Fréttablaðið - 31.03.2012, Page 108

Fréttablaðið - 31.03.2012, Page 108
31. mars 2012 LAUGARDAGUR68 K ylfingurinn Tiger Woods andar nú ofan í háls málið á keppinautum sínum í aðdraganda fyrsta stórmóts ársins, Mastersmótsins, sem hefst á Augusta- vellinum á fimmtu- daginn í næstu viku. Bandaríkja- maðurinn hefur hægt og bítandi náð að efla leik sinn eftir hörmu- legt gengi á golfvellinum undan- farna 30 mánuði og voru margir farnir að efast um að Woods gæti snúið við blaðinu á ný. Einkalíf Tigers Woods hefur verið helsta fréttaefnið á þeim tíma en nú gæti orðið breyting þar á. „Tígurinn“ er búinn að brjóta ísinn og landaði hann sínum 72. sigri í PGA-mótaröðinni sl. sunnudag á Arnold Palmer-meist- aramótinu. Þar með lauk rúm- lega tveggja ára bið bandaríska kylfingsins eftir sigri í atvinnu- móti. En hann hefur aldrei, frá árinu 1996, látið jafnlangan tíma líða á milli sigra. Allt frá því að framhjáhald Tigers Woods varð aðalfréttaefn- ið á heimsvísu í lok ársins 2009 hefur Tiger Woods verið langt frá sínu besta. Og margir voru búnir að afskrifa kappann. Hann sýndi það á Bay Hill-vellinum um liðna helgi að Tiger Woods er til alls lík- legur. Hann er eftir sigurinn þriðji sigur sælasti kylfingur PGA-móta- raðarinnar frá upphafi með 72 sigra. Sam Snead er þar efstur með 82 sigra og Tiger Woods þarf aðeins einn sigur til viðbótar til þess að ná jöfnu við „Íslands vininn“ Jack Nicklaus, sem er með 73. Þrátt fyrir að skuggi hafi hvílt yfir mannorði kylfingsins eftir að upp komst um tvöfalt líferni hans hans í nóvember 2009 eru vin sældir Tigers Woods engu líkar. Aðeins körfubolta maðurinn Michael Jordan er á sama stalli ef miðað er við sjónvarps- áhorf. Undan farin 15 ár hefur „Tigeræði“ ríkt á heimsvísu. Metáhorf var á Masters mótið árið 1997 þegar Tiger Woods land- aði sínum fyrsta sigri á stórmóti. Hann varð þar með yngsti sigur- vegari mótsins frá upphafi, 21 árs gamall, en hann sigraði með 12 högga mun og „rústaði“ keppi- nautum sínum. Mastersmótið árið 2001, þar sem Tiger Woods sigraði, er með annað hæsta sjón- varpsáhorf í sögu golfíþróttar- innar. Og þegar Tiger Woods var fjarverandi í langan tíma árið 2008 vegna hnémeiðsla féll sjón- varpsáhorfið um 47% að meðal- tali á þeim mótum þar sem Woods hafði keppt árið áður. Í könnun sem gerð var nýlega kom í ljós að Woods fékk 53% atkvæða þegar spurt var um hvaða kylfingi þátttakendur vildu helst fylgjast með í sjónvarpi. Norður-Írinn Rory McIllroy fékk 15% atkvæða og Phil Mickelson 7%. Tímarnir hafa breyst og sam- keppnin er mun meiri hjá bestu kylfingum heims. Kylfingar frá Bretlandseyjum skipa þrjú efstu sætin á heimslistanum, Englend- ingurinn Luke Donald er þar efstur, ungstirnið Rory McIllroy frá Norður-Írlandi er annar og Englendingurinn Lee Westwood er þriðji. Í dag búast sjónvarps áhorf- endur ekki við yfirburðasigrum hjá Tiger Woods – sem var nánast regla frekar en undantekning í byrjun þessarar aldar. Almenn- ingur fylgist nú með Woods til þess að sjá hvort hann sé líklegur til þess að ná fyrri getu, og sýni yfirburði sína á ný. Eitt hefur ekki breyst, það eru allir að fylgjast með Tiger Woods. Sigmundur Einar Másson, Íslandsmeistari í höggleik 2006, segir að sjálfstraustið leki af Tiger Woods eftir sigurinn um sl. helgi og það sé gott fyrir golf íþróttina að fá hann í fremstu röð á ný. „Sjálfstraust er mikill partur af þessu og meira að segja hjá þeim bestu. Mesta ógn Tigers er hann sjálfur, ég held að hann sigri ekki á Mastersmótinu en hann verður á meðal 5 efstu. Tiger Woods tekur samt einn af risa titlunum á árinu 2012. Það er erfitt að segja að hann sé sá besti sem uppi hefur verið en hann var langbestur seinasta áratug en ég efast um að einhver muni einhvern tímann ná að vera með eins mikla yfir- burði og hann var með frá 1998 til 2008,“ sagði Sig mundur Einar sem er atvinnumaður í íþróttinni og keppir fyrir GKG. Hinn 36 ára gamli Tiger Woods hefur gengið í gegnum miklar breytingar allt frá árslokum 2009. Eiginkona hans, Elin Nordgren, fór frá honum þegar upp komst um margra ára framhjáhald hans. Frá þeim tíma hefur Woods fengið nýjan mann á „pokann“ í stað hins geðþekka Stevie Williams frá Nýja-Sjálandi. Williams var aðstoðarmaður Tigers Woods á 13 af þeim 14 stórmótum sem hann hefur unnið. Woods hristi einnig upp í þjálfarateymi sínu. Fall Woods á heimslistanum var gríðarlegt en hann var í efsta sæti í lok ársins 2009 og hann fór niður í það 58. – sem er lík- lega botninn fyrir Woods. Eftir sigurinn um sl. helgi er Woods búinn að koma sér í upp í sjötta sæti heimslistans. Aðeins tíminn mun leiða í ljós hvort hann nái fyrri styrk á ný. Tiger nýtur enn gríðarlegra vinsælda Bandaríski kylfingurinn bætti enn einum titlinum í safnið eftir 30 mánaða þrautagöngu. Útlit fyrir mjög harða keppni á fyrsta stórmóti ársins. Sigurður Elvar Þórólfsson kannaði stöðuna á Tiger Woods sem andar nú ofan í hálsmálið á keppinautunum. ENDURKOMA Tiger Woods náði að vinna golfmót um sl. helgi eftir 30 mánaða bið. Bandaríski kylfingurinn ætlar sér stóra hluti á Mastersmótinu sem hefst á fimmtudaginn á Augusta-vellinum í Georgíu. Hank Haney, einn þekktasti golf-kennari veraldar, er ekki ofar- lega á jólakortalista Tiger Woods á þessu ári, og Haney er líklega bara alls ekki á þeim lista. Hinn 57 ára gamli Bandaríkja maður var þjálfari Woods á árunum 2004-2010. Á þessum tíma sigraði Woods á 6 stórmótum og vann yfir 30 mót í PGA-mótaröðinni. Haney gaf út bók í síðustu viku sem ber nafnið „The Big Miss“ og þar dregur Haney ekkert undan þar sem hann vitnar í trúnaðarsamtöl þeirra á þessum tíma. Haney er handviss um að Tiger Woods sé sá besti frá upphafi og þann kafla sé nú þegar búið að skrifa í golfsöguna. „Ég er viss um að það mun aldrei koma fram kylfingur með eins mikla hæfileika og Tiger Woods,“ sagði Haney á dögunum en hann hefur verið gagnrýndur harðlega fyrir útgáfu bókarinnar. Ekki síst af öðrum golfkennurum sem eru margir hverjir æfir yfir hegðun Haney. Að þeirra mati hefur Haney rofið trúnað við kylfing sem var „skjól- stæðingur“ hans áður. Margir líkja þessu við trúnaðarskyldu lög- fræðinga og jafnvel þagnarskyldu presta. Haney er sama um þessar skoðanir enda hefur hann ekki í hyggju að starfa á ný sem þjálfari hjá atvinnukylfingum í PGA-móta- röðinni. Hann er vell auðugur og rekur golfskóla víðs vegar um Bandaríkin. Haney hefur einbeitt sér að sjónvarpsþáttagerð um golf- kennslu á undanförnum árum. Þar er raunveruleikaþáttaröð um körfu- boltamanninn Charles Barkley það stærsta sem Haney hefur komið að – enda verkefnið nánast ómögulegt og það skilja þeir sem hafa séð Barkley sveifla golfkylfu. Nánar verður fjallað um þessa umdeildu bók í sér- blaði um Mastersmótið sem kemur út miðvikudaginn 4. apríl. Umdeild bók hjá fyrrum þjálfara Woods GOTT TEYMI Tiger Woods og Hank Han ey náðu góðum árangri á sínum tíma þegar þeir unnu saman. T iger Woods hefur á undanförnum ára-tug verið tekjuhæsti atvinnuíþrótta- maður heims. Aðeins brot af tekjum hans eru verðlaunafé á atvinnumótum. Tekjur Woods hafa hins vegar minnkað töluvert eftir að „geislabaugurinn“ var rifinn af honum í lok ársins 2009. Hann var með rétt um 8 milljarða kr. í árstekjur árið 2011 og er það um 40% lækkun frá árunum þar á undan. Rétt um 4-5 milljarðar króna farnir úr bókhaldinu. Keppinautar hans hafa hagnast gríðar- lega á vinsældum Woods. Heildarverð- launafé í PGA-mótaröðinni var 70 milljón dalir árið 1996 á fyrsta árinu sem Tiger Woods var atvinnumaður. Frá þeim tíma hefur verðlaunaféð hækkað gríðarlega og í ár skipta kylfingarnir um 300 millj- ónum dala á milli sín eða sem nemur 38 milljörðum króna og hefur þessi upphæð því hækkað um 30 milljarða króna frá árinu 1996. Hvað sem mönnum finnst um Tiger Woods þá er ljóst að án hans væri atvinnugolfið ekki eins vinsælt. 8 milljarða kr. árstekjur þrátt fyrir 40% launalækkun Kylfingurinn heitir í raun Eldrick Tont Woods. Fæddur: 30.12 desember 1975. (36 ára) Hæð: 1,85 m. Þyngd: 84 kg. Sigrar á PGA-mótaröðinni: 72. Tiger er í þriðja sæti yfir flesta sigra frá upphafi. Aðeins Sam Snead (82 sigrar) og Jack Nicklaus (73 sigrar) eru þar fyrir ofan. Sigrar á Evrópumótaröðinni: 38. Tiger er einnig í þriðja sæti yfir flesta sigra frá upphafi á Evrópumóta- röðinni. Aðeins Seve Ballesteros (50) og Bernhard Langer (42) eru fyrir ofan Tiger á þessum lista. Sigrar á stórmótum, alls 14. Er annar í röðinni á þessum lista. Aðeins Jack Nicklaus er efstur með 18 risatitla. Árangur Tigers: Mastersmótið: (‘97, ‘01, ‘02, ‘05) Opna bandaríska meistaramótið (‘00, ‘02, ‘08), Opna breska meistaramótið (‘00, ‘05, ‘06), PGA-meistaramótið (99, 00, 06, 07). TIGER WOODS ■ GRÍÐARLEG AUKNING Á VERÐLAUNAFÉ Á PGA MÓTARÖÐINNI
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.