Heimilisritið - 01.07.1947, Síða 13

Heimilisritið - 01.07.1947, Síða 13
um garð gengið, var það undar- legt. Það var eins og hún þyrfti að breiða yfir það, sem hafði gerzt, og þó mátti hún ekki gleyma því. „Nú skal ég segja yður, hvað þér ættuð að gera“, sagði hann hikandi, ,;þér ættuð að flýta yður niður að skálanum og sækja hjálp — biðja þá að hafa með sér eitt- hvað til að bera mig á“. — „Ætl- ist þér til þess, að ég fari frá yð- ur og skilji yður hér eftir einan“, hún horfði á hann skelfd. „Haldið þér ekki, að einhver eigi leið hér um í dag?“ sagði hún biðjandi. — „Það er ekki ómögulegt — þessi leið er oft farin“. — „Já, þarna sjáið þér“, sagði hún sigri hrós- andi; „ég get ekki hugsað mér að skilja yður hér eftir, — það geri ég áldrei ... Láta yður liggja hér svo klukkutímum skiptir, — og þér getið enga björg yður veitt“. Hann horfði á hana með augna- ráði, sem hún skildi ekki, það var svo órafjarlægt, fannst henni. „Við skulum heldur gera okkur glaðan dag, rneðan við bíðum, — ég skal búa til mat handa okkur, — bara ég hefði einhvern eldivið, þá skyldi ég hita kaffi, hér er nóg af vatn- inu“. Hann brosti: „Það er fallegt af yður, að vilja ekki yfirgefa mig, — og kannski það sé líka bezt, að þér verðið hér. Getið þér náð í dálkinn minn, — einirinn þarna brennur ágætlega“. Hann sagði henni með veikri rödd, hvernig HEIMILISRITIÐ hún ætti að fara að, henni tókst að kveikja eld, og hún setti kaffi- könnuna yfir, hún brosti tii nans, — en hvað hann horfði einkenni- lega á hana. Um hvað var hann að hugsa, — að hún hafði hlúð að honum eins og sjúklingi, — já, hún var að hugsa um það sjálf, hún vissi, að héðan af myndi hún ævin- lega finna í lófunum fyrir hinni annarlegu snertingu við nakta og harða fótleggi hans, og það fékk henni blygðunarkenndrar undrun- ar ... Hún raulaði meðan hún tó'k fram nestið. Það fór ský yfir him- ininn og byrgði sólina. Það kóln- aði, hana hryllti upp og hún rýndi upp í himininn og síðan til hans aftur, — andlit hans hafði sama lit og fjallið, þegar sólin byrgðist. Hún lét frá sér það, sem hún hafði í hendinni, og gekk til hans. „Vinur minn, ■— hvað er að, — fer illa um yður?“ — „Vilduð þér gera svo vel að hagræða bakpokanum und- ir höfðinu á mér“, bað hann með erfiðismunum. — „Ó, er hann of harður“. hún ýtti pokanum frá og settist á hækjur sér og lagði höfuð hans varlega í fang sitt. „Fer betur um yður núna“, sagði hún. Hann leit upp. — „Það varð svo kalt —“ — „Það var skýið þarna ...“ Hún horfði upp í skýþykknið, sem bar hægt undan, og síðán aftur á gráfölt andlit hans. Þessi augu, sem horfðu svo undarlega á hana! Henni lá við gráti, heitum, 11

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.