Fréttablaðið - 31.03.2012, Side 128
31. mars 2012 LAUGARDAGUR88
popp@frettabladid.is
HEILSA Bandarískir vísindamenn
telja sig hafa fundið lyf sem eykur
brennslu og er ætlað fólki sem þjá-
ist af offitu. Lyfið, sem hefur áhrif
á líkamsklukku fólks, gæti einnig
hjálpað einstaklingum er þjást af
háu kólesteróli og sykursýki.
Lyfið samanstendur af tilbúnum
sameindum sem hafa bein áhrif
á líkamsklukku þeirra er neyta
þess. Líkaminn hægir á brennslu
að nóttu til en sé lyfsins neytt helst
hún óbreytt allan sólarhringinn.
Lyfið var prófað á feitum
músum og grenntust þær allar
þrátt fyrir að fá óbreytta fæðu.
Að auki minnkuðu líkurnar á háu
kólesteróli hjá músunum og sykur-
sýki minnkaði um 12 prósent.
„Áhrifin hafa verið mjög jákvæð
fram að þessu,“ sagði Thomas
Burris, prófessor hjá Scripps
Research Institute í Flórída, þar
sem rannsóknirnar voru gerðar.
Vísindamenn rann-
saka lyf gegn offitu
LYF GEGN OFFITU Vísindamenn telja sig hafa fundið lyf sem eykur brennslu og er
ætlað fólki sem þjáist af offitu. NORDICPHOTOS/GETTY
TÍSKA Tískukeðjan H&M hefur
tilkynnt nafnið á nýrri og dýrari
„lúxus“ línu sinni. Sænska dag-
blaðið Dagens Nyheter segir nafnið
á línunni vera & Other Stories.
Talsmaður H&M segist þó ekki
vilja kalla nýju línuna lúxus-merki
þó gæði hönnunarinnar verði
meiri en hjá H&M og fötin dýrari
eftir því. „Þetta verður verslunar-
keðja sem hefur sömu markmið og
H&M; að veita viðskiptavininum
okkar besta verð miðað við gæði,“
var haft eftir talsmanni H&M.
Nýja keðjan
fær nafn
TÆKNI Orðrómur er uppi um að
fjórða útgáfan af leikjatölvunni
Playstation frá Sony eigi að heita
Orbis og sé væntanleg í búðir á
næsta ári. Menn telja að þessi
nýjasta útgáfa muni tengjast Vita-
kerfinu og að ekki verði hægt að
spila leikina í öðrum leikja tölvum.
Ekki verður heldur hægt að spila
PS3-leiki í tölvunni. Að sögn BBC
hafa forsvarsmenn Sony ekki
viljað staðfesta neitt en ljóst er að
spennan fyrir tölvunni er mikil
víða um heim.
Playstation 4
á næsta ári?
NÝTT MERKI Sænski tískurisinn ætlar
að koma á laggirnar nýju og dýrara
fatamerki. NORDICPHOTOS/GETTY
Keppni um nördalegasta
húðflúr Íslands var haldin
á vegum Nörda norðurs-
ins og Bleksmiðjunnar, á
Face book-síðu þeirra fyrr-
nefndu. 69 myndir af nörda-
legu flúri bárust í keppnina.
„Þetta var nú bara gert í einni
lotu, en ég sat í stólnum frá svona
11.30 til 17 með smá pásum,“ segir
Oddur Gunnarsson Bauer um húð-
flúr sitt af Skull Kid, úr tölvu-
leikjaseríunni Zelda, sem vann
keppnina.
Keppnin fólst í því að fá sem
flest meðmæli á Facebook-síðunni
Nörd Norðursins og Oddur og
einn annar keppandi, Andri Már,
báru höfuð og herðar yfir aðra í
keppninni. Þeir náðu báðir vel yfir
1000 meðmælum meðan aðrir voru
að fá frá 18 upp í rúmlega 400. „Ég
og vinir mínir vorum duglegir að
deila síðunni á Facebook og hvetja
fólk til að kjósa. Það er nú yfirleitt
þannig sem svona keppnir virka,“
segir Oddur um sigurinn. Það
var Sigrún á Bleksmiðjunni sem
gerði flúrið. Óskar Hallgrímsson,
ljósmyndari og nemi í grafískri
hönnun, skartar mynd af Albert
Einstein yfir helming hægri hand-
leggs. Það var valið nördalegasta
flúrið af dómnefnd sem samanstóð
af fulltrúum frá Nördum norðurs-
ins og Bleksmiðjunni. „Ég er mikill
áhugamaður um eðlisfræði, vísindi
og mannleg gæði og að mínu mati
persónugerir Einstein þessa hluti,“
segir Óskar. Hann hannaði flúrið
sjálfur í samvinnu við Jón Þór
Ísberg á Kingdom Within Tattoo
Studio. „Þetta tók ein fimm eða sex
skipti en er sama og tilbúið núna.
Ég ætla reyndar að bæta við mynd
af Richard Feynman á hand legginn
en hann er hinn uppáhaldseðlis-
fræðingurinn minn,“ segir Óskar.
Óskar er flúraður víða um
líkamann og er meðal annars með
tvær ljósmyndir eftir sig flúraðar á
bakið. „Þær eru báðar af mönnum
í New York. Annar er göturóni
og mig grunar sterklega að hinn
sé mafíósi,“ segir Óskar sem er
hvergi nærri hættur að leggjast
undir nálina. tinnaros@frettabladid.is
Nördalegustu húðflúr Íslands fundin
NÖRDAR
Mynd af Albert
Einstein þekur
hálfan handlegg
Óskars Hall-
grímssonar, en
eins og sjá má
er mikil hugsun
á bak við hana.
Meðal þess sem
sjá má í flúrinu
eru teningar með
tölunum 3, 1 og 4,
atóm og stjörnu-
himininn. Oddur
Gunnarsson
Bauer er með
nokkur flúr fyrir
utan myndina af
Skull kid sem er á
upphandleggnum.
Þar á meðal er
setningin „Am I
really living, or am
I just dying“ úr lagi
með Trúbrot húð-
flúruð um hálsinn
á honum.
lifsstill@frettabladid.is
88
EIGA AÐ HÆTTA Á PILLUNNI Vísindamenn hjá Stirling-háskólanum mæla með að konur hætti á pill-
unni til að komast að því hvaða hug þær beri í raun til maka síns. Rannsóknir sýna fram á að konur sem eru á
getnaðarvarnapillunni séu líklegri til að dvelja lengur í óhamingjusömum samböndum en þær sem eru það ekki.