Heimilisritið - 01.07.1947, Síða 47
sinna og hrakti ásamt þeim tvær
þýzkar sprengjuflugvélar á flótta.
Rétt á eftir, sáu þessar þrjár
orustuflugvélar tvo stóra skips-
báta liggja fyrir neðan sig, hlaðna
hermönnum. Tvær flugvélanna
flugu á burt til þess að útvega bát-
unum aðstoð, sú þriðja sveimaði
yfir þeim og gætti þeirra. Atta ó-
vinaflugvélar réðust á hana, en
hún snerist gegn þeim öllum í senn
og hrakti þær aftur inn yfir
Dunkirk.
Þessar þrjár orustuflugvélar
höfðu sannanlega skotið niður
tvær óvinaflugvélar. Telja mátti
víst að tvær aðrar myndu aldrei
fljúga framar. Enn höfðu þeir
laskað þrjár, þar af eina mjög mik-
ið. Engin þessai-a þriggja brezku
véla varð fyrir skoti. Vélarnar náðu
í hjálp handa bátunum. Tveir
dráttarbátar komu á vettvang og
björguðu þeim. Fimmtíu og sex
óvinaflugvélar voru skotnar niður
jTfir ströndinni þennan dag.
Nokkuru eftir þessi atvik, hófust
hinar miklu flutningar dagsins. Við
sendum sextíu skip inn ásamt
fjölda af bátum. Frakkar sendu tíu
stór skip og hundrað og tuttugu
fiskibáta. Nú þurfti stórt átak, því
að varnarlínan var orðin mjög
stutt. Óvinirnir þrengdu franska
setuliðinu í áttina til Uxem, og
sendu fallbyssur eftir ströndinni,
til þess að skjóta á bryggjuna.
Þegar Royal Dajfodil var á
HEIMILISRITIÐ
heimleið þetta kvöld. án þess að
hafa hermenn * innanborðs, varð
skipið fyrir árás sex óvinaflug-
véla. Fimm af þessum sprengju-
gusum misstu marks, en sprengja
frá sjöttu vélinni fór í gegnum
þrjú þilför ofan í vélarúmið og út
um stjórnborðssíðuna áður en hún
sprakk. Vélarnar stöðvuðust. Flug-
vélarnar skutu af vélbyssum á
skipið og kveiktu í því. Það var
farið að hallast mikið í stjórn-
borð. Skipstjórinn, G. Johnson,
höfuðsmaður, lét þegar í stað
flytja allt lauslegt yfir í bakborð,
lækkaði alla bakborðsbátana ofan
undir sjó og fyllti þá. Þessi þunga-
aukning bakborðsmegin lyfti gat-
inu upp úr sjó. Sumir unnu að því
að slökkva eldinn, en tveir vél-
stjórar, þeir J. Coulthard og W.
Evans, tóku öll rúmföt, sem til
náðist og tróðu þeim í gatið. Þeg-
ar tekist hafði að stöðva lekann
með þessum hætti, stóð Evans í
sjó upp í háls og hélt opinni aust-
ursloku, en Coulthard sá um að
dælurnar gengu. í þessu ásigkomu-
lagi komst skipið til Ramsgate.
„Vélarnar gengu auðvitað mjög
hægt, því að í olíunni á Dieselvél-
inni voru þrír fjórðu hlutar sjór“.
Þetta skip bjargaði alls 8.000
mönnum.
í þessari ferð var á skipinu W.
C. E. Smith, óbreyttur hermaður
úr hjúkrunarliðinu. Hann vann af-
burðastarf við stundun særðra
45