Heimilisritið - 01.07.1947, Qupperneq 20
frá morði Önnu Chapman, unz lík-
skerinn fór aftur á stúfana. Há-
vaxin, mögur götudrós, Eliza-
bet'h Stride að nafni, alkunn í
Whitechapel, undir nafninu langa
Lísa, var myrt í Bernergötu, rétt
undir opnum gluggunum á
Præðsluheimili verkamanna, og
meðan lí'kskerinn framdi ódæði
sitt, voru meðlimirnir að syngja
sálm. Það var ekki fyrr en sálm-
inum var lokið að hestur, sem
framhjá fór, frísaði og fældist eitt-
hvað í myrkrinu, og það reyndist
vera lík löngu Lísu. Aður en
klukkustund var liðin fannst önn-
ur vændiskona — Catharine Edd-
owes — á Mitretorginu, vestan við
Whitechapel og innan gamla borg-
arhlutans — eina dæmið um starf-
semi líkskerans utan Whitechapel.
Elisabeth Stride hafði, þrátt fvr-
ir atvinnu sína, vakið mikla sam-
úð í Whitedhapel. Maður hennar
og börn höfðu dru'kknað. er eim-
skipið Alice 'prinsessa. fórst á
Thamesánni. Til þess dag hafði
Elisabeth verið hamingjusöm eig-
inkona og móðir, en um kvöldið
var hún ein eftir.
Allt til þeirrar nætur, er líksker-
inn framdi tvö morð, hafði enginn
lifandi sála, að undanskildum fórn-
arlömbum hans, litið hann augum
er hann læddist um Whitechapel.
Það var poki, með nokkurra aura
virði af vínberjum, sem olli þvf, að
fyrsta lýsingin a'f honum kom fram
í dagsljósið. Leynilögreglumenn frá
Yardinum fundu vínberjapokann
•hjá líki löngu Lísu, og tókst að
r.ekja slóð hans til Mathews nokk-
urs Parkers, ávaxtasala á horni
Bernerstrætis; húslengd frá Verka-
mannaklúbbnum, þar sem morðið
hafði verið framið. Parker hafði
séð manninn vel, sem Scotland
Yard áleit að væri án efa líksker-
inn.
Ivlukkan nákvæmlega hálL tólf
— aðeins tíu mínútum áður en
líkið fannst — höfðu langa Lisa og
flóttalegur náungi komið að á-
vaxtasölunni og Lísa hafði beðið
fylgdarmann sinn að kaupa henni
nokkur vínber. Mathew Parker
hafði séð manninn þrisvar áður á
götum Whiteehapels að degi til. í
hvert sinn hafði hann ekki getað
að því gert, að hann tók vandlega
eftir svip hans. Hann var um þrí-
tugt, um það bil fimm fet og sjö
þumlungar á hæð, þreklega vax-
inn og dökkur yfirlitum.
Með því að Parker var eini mað-
urinn í London, sem þekkti lík-
skerann í sjón, beypti Scotland
Yard því við hann að loka ávaxta-
sölunni og gera ekki annað en ráfa
um göturnar í Whitec'hapel dag og
nótt í leit að líkskeranum. Á átt-
unda degi þessa’ 'nýja starfs, þeg-
ar rökkva tók og mennirnir, sem
gættu götuljósanna voru að
kveikja, sá Parker líkskerann í
Goulsetonstræti. Illvirkjinn, sem
18
HEIMILISRITIÐ