Heimilisritið - 01.07.1947, Qupperneq 30

Heimilisritið - 01.07.1947, Qupperneq 30
dverginn, en svo aftur á þig, full trúnaðartrausts. „Ég trúi þér!“ kallaði hún. „Ég bíð!“ Svo snerirðu þér við og eltir krypplinginn út úr herberginu. Hann fór með þig að útidyrunum. A þröskuldinum hvessti dverg- urinn á þig augun og sagði skip- , andi: „Þú gleymir öllu, sem gerzt hefur í þessu húsi í kvöld! Heyr- irðu til mín? Þú gleymir öllu, sem hefur gerzt! Farðu niður tröppurn- ar og farðu svo til hægri. Þegar þú kemur á hornið, þá vaknarðu. Eíi þú manst þá ekki eftir neinu. Góða nótt, ljúfurinn, og þakka þér fyrir þetta skemmtilega kvöld“. • ★ DYRUNUM var lokað. Ennþá hljómaði fyrir eyrum þér rödd stúlkunnar yndislegu, sem hafði gefið þér ást sína. „Þú mátt ekki gleyma! Þú. mátt ekki gleyma!“ Þér fannst þú styrkjast og verða frjálsari. Áhrifin voru að dvína. Þú sást yndislega andlitið hennar fyrir augum þér. „Ég skal ekki gleyma“, sagð- irðu borginmannlegur við sjálfan þig, um leið og þú gekkst niður tröppurnar. Svo, áður en þú snerir til hægri, settirðu vandlega á þig húsnúmerið. Þegar þú komst heim, fannst þér einhvern veginn, að eitthvað væri að, þér fannst þú hafa verið úti í klukkutíma eða svo. ★ ÞÚ stendur við það, sem þú lof- ar, er það ekki? En samt hefurðu aldrei aftur farið til hússins til þess að bjarga stúlkunni, þótt þú hafir lofað því statt og stöðugt. Nú er ég búinn að segja þér allt, sem ég veit um þetta mál. En því miður veit ég ekki um númerið á húsinu. Þú þarft að vita það. Þú verður að fá vitncskju um húsnúmerið, ef þú átt einhvern tíma að bjarga stúlkunni, sem elsk- aði þig og treysti þér. Reyndu að muna númerið, vin- ur minn, reyndu eins og þú getur. — Manstu það ekki? Þú verður að muna það! Sinn er siður ... I Guiana er það siður að „slá af“ þá sem ekki eru þarflegir í þjóðfélaginu og eta þá síðan. Þegar slík aftaka á að fara fram er öllurn, sem vettlingi valda, boðið til veizlu. Það er höfðinginn og presturinn, sem taka slíka ákvörðun. Ilinsvegar hefur sá, sem slátra á, ekki hugm.vnd um fyrirœtlunina. Hann dansar og skemmtir sér með hinum, þangað til gleðskapnum er lokið. Þá er honum sálgað og hann etinn með beztu lyst. 28 HEIMILISRITIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heimilisritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.