Fréttablaðið - 31.03.2012, Page 128

Fréttablaðið - 31.03.2012, Page 128
31. mars 2012 LAUGARDAGUR88 popp@frettabladid.is HEILSA Bandarískir vísindamenn telja sig hafa fundið lyf sem eykur brennslu og er ætlað fólki sem þjá- ist af offitu. Lyfið, sem hefur áhrif á líkamsklukku fólks, gæti einnig hjálpað einstaklingum er þjást af háu kólesteróli og sykursýki. Lyfið samanstendur af tilbúnum sameindum sem hafa bein áhrif á líkamsklukku þeirra er neyta þess. Líkaminn hægir á brennslu að nóttu til en sé lyfsins neytt helst hún óbreytt allan sólarhringinn. Lyfið var prófað á feitum músum og grenntust þær allar þrátt fyrir að fá óbreytta fæðu. Að auki minnkuðu líkurnar á háu kólesteróli hjá músunum og sykur- sýki minnkaði um 12 prósent. „Áhrifin hafa verið mjög jákvæð fram að þessu,“ sagði Thomas Burris, prófessor hjá Scripps Research Institute í Flórída, þar sem rannsóknirnar voru gerðar. Vísindamenn rann- saka lyf gegn offitu LYF GEGN OFFITU Vísindamenn telja sig hafa fundið lyf sem eykur brennslu og er ætlað fólki sem þjáist af offitu. NORDICPHOTOS/GETTY TÍSKA Tískukeðjan H&M hefur tilkynnt nafnið á nýrri og dýrari „lúxus“ línu sinni. Sænska dag- blaðið Dagens Nyheter segir nafnið á línunni vera & Other Stories. Talsmaður H&M segist þó ekki vilja kalla nýju línuna lúxus-merki þó gæði hönnunarinnar verði meiri en hjá H&M og fötin dýrari eftir því. „Þetta verður verslunar- keðja sem hefur sömu markmið og H&M; að veita viðskiptavininum okkar besta verð miðað við gæði,“ var haft eftir talsmanni H&M. Nýja keðjan fær nafn TÆKNI Orðrómur er uppi um að fjórða útgáfan af leikjatölvunni Playstation frá Sony eigi að heita Orbis og sé væntanleg í búðir á næsta ári. Menn telja að þessi nýjasta útgáfa muni tengjast Vita- kerfinu og að ekki verði hægt að spila leikina í öðrum leikja tölvum. Ekki verður heldur hægt að spila PS3-leiki í tölvunni. Að sögn BBC hafa forsvarsmenn Sony ekki viljað staðfesta neitt en ljóst er að spennan fyrir tölvunni er mikil víða um heim. Playstation 4 á næsta ári? NÝTT MERKI Sænski tískurisinn ætlar að koma á laggirnar nýju og dýrara fatamerki. NORDICPHOTOS/GETTY Keppni um nördalegasta húðflúr Íslands var haldin á vegum Nörda norðurs- ins og Bleksmiðjunnar, á Face book-síðu þeirra fyrr- nefndu. 69 myndir af nörda- legu flúri bárust í keppnina. „Þetta var nú bara gert í einni lotu, en ég sat í stólnum frá svona 11.30 til 17 með smá pásum,“ segir Oddur Gunnarsson Bauer um húð- flúr sitt af Skull Kid, úr tölvu- leikjaseríunni Zelda, sem vann keppnina. Keppnin fólst í því að fá sem flest meðmæli á Facebook-síðunni Nörd Norðursins og Oddur og einn annar keppandi, Andri Már, báru höfuð og herðar yfir aðra í keppninni. Þeir náðu báðir vel yfir 1000 meðmælum meðan aðrir voru að fá frá 18 upp í rúmlega 400. „Ég og vinir mínir vorum duglegir að deila síðunni á Facebook og hvetja fólk til að kjósa. Það er nú yfirleitt þannig sem svona keppnir virka,“ segir Oddur um sigurinn. Það var Sigrún á Bleksmiðjunni sem gerði flúrið. Óskar Hallgrímsson, ljósmyndari og nemi í grafískri hönnun, skartar mynd af Albert Einstein yfir helming hægri hand- leggs. Það var valið nördalegasta flúrið af dómnefnd sem samanstóð af fulltrúum frá Nördum norðurs- ins og Bleksmiðjunni. „Ég er mikill áhugamaður um eðlisfræði, vísindi og mannleg gæði og að mínu mati persónugerir Einstein þessa hluti,“ segir Óskar. Hann hannaði flúrið sjálfur í samvinnu við Jón Þór Ísberg á Kingdom Within Tattoo Studio. „Þetta tók ein fimm eða sex skipti en er sama og tilbúið núna. Ég ætla reyndar að bæta við mynd af Richard Feynman á hand legginn en hann er hinn uppáhaldseðlis- fræðingurinn minn,“ segir Óskar. Óskar er flúraður víða um líkamann og er meðal annars með tvær ljósmyndir eftir sig flúraðar á bakið. „Þær eru báðar af mönnum í New York. Annar er göturóni og mig grunar sterklega að hinn sé mafíósi,“ segir Óskar sem er hvergi nærri hættur að leggjast undir nálina. tinnaros@frettabladid.is Nördalegustu húðflúr Íslands fundin NÖRDAR Mynd af Albert Einstein þekur hálfan handlegg Óskars Hall- grímssonar, en eins og sjá má er mikil hugsun á bak við hana. Meðal þess sem sjá má í flúrinu eru teningar með tölunum 3, 1 og 4, atóm og stjörnu- himininn. Oddur Gunnarsson Bauer er með nokkur flúr fyrir utan myndina af Skull kid sem er á upphandleggnum. Þar á meðal er setningin „Am I really living, or am I just dying“ úr lagi með Trúbrot húð- flúruð um hálsinn á honum. lifsstill@frettabladid.is 88 EIGA AÐ HÆTTA Á PILLUNNI Vísindamenn hjá Stirling-háskólanum mæla með að konur hætti á pill- unni til að komast að því hvaða hug þær beri í raun til maka síns. Rannsóknir sýna fram á að konur sem eru á getnaðarvarnapillunni séu líklegri til að dvelja lengur í óhamingjusömum samböndum en þær sem eru það ekki.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.