Heimilisritið - 01.09.1945, Page 15
í burtu. Clark var farinn að
leika örlítil aukahlutverk, þeg-
ar símskeyti kom og hann var
kallaður heim. Stjúpmóðir hans
lá fyrir. dauðamun. Hann kom
iheim fáeinum tímum áður en
hún tók andvörpin. Honum
hafði þótt ákaflega vænt um
hana. í fyrsta sinn komst hann
í kynni við hryggðina yfir ó-
bætanlegum missi.
Faðir hans hafði nú fengið
nóg af búskapnum, nóg af þess-
<um sorgarstað. Hann hafði allt-
af kosið olíuvinnsluna fremur en
plæginguna. Nú höfðu fundist
olíulindir í Oklohama. Hann á-
kvað að fara þangað ásamt
Clark.
Clark var á öðru máli: „Mig
langar til að fara aftur í leik-
húsið“, sagði hann. En nú var
enginn lengur til að tala máli
hans, og í þetta skipti réði faðir
hans. Þeir fóru til olíusvæð-
anna.
Krossgötur
í tvö ár vann hann sem verk-
færavörður og fékk tólf dollara
í kaup á viku. Á meðan hann
vann kauplaust í leikhúsinu
hafði hann verið ánægðari. Svo
var það kvöld eitt, í kofanum
sem hann bjó í með föður sín-
um, að hann rak endahnútinn á
það.
„Nú fer ég, pabbi“, sagði
Clark. Andmæli föðursins voru
þýðingarlaus. Nú var hann orð-
inn nítján ára — fulltáða
karlmaður, ákveðinn og vilja-
sterkur. Að lokum varð faðir
hans að láta í minni pokann
fyrir Clark.
„Ef þig langar til að verða
amlóði allt þitt líf, þá get ég
víst ekki bjargað þér frá því
að fara í hundana“.
Þeir skildu ósáttir — annar
ætlaði að hal<Ia áfram olíu-
vinnslunnni, en hinn lagði á
hina óvörðuðu braut sína.
Þá tóku við ár óvissu —
næstum vonleysis.
í Kansas City komst hann í
þriðja flokks umferðaleikflokk.
Með honum ferðaðist hann um
tíma. í bæ einum í Montana-
fylki stóð hann svo loks allslaus
uppi og þá munaði litlu að hann
gæfist alveg upp. Vonlaus
og peningalaus fór hann inn í
símstöð, skrifaði símskeyti til
föður síns, og hann bað hlann
um að senda sér peninga fyrir
fargjaldi til baka til Oklohamia.
Hann einblíndi á skeytið litla
stund, svo kreisti hann það í
lófa sínum og henti því í papp-
írskörfuna. Hann ráfaði um göt-
umar þar til hann kom að járn-
brautarstöðinni. Þar gat hann
laumast inn í vöruflutninga-
vagn og í honum ferðaðist hann
til Portland, en þar hafði hann
EZIMH TSRITIÐ
13