Fréttablaðið - 31.03.2012, Page 114

Fréttablaðið - 31.03.2012, Page 114
31. mars 2012 LAUGARDAGUR74 Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. timamot@frettabladid.is Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, MARGRÉTAR FINNBOGADÓTTUR sem andaðist 3. mars síðastliðinn á Droplaugarstöðum. Valgerður I. Jóhannesdóttir Sigurður Sverrir Guðmundsson Rafnhildur R. Jóhannesdóttir Agnar Olsen Bryndís Margrét, Bjarki, Berglind og fjölskyldur Margrét, Laufey, Sigurgeir og fjölskyldur. Ástkær sambýlismaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, JÓN SIGURÐSSON Engjaseli 52, lést á Líknardeild LSH í Kópavogi 24. mars. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 2. apríl kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á minningarsjóð Karitas. Ingunn Jóna Óskarsdóttir Sigurður Jónsson Anna Elínborg Svavarsdóttir Helga Jónsdóttir Laufey Fríða Hjálmarsdóttir Ása Einarsdóttir Birgir Ernst Gíslason og barnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, TRYGGVI KARL EIRÍKSSON viðskiptafræðingur, lést miðvikudaginn 28. mars. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 10. apríl kl.13.00. Ágústa Tómasdóttir Erla Berglind Tryggvadóttir Þórður Ófeigsson Ragnhildur Ýr Tryggvadóttir Ástþór Hugi Tryggvason Jónína Margrét Þórðardóttir Steinunn Ágústa Þórðardóttir Þórdís Erla Þórðardóttir 80 ára afmæli x 2 Kæru ættingjar og vinir. Bestu þakkir til ykkar sem heiðruðu okkur hjón þann 17. mars sl. í tilefni 80 ára afmælis okkar. Sérstakar þakkir til starfsfélaga sem glöddu okkur og alla viðstadda með söng og hljóðfæraleik. Hafið öll bestu þakkir Guð blessi ykkur Sieglinde Kahmann Björnsson Sigurður Björnsson Ástkær móðir mín, tengdamóðir og amma, BIRNA ODDSDÓTTIR meinatæknir, áður til heimilis að Kleppsvegi 26, lést að Droplaugarstöðum laugardaginn 24. mars.Útförin fer fram frá Laugarneskirkju, þriðjudaginn 3. apríl kl. 13.00. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á líknarfélög. Sigríður Kristín Birnudóttir Ingvi Már Pálsson Emilía, Karítas og Lovísa Ingvadætur Þökkum auðsýnda samúð vegna andláts og útfarar föður míns, tengdaföður, afa og langafa, JÓNASAR H. HARALZ hagfræðings, Efstaleiti 12. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki hjúkrunarheimilisins Markar fyrir góða umönnun. Halldór Haralz Gyða Rafnsdóttir Belinda Ýr Albertsdóttir Atli Ólafsson Jónas Halldór Haralz Guðrún Gyða Haralz Ásdís Gyða Atladóttir Elskulegur eiginmaður minn, sonur, faðir, tengdafaðir, bróðir og afi, STEFÁN MAGNÚS BÖÐVARSSON, kennari, Lágengi 13, Selfossi, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Selfossi að kvöldi mánudagsins 26. mars. Útförin fer fram frá Selfosskirkju miðvikudaginn 4. apríl kl. 13.30. Anna Björg Þorláksdóttir Böðvar Stefánsson Arnheiður Helgadóttir Gyða Vestmann Hróðvar H. Jóhannsson Böðvar Stefánsson Agnes Þorsteinsdóttir Einar Þór Stefánsson Svavar Ingi Stefánsson Reynir E. Böðvarsson Ann Olanders Böðvarsson og barnabörn. 24 tíma vakt Davíð H. Ósvaldsson S: 896 8284 Óli Pétur Friðþjófsson S: 892 8947 Sími 551 3485 ÞEKKING –REYNSLA–ALÚÐ ÚTFA RARÞJÓNUSTA Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 www.utforin.is Allan sólarhringinn ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir Hermann Jónasson Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR SIGURÐUR A. MAGNÚSSON rithöfundur er áttatíu og fjögurra ára. „Hver ný byrjun dæmir úr leik eitthvað sem átti að endast.“ „Við höfðum allar upplifað nei kvæðar afleiðingar kynlífs hjá unglingum í okkar störfum, svo sem ótímabærar þunganir, fóstureyðingar, nauðganir og kynsjúkdóma. Því ákváðum við að taka höndum saman gegn því.“ Þetta segir Sigurlaug Hauksdóttir, yfirfélagsráð- gjafi hjá Embætti landlæknis, um for- varnarverkefnið Tölum saman – sam- skipti foreldra og unglinga um kynlíf, sem hún, Guðbjörg Edda Hermanns- dóttir félagsráðgjafi og Dagbjört Ásbjörnsdóttir mannfræðingur hafa starfrækt á eigin vegum í áratug. Allar eru þær með meistaragráður í kynheil- brigðismálum. Nýlega voru þær Sigur- laug og Guðbjörg Edda valdar félags- ráðgjafar ársins af fagfélaginu sínu þar sem lögð var áhersla á þetta frum- kvöðlastarf. Sigurlaug segir þær stöllur hafa orðið varar við það að sum ungmenni hafi á erfiðum stundum veigrað sér við að þiggja aðstoð frá foreldrum sínum. „Okkur fannst erfitt að sjá ungt fólk tvístíga við að þiggja stuðning for- eldra sinna þegar þau lentu í áföllum. Umræða um kynlíf hafði oftast ekki átt sér stað á heimilunum og þau óttuðust því viðbrögð foreldranna. Sigurlaug telur að mörg vandamál megi fyrirbyggja ef opin umræða um kynlíf unglinga væri meiri inni á heimilum, í skólum og í samfélaginu. Hún eigi þó ekki að vera formleg. „Þetta snýst meira um að foreldrar grípi boltann þegar þeir heyra eitt- hvað í útvarpinu eða lesa í blöðunum, kanna hvað krökkunum finnst og tjá sína eigin skoðun. Það hefur svo mikið að segja að þetta sé rætt eins og hvað annað í okkar lífi.“ Sigurlaug, Guðbjörg Edda og Dag- björt hafa á tíu árum haldið hátt á annað hundrað námskeið í skólum. Fræðslan samanstendur af fyrir- lestrum, hópavinnu og pallborðsum- ræðum. Þar gefst foreldrum og ung- lingum meðal annars tækifæri til að skyggnast inn í reynsluheim hvers annars. Hvernig finnst Guðbjörgu Eddu hafa til tekist á þessum tíu árum? „Við vonum að við höfum fengið einhverju áorkað. Þetta umræðuefni er oft alveg nýtt fyrir for eldrunum því yfirleitt var ekki rætt við þá um þennan málaflokk þegar þeir voru ungir. Þannig erum við í raun að gera þá að frumkvöðlum í því að rjúfa þessa aldagömlu þögn og koma með því í veg fyrir vandamál. Það er ofboðslega mikið höfðað til kyn- lífs víða í okkar samfélagi og viðhorf foreldra hefur mikið að segja um það hvernig börnin takast á við það áreiti. Krakkar þurfa umræðu um hvað sé eðlilegt og hvað ekki og hvað sé rétt og rangt. Upp til hópa eru krakkar að standa sig rosalega vel hvað þetta varðar en það skiptir máli að allir leggi sitt af mörkum.“ Sé óskað eftir fræðslunni Tölum saman er hægt að hafa samband við þær stöllur gegn um netföngin: silla- hauks@gmail.com og gudbjorgedda@ hotmail.com gun@frettabladid.is FÉLAGSRÁÐGJAFAR ÁRSINS: FRUMKVÖÐLAR Í FRÆÐSLU OG FORVÖRNUM Hafa rofið aldagamla þögn GUÐBJÖRG EDDA OG SIGURLAUG „Það er ofboðslega mikið höfðað til kynlífs víða í okkar sam- félagi og viðhorf foreldra hefur mikið að segja um það hvernig börnin takast á við það áreiti.“ FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Leikritið Pétur Gautur eftir Hendrik Ibsen var sýnt í fyrsta skipti á Íslandi þennan dag árið 1944. Leikfélag Reykjavíkur og Tónlistarfélagið stóðu að þeirri sýningu í Iðnó. Þýðingin var eftir Einar Benediktsson og leikstjóri var norska leikkonan Gerd Grieg. Lárus Pálsson lék aðalhlutverkið í verkinu, sjálfan Pétur Gaut, Gunnþórunn Hall- dórsdóttir lék Ásu móður hans og Alda Möller „þá grænklæddu“. Pétur Gautur þykir eitt af meistaraverkum Henriks Ibsens, snilldarlegur ljóðleikur um leitina að sjálfum sér, lífslygi og blekkingar. Verkið aflaði skáldinu heimsfrægð á sínum tíma. Sýningin í Iðnó þótti líka leiklistarviðburður á Íslandi og var afar vel tekið af leikhúsgestum. Leikdómendur í blöðunum luku miklu lofsorði á leikstjórn frú Grieg og töldu frammistöðu margra leikaranna með ágætum. ÞETTA GERÐIST: 31. MARS 1944 Pétur Gautur á svið á Íslandi Merkisatburðir 1863 Kona kýs í fyrsta skipti í bæjarstjórnarkosn- ingum á Íslandi. Það er maddama Vilhelmina Lever á Akureyri. 1889 Eiffelturninn er vígður. 1909 Björn Jónsson tekur við ráðherraembætti af Hannesi Hafstein. 1955 Togarinn Jón Baldvins- son strandar við Reykja- nes. Allri áhöfninni, 42 mönnum, er bjargað. 1966 Sovétríkin skjóta upp geimfarinu Luna 10 og komu því á sporbaug um tunglið. 1979 Steingrímur Hermanns- son tekur við sem for- maður Framsóknar- flokksins af Ólafi Jóhannessyni.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.