Heimilisritið - 01.07.1947, Side 10
IV.
Hún stóð eftir með opinn munn,
og síðustu orð hans sungu enn í
eyi-um hennar; hún ætlaði að hlæja
hæðnislega. en hann var horfinn.
Ilún hrópaði á hann. en hún fékk
ekkert svar. Hún varð ofsahrædd.
Það var orðið svo hljótt og auðn-
arlegt umhverfis hana og fjöllin
risu há og einmanaleg mót bláum
himninum. Iíún hljóp upp þang-
að, sem hann hafði verið, og horfði
niður í hyldýpið.
Gilbrúnin hafði verið hulin
mjórri snjóspöng, sem var nýþiðn-
uð. Hann hafð’i runnið fram af
brúninni í votum sandinum, hún
gat séð skriðuna tíu metra niður
fyrir sig. Þar niðri var lítU grágræn
flöt, ekki stærri en stofugólf; sið-
an var aftur hengiflug niður að
ánni. Lítill 'lækur rann niður í
gilið, jdir grasflötina, og steypt-
ist fram af klettasnösinni við jað-
ar hennar. Þarna niðri lá Mads
Vinger, hálfur upp úr læknum.
Hann lá hreyfingarlaus; höfuðið
gat hún ékki séð fyrir bakpokan-
um, sem 'hafði runnið upp á axlir
hans.
Hún hrópaði á hann. Lækurinn
gutlaði og niðaði, léttur tónn í
kyrrðinni. Hún hrópaði aftur. Var
hann dauður ... Hún lá á hnján-
um og laut áfram og starði niður.
Dálítið af sandi hrundi niður
skriðuna, steinvala hoppaði niður
og yfir hann ...
Hún reyndi að 'klífa niður, og
hún náði fótfestu í lækjarfarveg-
inum. Hún var komin niður í einu
vetfangi, ótrúlega fljótt, fæturnir
skulfu. Hún lyfti bakpokanum frá
andliti hans, það var hvítt. Hún
tók upp vasaklút, vætti hann í
læknum og lagði að enni hans, og
hún mundi, að hún átti konjak í
bakpokanum. •
Nú er um að gera að vera ró-
leg, sagði hún við sjálfa sig, hellti
í staupið og reyndi að hella ofan
í hann. Ilún studdi handleggnum
undir höfuð hans.
Hann kom til sjálfs sín aftur
og opnaði augun, sneri höfðinu og
sagði vei’klulega: „Ég hrapaði
víst“. — „Já, þér hröpuðuð víst“,
andvarpaði hún feginslega;
„meidduð þér yður mikið?“ Því
svaraði hann ehgu, lá hreyfingar-
laus nokkra stund og sagði síðan:
„Ég ligg víst í læknum“.
Þá varð hún áköf, því það var
ekki um að villast, að hann lá í
læknum, og þar gat hann ekki ver-
ið. JNú slkal ég íhjálpa yði«r“,
sagði hún og tók undir handlegg
'hans. Hann veinaði af sársauka,
lí'kt og fugl í nauð. „Þér megið
ekki missa meðvitundina aftur“,
hrópaði hún skelfd. Þá var það,
að hann brosti. „Háfið þér meitt
yður mikið?“ spurði hún lágt.
Hann þreifaði á sér til að athuga,
hvor hann væri brotinn. „Ég hef
sjálfsagt brotið nokkur rifbein ...
8
HEIMILISRITIÐ