Heimilisritið - 01.07.1947, Side 8

Heimilisritið - 01.07.1947, Side 8
þér, þessu getið þér ekki mót- mælt“. Því hún var auðvitað aftur farin að tala um stjórnmál, fas- isma og 'kommúnisma. Og hann hugsaði um allt annað, hann hugs- aði um hana. En þegar hún dok- aði við til að kasta mæðinni, varð 'liann að hinkra við og svara, og þá borgaði hann vel fyrir sig: „Þeg- ar ég stóð í jarðhaugunum lærði ég að hugsa í öldum. Þarna suður frá hafa þeir lifað allt — allt hef- ur skeð áður — byiting og múg- græði, tízkupólitík og afturhvarf til fortíðarinnar“. — „Já“, sagði hún heit og móð, „það er gamla viðkvæðið ykkar afturhaldsseggj- anna — allt hefur s'keð áður. Slíkt eru bara hártoganir". — „Er betra að loka augunum og segja, að allt sé nýtt — já þá losnar mað- ur við efann, En hér heima höfum við aldrei reynt neitt í alvöru“, — hann smeygði af sér bakpokanum, — „hér skulum við hvíla okkur“. — „Þá væri tími til kominn, að við færum að reyna eitfchvað, sem bragð er að“, sagði hún og kastaði sér niður í grasið, blóðið hamr- aði í höfði hennar og það svifu rauðar þokur fyrir augunum. Hann settist á stóran, flatan stein og kveikti sér hóglátlega í vindlingi. Þau voru komin svo hátt í fjall- ið, að gestaskálinn var eins og lít- ill, grár steinhnullungur niðri við vatnið, sem hvíldi mjólkufcblátt milli fjallanna. Skömmu síðar reis hún á fætur og settir hjá honum á steininn. Hana verkjaði í bakið. Ilún var ekki vön að bera bak- poka. Hún færði sig hærra á sfcein- inn og kom sér þannig fyrir, að hún gat notað bak hans til að halla sér að. „Er j'ður sama?“ sagði hún og hallaði sér þétt að honum, and- varpaði af vellíðan, hún kunni við sig þannig. En honum var ekki sama, því skömmu síðar bað hann hennar. Blátt áfram, á venjulegan, borg- aralegan hátt. Hann hafði farið utan til að gleyma henni, sagði hann, því hann var vonlaus um, að hún myndi endurgjalda ást hans. En þar syðra hafði hann ekki hugs- að um annað en hana, og nú fannst honum það æðri vísbending, að hann hafði hitt hana aftur svona óvænt, — hann varð þó að minnsta kosti að spyrja, — og hann vildi fremur fá hreinskilnis- legt og greinilegt nei ... Hún hugsaði: Hann gat ekki einu sinni þolað, að ég hallaði bak- inu upp að honum. Hún fann einn- ig fyrir baki hans, hörðu og beina- beru, gegnum þunna blúsuna; en að það æsti hana kynferðislega ... Hann bað hennar eins og sá forn- fræðingur og málvísindamaður, sem hann var, iimbúðalaust og á- takanlega ... Hún vóg sig niður af steáninum með báðum hönd- um.......þá er sú skemmtun úti“, sagði hún. „Hversvegna?" spurði 6 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.