Fréttablaðið


Fréttablaðið - 31.03.2012, Qupperneq 120

Fréttablaðið - 31.03.2012, Qupperneq 120
31. mars 2012 LAUGARDAGUR80 Hvað heitir þú fullu nafni? Ég heiti fullu nafni Sunna Karítas Oktavía Torfhildur Tildurrófa Aðaldal. Ég er nefnd í höfuðið á ömmum mínum, lang ömmum og svo er ættarnafnið Aðaldal. Í minni fjölskyldu heita allir mörgum nöfnum. En ég er alltaf kölluð Skotta, þótt ég sé auðvitað ekki með skott. Ég var bara alltaf eitthvað að skottast þegar ég var lítil og svo er þetta reyndar skammstöfunin mín líka. Ertu álfur? Já! Ég kom frá álf- heimum til mannheima til að reyna að finna álfa sem höfðu horfið úr álfheimum. Það var heilmikill hasar en við Rósen- berg fundum þá að lokum. Hvað eru Gleðitíðindi? Þegar ég kom til mannheima ákvað ég að prófa að gefa út dagblað. Þá gæti ég auglýst eftir týndu álfunum. Svo fannst mér svo gaman að gefa út blað að ég hélt því bara áfram. Ég prenta það sjálf og ber það svo út. Áttu mömmu og pabba? Já og þau búa í álfheimum. Pabbi kom reyndar einu sinni í heimsókn til mín til mannheima en mamma hefur ekki enn komið. Hún vildi alls ekki að ég flytti til mann- heima en núna er hún búin að sjá að það fer bara vel um mig hér. Svo get ég alltaf farið í heim- sókn heim til álfheima þegar mig langar. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Að eignast nýja vini, syngja og dansa, gefa út Gleðitíð- indi, fara í gönguferðir, baka og ferðast. Mér finnst reyndar næst- um því allt skemmtilegt nema kannski að vera of lengi ein. Hver er uppáhalds maturinn þinn? Góðgæti er uppáhalds maturinn minn. Það er samt eigin lega ekki beinlínis matur heldur smákökur. Mér finnst hundasúrur líka dásamlega góðar. Ertu dugleg að bursta í þér tennurnar? Já og ég geri það tvisvar á dag. Ég bursta sér- staklega vel þegar ég er búin að borða góðgæti. Af hverju hlærðu svona mikið? Því mér finnst það svo gaman og mér líður svo vel á eftir. Það er allt svo skrítið og skemmti- legt hér í mannheimum að það er nóg til að hlæja að. Svo elska ég brandara sem engum öðrum finnst vera fyndnir. Hver finnst þér fyndnastur af öllum? Pabbi minn er óskap- lega fyndinn og honum finnst líka lélegir brandarar fyndnir. Rósenberg er reyndar mjög fyndinn en það er ekki alltaf viljandi. Er Rósenberg besti vinur þinn? Já, ætli það ekki bara. Mér þykir óskaplega vænt um hann og ég sakna hans alltaf þegar hann þarf að skreppa til álfheima. Hvernig getið þið látið ykkur hverfa? Við notum bláa vegginn til að fara til álfheima. Við leggjum lófann á vegginn, hugsum heim og segjum svo „HEIM!“ og þá hverfum við. Þetta eru ekki beinlínis töfrar heldur virkar þetta bara svona. Hvað ætlar þú að gera í sumar? Við Rósenberg ætlum í sumarfrí til álfheima. Ég hlakka mikið til að heimsækja alla vini mína, syngja mikið og dansa og borða góðan mat. Ég hlakka mest til að fá hundasúrusalatið hennar mömmu og röndóttan safa að drekka með, og að fá góðgæti hjá ömmu. Rósenberg ætlar að lesa rosalega margar bækur og drekka helling af kaffi. Svo komum við aftur í haust því ég þarf að sinna nýja starfinu mínu sem konsúll álfa í mannheimum. krakkar@frettabladid.is 80 Við notum bláa vegginn til að fara til álf heima. Við leggjum lófann á vegginn, hugsum heim og segjum svo „HEIM! Una Margrét Reynisdóttir Þú getur sent brandara til krakkar@frettabladid.is SKRÝTIÐ OG SKEMMTI- LEGT Í MANNHEIMUM Álfinn Skottu og vin hennar Rósa þekkja margir krakkar úr Stundinni okkar. Skottu finnst gaman að eignast nýja vini, syngja og dansa og veit fátt betra en að borða hundasúrusalat hjá mömmu sinni og fá sér röndóttan safa að drekka með. BESTU VINIR Hér er hún Skotta með besta vini sínum, honum Rósa. MYND/ÓLÖF ERLA LEIKFÉLAG HVERAGERÐIS frumsýnir leikritið Lína Langsokkur eftir Astrid Lindgren í Austurmörk 23 í Hveragerði klukkan 14 á morgun. Þýðingin er eftir Þórarin Eldjárn, tónlist er eftir Georg Riedel og leikstjóri er Sigurgeir Hilmar Friðþjófsson. Önnur sýning verður á skírdag. Á Vísi er hægt að horfa myndskreyttan upplest úr þessum sígildu ævintýrum. Hlustaðu á Dísu ljósálf og Alfinn álfakóng á Vísi á ur Ævintýrið um Dísu ljósálf kom fyrst út á íslensku árið 1928 í þýðingu Árna Óla og hefur margsinnis verið endurprentað. Dísa ljósálfur er ein klassískra sagna hollenska meistarans G.T. Rotman, sem fylgt hafa íslenskum börnum í tugi ára. Aldur: 10. Í hvaða skóla ertu? Austurbæjar- skóla. Í hvaða stjörnumerki ertu? Ég er fiskur. Áttu happatölu? Happatalan min er 2 af því ég fæddist 22.02 árið 2002. Helstu áhugamál? Sund og píanó eru áhugamálin mín og mér finnst gaman að fara á skíði og fara í reiðtúra. Svo fer ég oft í leikhúsið. Eftirlætissjónvarpsþáttur: Heim- skautin köldu. Besti matur: Besti matur í heimi er sushi. Eftirlætisdrykkur: Gojiberjasafi. Hvaða námsgrein er í upp- áhaldi? Stærðfræði og íslenska. Áttu gæludýr? Ég á tvo ketti þau heita Brandur og Læða. Læða er móðir Brands. Skemmtilegasti dagurinn og af hverju: Laugardagur af því þá á ég svo mikinn tíma með fjöl- skyldunni og ég fer á sundæfingu á morgnana. Eftirlætistónlistarmaður/hljóm- sveit: Páll Óskar. Uppáhaldslitur: Ljósblár. Hvað gerðirðu síðasta sumar? Í byrjun sumarsins fór ég til Spánar með pabba mínum og fóstur- mömmu. Síðan fór ég á ættar- mót á Austurlandi með mömmu minni. Þar fór ég í fjallgöngu. Ég fór líka á heimavistarreiðnámskeið í Geldinga holti vestra. Skemmtilegasta bók sem þú hefur lesið: Dagbók Ólafíu Arndísar. Hvað ætlarðu að verða þegar þú ert orðin stór? Dýralæknir, ég hef mikinn áhuga á dýrum. Elli: „Mamma! Við fáum fullt af jólaskrauti fyrir næstu jól.“ Mamma: „Af hverju segirðu það, Elli minn?“ Elli: „Ég tók allar jólakúlurnar af jólatrénu og sáði þeim.“ Mamma: „Þvílíkur hávaði! Um hvað eruð þið nú ósammála?“ Elli: „Ekkert. Við erum alveg sammála. Frikki vill fá stærsta eplið og ég líka.“ Kennarinn: „Hverjar eru þrjár helstu hátíðirnar?“ Nemandinn: „Jól, páskar og − og …“ Kennarinn: „Og hvað?“ Nemandinn: „Og veikindi kennarans.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.