Heimilisritið - 01.09.1945, Qupperneq 15

Heimilisritið - 01.09.1945, Qupperneq 15
í burtu. Clark var farinn að leika örlítil aukahlutverk, þeg- ar símskeyti kom og hann var kallaður heim. Stjúpmóðir hans lá fyrir. dauðamun. Hann kom iheim fáeinum tímum áður en hún tók andvörpin. Honum hafði þótt ákaflega vænt um hana. í fyrsta sinn komst hann í kynni við hryggðina yfir ó- bætanlegum missi. Faðir hans hafði nú fengið nóg af búskapnum, nóg af þess- <um sorgarstað. Hann hafði allt- af kosið olíuvinnsluna fremur en plæginguna. Nú höfðu fundist olíulindir í Oklohama. Hann á- kvað að fara þangað ásamt Clark. Clark var á öðru máli: „Mig langar til að fara aftur í leik- húsið“, sagði hann. En nú var enginn lengur til að tala máli hans, og í þetta skipti réði faðir hans. Þeir fóru til olíusvæð- anna. Krossgötur í tvö ár vann hann sem verk- færavörður og fékk tólf dollara í kaup á viku. Á meðan hann vann kauplaust í leikhúsinu hafði hann verið ánægðari. Svo var það kvöld eitt, í kofanum sem hann bjó í með föður sín- um, að hann rak endahnútinn á það. „Nú fer ég, pabbi“, sagði Clark. Andmæli föðursins voru þýðingarlaus. Nú var hann orð- inn nítján ára — fulltáða karlmaður, ákveðinn og vilja- sterkur. Að lokum varð faðir hans að láta í minni pokann fyrir Clark. „Ef þig langar til að verða amlóði allt þitt líf, þá get ég víst ekki bjargað þér frá því að fara í hundana“. Þeir skildu ósáttir — annar ætlaði að hal<Ia áfram olíu- vinnslunnni, en hinn lagði á hina óvörðuðu braut sína. Þá tóku við ár óvissu — næstum vonleysis. í Kansas City komst hann í þriðja flokks umferðaleikflokk. Með honum ferðaðist hann um tíma. í bæ einum í Montana- fylki stóð hann svo loks allslaus uppi og þá munaði litlu að hann gæfist alveg upp. Vonlaus og peningalaus fór hann inn í símstöð, skrifaði símskeyti til föður síns, og hann bað hlann um að senda sér peninga fyrir fargjaldi til baka til Oklohamia. Hann einblíndi á skeytið litla stund, svo kreisti hann það í lófa sínum og henti því í papp- írskörfuna. Hann ráfaði um göt- umar þar til hann kom að járn- brautarstöðinni. Þar gat hann laumast inn í vöruflutninga- vagn og í honum ferðaðist hann til Portland, en þar hafði hann EZIMH TSRITIÐ 13
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heimilisritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.