Heimilisritið - 01.07.1947, Page 5

Heimilisritið - 01.07.1947, Page 5
*■? r^ristian mster, yngri. sem sé að þynnast. Hvorugur bræðra hennar hafði tilheyi-t klík- unni, þvert á móti, þeir voru and- stæðingar hennar og hún átti í ei- lífum erjum við þá. Nú, þegar hún fékk sumarleyfið, voru meðlimir klíkunnar dreifðir út um allt land, eða þeir höfðu þegar tekið sumar- leyfi. Þá vissi hún ekki hvað hún átti af sér að gera, raðaði niður í bakpokann sinn og fór til Jötun- heima og lenti í fjallaskálanum. Og hér var sem sé hræðilegt að vera. Þeir höfðu strax reynt að fá hana í hópinn, því hún var falleg. En hún hafði bitið þá af sér og þeir höfðu ekki reynt við hana aft- ur. Nú sat hún hér við gluggann, grönn og áberandi hnarreist og það stafaði kaldri birtu af reglulegu andlitinu með sterku, gráu augun- um. Hárið var ljóst, andlitið hold- grannt eftir hvíldarlausan bóklest- ur og of lítinn svefn, klíkan kom saman á kvöldin og hélt hópinn þar til langt var liðið á nótt, og þá fór hún að lesa lög fram á morgnana. Andlitsvipurinn var fremur þunglyndislegur, árin höfðu gert hann þannig, hún varð að vinna fyrir sér sjálf og vildi þó ná þrófi. Þeim hafði tekizt það hinum, ein vinstúlka hennar gifti sig og varð samt sem áður lektor, önnur hélt áfram lyffræðinámi eft- ir að hún giftist. Þær giftu sig all- ar. Það var í rauninni dálítið und- arlegt, hvað þeir höfðu sniðgengið hana, vinir hennar; ekki svo að skilja, að það særði bana. Þeir sýndu henni í rauninni miklu meiri virðingu, gerðu sér ekki eins dælt við hana og við 'kynsystur hennar aðrar, sem þeir tóku sér líka að eiginkonum. Hún var þó jafn frjálslynd og teprulaus i skoð- unum og þær. Einn vina hennar hafði kallað hana Jómfrúna frá Orleans, brátt var hún aðeins köll- uð Jómfrúin. Einu sinni hafði hún sagt í gremju sinni: „Ég verð víst að fara að gifba mig svo þetta upp- nefni festist ekki við mig“. Þeir hlógu, en þeir tóku hana ekki al- varlega. Og nú sat hún einmana við HEIMILISRITIÐ 3

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.