Fréttablaðið - 31.03.2012, Page 142

Fréttablaðið - 31.03.2012, Page 142
31. mars 2012 LAUGARDAGUR102 PERSÓNAN Bæjarlind 16 - Kópavogur - Sími 553 7100 - www.linan.is opið mánudaga til föstudaga 12 - 18 laugardaga 11 - 16 svefnpláss fyrir 2 140x200 cm svefnpláss fyrir 2 140x200 cm einfalt og fljótlegt að breyta í rúm - extra þykk og góð springdýna einfalt og fljótlegt að breyta í rúm - góð springdýna SUPREME RECAST deluxe kr. 169.800 kr. 149.800 DAGUR & NÓTT Söngkonan Þórunn Antonía Magn- úsdóttir hyggst gefa út sína aðra sólóplötu í upphafi sumars. Hún var aðeins átján ára gömul þegar hún sendi frá sér sína fyrstu sólóplötu. Þórunn Antonía vinnur plötuna í samstarfi við tónlistarmennina Davíð Berndsen, Hermigervil og Friðfinn Oculus Sigurðsson og segir hún tónlistina dansvæna með vott af áhrifum frá níunda áratugnum. „Davíð býr úti í Portúgal og þess vegna mætti segja að við höfum átt í fjarsambandi síðustu mánuði. Við sendum hvort öðru hugmyndir og vinnum tónlistina þannig í sam- einingu. Ég er með sannkallað dans- tónlistar-stjörnuteymi á bak við mig við gerð plötunnar,“ útskýrir Þór- unn. Hún hefur unnið að gerð plötunn- ar undanfarið ár og vonast til þess að klára upptökur á henni í maí. Aðspurð segist hún ekki enn hafa ákveðið nafn á væntanlegri plötu en að vinnuheiti hennar sé Falling In Love eftir fyrsta laginu sem fór í spilun. Þórunn segist spennt fyrir útgáf- unni og kvíðir ekki gagnrýni. „Ég er aðallega spennt og lítið stress- uð. Lögin sem hafa farið í spilun hafa fengið góðar viðtökur og það róar taugarnar. Svo er maður líka kominn með þykkan skráp eftir öll þessi ár í bransanum og veit að maður getur ekki glatt alla. Um leið og maður fer að reyna það þá er maður kominn út í vitleysu,“ segir söngkonan. Þórunn mun koma fram í tengslum við RFF núna um helgina auk þess sem hún mun spila á Aldrei fór ég suður og AK Extreme. - sm Vinnur með stjörnuteymi GEFUR ÚT AÐRA SÓLÓPLÖTU Söngkonan Þórunn Antonía Magnúsdóttir hyggst gefa út sína aðra sólóplötu í byrjun sumars. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI „Við Bubbi erum orðnir mestu mátar, hann kall- aði mig allavega elskuna sína í morgun,“ segir kvikmyndagerðarmaðurinn Árni Sveinsson sem er að leggja lokahönd á heimildarmynd um tónlistarmanninn. Heimildarmyndin fylgir með nýjustu plötu Bubba sem er væntanleg með vorinu, en þar er fylgst með upptökuferli plötunnar. Árni hefur því fylgt Bubba eftir síðustu þrjár vikurn- ar. „Ég er búinn að vera eins og fluga á vegg hjá Bubba undanfarið og þetta hefur verið skemmtilegt ferli,“ segir Árni en myndin hefur ekki enn þá fengið nafn. Myndin er tæpur klukkutími á lengd og í henni kemur Mugison fram meðal annarra, en hann og Bubbi syngja saman lagið Þorpið sem er á plötunni. „Ég er mjög ánægður með útkom- una, þetta er alvöru stöff,“ segir Árni. Árni segist ekki vera neinn sérstakur Bubba- aðdáandi en hann ber hins vegar mikla virðingu fyrir tónlistarmanninum. „Ég get ekki sagt að ég sé beint aðdáandi en ég kann mjög vel að meta tónlistina hans. Það er einmitt fyndið að segja frá því að platan Sögur af landi er fyrsta platan sem ég fékk í jólagjöf,“ segir hann. „Í myndinni sjáum við aftur sagnamann- inn Bubba og ég á von á því að þessi plata verði sú sem aðdáendur Bubba hafa verið hvað mest að bíða eftir. Það má segja að Bubbi sé að snúa aftur til upprunans,“ segir Árni sem beið spenntur eftir sím- tali frá Bubba sem var að fara að sjá myndina í fyrsta sinn í gær. „Það er vonandi að þetta leggist vel í hann og að við verðum enn þá góðir mátar á morg- un.“ - áp Árni Sveins eins og fluga á vegg hjá Bubba SAGNAMAÐURINN BUBBI Árni Sveinsson segir Bubba leita til upprunans í nýju plötunni og ber plötuna saman við Sögur af landi sem kom út 1990. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI „Þessi tvö nöfn, Kaleb og Joshua, hafa verið mér huglæg mjög lengi og það var í febrúar sem ég lét verða af þessu og breytti nafninu í tengslum við mínar lífsskoðanir,“ segir trúbadorinn og kabbalistinn Kaleb Joshua sem hét áður Her- mann Ingi Hermannsson. Hann byrjaði að kynna sér kabbalah-fræðin fyrir fimm árum og í fyrra opnaði hann fyrstu mið- stöð kabbalah á Íslandi á Laugaveg- inum en tæplega fimmtíu kabbalist- ar eru virkir hér á landi. Tónlistarferillinn hófst aftur á móti fyrir löngu eða þegar hann var unglingur í Vestmannaeyjum. Um 25 ár eru liðin síðan hann steig sín fyrstu skref sem trúbador og eftir það hefur hann spilað víða um land nánast hverja einustu helgi við góðar undirtektir. Flestir þekkja hann undir nafn- inu Hermann Ingi trúbador og því kom það flatt upp á marga þegar hann breytti nafninu sínu í þjóð- skrá í Kaleb og hóf að koma fram undir því nafni. „Þetta er búinn að vera smá aðlögunartími og fólk þarf að venjast þessu smám saman,“ segir Kaleb og viðurkenn- ir að breytingin hafi vakið athygli. „Ég fæ mikið af spurningum eins og „Hvaðan ertu?“ því fólk heldur að ég sé útlendingur.“ Aðspurður segist hann ekki hafa fundið fyrir fordómum í sinn garð. „Það er kannski einhver hópur af fólki sem er meira tengdur manni sem var vanur hinu nafninu og skil- ur ekki af hverju ég var að skipta um nafn.“ Hluti af ákvörðuninni er sú að Kaleb vildi með því draga sjálfan sig fram í dagsljósið sem tónlistar- mann. Hann bar sama nafn og faðir hans sem var söngvari í Logum og stofnandi Papanna. „Maður hefur ekki fengið að njóta sín algjörlega sem maður sjálfur því fólk er allt- af að bera okkur saman. Við erum líkir að mörgu leyti en ekki tónlist- arlega séð. Þetta gefur mér tæki- færi til að koma fram með nýtt efni á mínum forsendum.“ Kaleb segir það mesta furðu hve pabbi hans tók nýja nafninu vel. „Ég hafði mestar áhyggjur af því að segja honum frá þessu en hann hafði góðan skilning á þessari breytingu.“ Hann segir kabbalah ekki vera trúarbrögð heldur andlega tækni- fræði. „Þetta eru leiðbeiningar um hvernig þú getur dregið fram það besta í lífi þínu. Þú ert að fá vitn- eskju um hvernig kerfið virkar og það getur veitt þér ákveðið for- skot,“ segir Kaleb. freyr@frettabladid.is KALEB JOSHUA: FÓLK HELDUR AÐ ÉG SÉ ÚTLENDINGUR Hermann Ingi trúbador heitir núna Kaleb Joshua Stjörnurnar Madonna, Mick Jagger, Beckham-hjónin, Demi Moore, Ant- hony Kiedis úr Red Hot Chili Peppers, Britney Spears, Stella McCartney, Naomi Campell og Gwyneth Paltrow aðhyllast allar Kabbalah-fræðin. HEIMSÞEKKTIR KABBALISTAR FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI NÝTT NAFN Trúbadorinn og kabbalistinn Kaleb Jos- hua breytti nafninu sínu fyrir skömmu. Sigrún Daníelsdóttir. Aldur: 36 ára. Starf: Sálfræð- ingur. Foreldrar: Inga Norðdahl svæðanuddari og Daníel Þórarins- son skógræktar- nemi. Fjölskylda: Maðurinn heitir Birgir Þórarinsson, tónlistarmaður og meistaranemi í hagfræði, og börnin heita Silja Sóley, Rökkvi og Pétur Hrafn. Búseta: Reykjavík. Stjörnumerki: Tvíburi. Sigrún er formaður íslenskra baráttusam- taka um líkamsvirðingu.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.