Heimilisritið - 01.07.1947, Qupperneq 7

Heimilisritið - 01.07.1947, Qupperneq 7
leiddist; því hún hafði fleiprað um eitthvað þvílikt þegar þau heils- uðust. Og hann svaraði: „Ég fer héðan snemma í fyrramálið, — og þarf að fara lengra inn í hálendið“. — ,Ójá — já, þér ætlið auðvitað lengra“, sagði hún vonsvikin og hugsaði, kannski er hann ek'ki ást- fanginn af mér lengur. Ef til vill hefur hann kvnnst annarri. Og hún spurði hann kuldalega, hvort 'hann væri enn jafn hrifinn af Mussolini — „sem er svo einstæð- ur snillingur, að hann getur látið járnbrautarlestirnar koma og fara stundvíslega". Hann beit frá sér og þjarmaði dálítið að henni með þekkingu sinni á þessum málum, fannst honum, en lét svo Mussolini liggja á milli hluta og spurði, hvers vegna hún færi ekki lengra upp í fjöllin, næsti skáli væri miklu vist- legri. Hún sagðist vera óvön fjallgöngum og gæti ekki slegizt í för með hverjum sem væri. „Þér gætuð slegizt í för með mér“, hann var mjóróma þegar hann sagði það. Hún þakkaði, hún hafði eiginlega ekki ætlað sér lengra, en úr því hann stakk upp á því ... Ojá, hugsaði hann, hann hafði nú eig- inlega verið tilneyddur að stinga upp á því, en ef til vill ... Það er skrítið, að hann skuli ekki vera ástfanginn af mér lengur, hugsaði hún, það gerir mér miklu léttara fyrir ... Og þau ræddu í bróðerni um sameiginlega kunningja sína og rifust dálítið um stjórnmál. Þau ákváðu að leggja af stað klukkan sex næsta morgun. III. Það var bjartviðri, en vott um, og það glampaði og glitraði á fjall- ið í sólskininu, — grágrænt víði- kjarr, dökkar fjallshlíðar, hvítar fann'breiður. Það tók að halla á fótinn strax við túnjaðarinn. Hann bar mikinn farangur, svefn- poka, skiptiföt, kaffikönnu og vistir, hann ætlaði að liggja úti uppi á hálendinu. Ilann var frem- ur lágvaxinn og grennlulegur, en þolgóður og fjallvanur. Andlitið var magurt og skegglaust, ennið hátt undir dökku hári, augun oru fölblá, varirnar þunnar og beinar, og svipurinn þrjózkulegur. Hún hafði sterk augu, sem horfðu fast á þann er hún talaði við. og það var erfitt að standast ausnaráð hennar. En augu hans hvörfluðu ekki. Þau háðu þögult einvígi um það, hvort þeiiæa hefði óhvikulla augnaráð. Hún lét móðan mása upp alla fjallshlíðina, þótt hann segði. að hún myndi standa á öndinni áður en þau kæmust hálfa leiðina upp. Honum gramdist, að hún skyldi ekki geta haldið sér saman, því öðru hvoru urðu þau að brjótast í gegnum víðikjarr, og það var lýj- andi. En þegar hann svaraði ekki, másaði hún spotzk: „Þarna sjáið 5 HEIMILISRITIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heimilisritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.