Heimilisritið - 01.07.1947, Page 38

Heimilisritið - 01.07.1947, Page 38
-VANDAMÁL UNGRAR STIJLKU. Sp.: Kæra Eva. Eg er í vandræðum og spyr þig því ráða. Þannig er mál með vexti, að ég kynntist pilti í vetur og við liöfum verið saman síðan. En nú er hann hættur að koma til mín nema þegar hann er með víni, og þá á livaða tíma sólarhrings sem er. Af því ég er hrifin af honum fyrirgef ég honum það alltaf. Og þar sem hann er sjómaður og oft lengi úti á sjó sé ég hann sjaldan. Nú er'hann farinn að koma þann- ig fram við mig, að ég trevsti honuni ekki lengur. Hvað á ég nú að gera? Láta hann sigla sinn sjó eða halda áfram með hann? Hann er 26 ára en ég 17 ára. Heldurðu að það geti verið, að hann sé nokkuð hrifinn af mér? Hvernig finnst þér skriftin? Ein í vandrœðum. Sv.: Vina mín. Þó að ég geti vel skilið að sjómaður geri sér glaðan dag, þegar hann kemur í höfn eftir langa og stranga útivist. þá finnst mér svona framkoma ófyrirgefan- leg, ef hann hefur gefið þér tilefni til að halda, að hann ætli sér eitthvað með þig. Þú hefur sjálfsagt heyrt brandarann um sjómenn, að þeir eigi kærustu í hverri höfn. Það er alveg eins trúlegt, að hann hafi alls ekki í hyggju að giftast þér. enda ertu líka svo miklu yngri en hann. Og framkoma hans við þig styður þá skoðun. I þínum sporum myndi ég tala við hann í fullri alvöru. Spyria hann. hver sé mein- 4 ingin. Ef liann færist undan að svara. eða kveðst aðeins vilja hafa þig sem vinkonu, verðurðu að gera það upp við sjálfa þig, hvort þú vilt slíta sambandi ykkar eða halda áfram viðkynningu ykkar á sama hátt og áður. Skriftin er í góðu meðallagi. HEIMILISFÖNG. LEIKARA Sp.: Kæra Eva Adams! 1. Viltu vera svo góð að gefa mér upp heimilisföng Roy Rogers, Dennis Morgan, Tyrone Power og Margaret O’Brien. 2. Geturðu sagt mér nokkuð um Jon Hall? Er nokkuð til í því, að hann sé af íslenzkum ættum? 3. Er nokkur leið fyrir þig að birta textann „Meet me in St Louis“, sem sung- inn var I samnefndri kvikmynd? Irene. 'Sv.: 1. Roy Rogers og Dennis Morgan: IVarner Bros Studios — Burbank — Cali- fornia. Tyrone Power: 20th Century-Fox Studios — Beverlv Hills — California. Margaret O'Brien: Metro-Gokhvyn-Mayer Studios — Culver City. California. 2. Ileimilisfang Jon Hall er: Universal Studios — Universal City — California. Þótt hann sé óvenjumyndarlcgur karlmað- ur er hann ekki af islenzkum ættum (!); það held ég megi fullvrða. Og þó að nafn hans kunni að benda til hins gagn- stæða get ég frætt þig á því. að hann er ekki af Hall-ættinni, íslenzku, og að marg- ir rótgrónir Bandaríkiamenn eru skírðir ..Jon“ (en ekki ,.John“). 3. Sönglagatextinn verður e. t. v. birtur síðar. Eva Adams. « 36 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.