Heimilisritið - 01.07.1947, Side 49

Heimilisritið - 01.07.1947, Side 49
rásina, reyndu að synda frá flak- inu af sírnim bát yfir í bát, sem þeir sáu svo sem tvær mílur frá sér. Hann varð snemma mjög þreyttur, sneri aftur og reyndi að komast yfir í rekaldið af sínum bát á ný. Síðan hefur ekkert til hans spurzt. Félagi hans náði bátn- um, sem þeir höfðu séð, eftir tveggja eða þriggja stunda sund, og komst upp í hann með miklum erfiðismunum. Báturinn rejmist vera uppskipunarbátur af her- skipi. í þessum báti var maðurinn á reki í nokkurn tima, þangað til franskur togari, sem hafði villzt á Ermarsundi, bjargaði honum. Hann tók að sér að sigla togaranum til Ramsgate, og gerði það. Seinna gaf hann sig fram í Dover, klædd- ur lánsfötum af frönskum sjóliða. Clouston skipherra hafði unnið hið mesta þrekvirki með aðstoð sinni við björgun og undankomu nálægt tvö hundruð þúsund her- manna við hinar hræðilegustu að- stæður, í stöðugu erfiði og háska. Mörgum sárnaði, að hann skvldi ekki lifa það að sjá fyrir endann á þessu björgunarstarfi. Mánudagur, 3. júní Arla morguns, sendi flugherinn stórar sveitir könnunarflugvéla yfir Dunkirksvæðið. Þær rákust hvorki á óvinaflugvélar né her- flokka þar. Þá fóru þær til Bergues og Gravelines og vörpuðu sprengj- um á falbyssustæðin, sem höfðu valdið okkur svo miklu tjóni und- anfarið. Þetta var mikil sprengju- árás. Fallbyssur létu ekkert til sín heyra í Bergues lengi á eftir. Við hvöttum Frakka til þess að gera allt, sem mögulegt var, til þess að Ijúka brottflutningunum þennan dag. Háþrýstisvæðið, sem olli hinu þráða góðviðri örðugustu björgunardagana, var nú farið að mjakast norður á bóginn. Vindur var nú orðinn landnyrtur, og olli ó- notalegum og hættulegum áhlað- anda við hafnarmynnið. Góðviðr- ismistrið varð nú að þéttri þoku, svo að almörg skip urðu að leggj- ast við akkeri á víkinni. Þokan og reykurinn voru báð- um til trafala, óvinunum og okkur. Flugmenn þeirra og skyttur reyndu allt hvað af tók að sjá, hvað gerð- ist hjá okkur, með því að skjóta blysum og eldsprengjum yfir þrengslin rétt fyrir austan hafnar- mynnið, en þar var umferðin mest og skipsflökin þéttust. í viðbót við gömlu flökin, sem merkt voru á kortum, voru nú a. m. k. tólf önn- ur, þrjú að vestan til en níu að austan. Sjö af þeim voru nákvæm- lega á skipaleiðinni. Fleiri skips- flök voru inni í sjálfri höfninni. Skipin urðu að andæfa gegn falli og brimi fyrir utan innsiglinguna og jafnframt leitast við að forðast HEIMILISRITIÐ 47

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.