lengst í Flensborg. Hann lagði körfu bolta- skóna á hilluna árið 1979 og marg- ir sem yngri eru muna fyrst eftir honum sem sjónvarpsmanni á Stöð 2, en þar lýsti hann NBA-leikjum við góðan orðstír um árabil. „Það var mjög gaman að eiga þátt í þessari miklu körfubolta- sprengju sem varð í kjölfarið á því að Stöð 2 hóf að sýna NBA- leiki,“ segir Einar og bætir við að téða sprengingu megi rekja til Jónasar R. Jónssonar, fyrrum umboðsmanns íslenska hests- ins og þáverandi starfsmanns Stöðvar 2. „Jónas var á ferðinni í New York og labbaði sér ein- faldlega inn á skrifstofu NBA- deildarinanr og spurði hvort hann mætti ekki senda út leiki. Þetta var ótrúlegt. Við vorum fjórða landið sem sýndum NBA-leiki á eftir Bandaríkjunum, Frakk- landi og Filipseyjum og njótum þess enn að hafa verið svona fljót af stað. David Stern, yfirmað- ur deildarinnar, hefur sagt mér frá því að það vakti mikla öfund hjá stærri þjóðum þegar litla Ísland var ávallt sett í öndvegi, til dæmis þegar við fórum út til að lýsa Stjörnu leikjunum á sínum tíma. Stern hefur reyndar komið til Íslands með konunni sinni þar sem þau gistu í tjaldi á Norður- landi í þrjár vikur. Konan hans er mikill náttúruunnandi en Stern kallinn var ekki sérlega hrifinn af þessu. Hann var hundfúll yfir að hírast heillengi í einhverju tjaldi uppi á öræfum.“ „Ég er í Þjóðkirkjunni og ég er í KR. Ekkert endilega í þessari röð,“ segir Einar hlær þegar talið berst að ástríðu hans fyrir félaginu sem hann lék með og þjálfaði í áraraðir. Eftir að ferlinum lauk hefur hann ávallt fylgst vel með árangri KR í körfunni og mætir á flesta leiki. „Ég verð oft hrikalega stressaður á leikjum, sérstaklega í úrslitakeppninni, og get varla horft. Oft er ég á fleygiferð um húsið og stundum bíð ég úti og fæ einhvern til að segja mér hvernig staðan er.“ KR hóf titilvörn sína í úrslitakeppninni á fimmtu- dagskvöld með sigri á liði Tindastóls. Einar segir baráttuna verða erfiða í vor, KR hafi á að skipa mörgum góðum leikmönnum en stundum vanti baráttu í liðið. „Það vantar smá Fannar í þá,“ segir hann og vísar til fyrirliða liðsins á síðasta ári sem tók við af Einari sjálfum sem framkvæmdastjóri Íshesta. „En á góðum degi getum við unnið hvern sem er.“ STRESSAÐUR Á KR-LEIKJUM MYND/SVEINN ÞORMÓÐSSON FEÐGIN Einar með Bryndísi dóttur sinni, sem um árabil hefur unnið við hlið foreldra sinna hjá Íshestum, árið 2005. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI arionbanki.is – 444 7000 Fermingargjöf Arion banka Þegar stórum áfanga er náð er mikilvægt að huga að framtíðinni. Arion banki leggur til 5.000 kr. mótframlag ef 30.000 kr. eða meira eru lagðar inn á Framtíðarreikning. Framtíðarreikningur gefur hæstu vexti almennra verðtryggðra sparnaðarreikninga bankans og er því áhugaverð leið fyrir ungt fólk sem vill byrja að undirbúa framtíðina. Láttu gjöfina taka vaxtarkipp hjá okkur.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.