Heimilisritið - 01.07.1947, Side 56

Heimilisritið - 01.07.1947, Side 56
setið og heimskað sig í ótta sínum. Hún neyddi sig til að líta á stúlkuna. Hálf gamansamur, full- kominn fyrirlitningarsvipur var á andliti stúlkunnar. Svo mætti hún augnaráði Celiu. „Kennið þér í brjósti um mig?“ hafði stú'lkan sagt. Eftir fáeinar mínútur stóð stúlk- an upp og kvaðst verða að fara. Hún yrði að fara snemma til vinnu. Iíún talaði glaðlega — og fór. ... „Komdu“, sagði Sam áherzlu- laust. „Við skulum koma upp, Celia“. Fara upp í þetta myrka herbergi með manni sínum. ... „Ég var svo hrædd um að missa hann, ég sá ekki, að hún vorkenndi mér, ég sá ekki, að það var hún, sem reyndi að forðast að vekja áhuga hans, ég skildi aldrei, að það var hann — ekki stúlkan .,. ekki fyrr en tilfinningar hans fengu útrás. Það eru einungis þeir, sem maður elsk- ar, sem geta hrært mann þannig“, hugsaði hún. Meðan hún greiddi sér, spurði hún sjálfa sig óaflátanlega: „Hvað nú, hvað nú?“ Nú, þessi stúlka gat sagt upp starfi sínu, hún þurfti ekkert að óttast. „En það er ekki um annað að gera fyrir mig en halda áfram". Celia fór til Sams. í huga henn- ar bergmálaði óljóst en ákveðið: „En ég á þó min!cakápu“. E N D I R í vandræðum. Enskur, atvinnulaus leikari gekk inn í sóðalegt veitingahús til þess að fá sér ódýra máltíð. Það kom mjóg á hann, þegar hann sá, að þjónninn, sem afgreiddi hann, var starfsbróðir hans, er áður hafði leikið, með honum í London. „Hvert í heitasta!" sagði hann. „Ert þú þjónn — hér á svona stað?“ „Já“, svaraði hinn yfirlætislega. „En ég borða ekki hérna“. „FormsatwSi". Jón tók víxileyðublað upp úr veskinu og rétti vini sínum. „Lárus", sagði hann, „ég þarf að fá tíu þúsund króna lán í bankanUm, og bankastjórinn lofar að veita mér lánið, ef ég get fengiö einhvern til að ábyrgjast það. Viltu skrifa upp á víxilinn fyrir mig? Það er bara 'formsatriði, segir bankastjórinn mér“. „Ég er alveg hissa á þér, Jón minn“, svaraði Lárus. „Og við sem höfum verið vinir í öll þessi ár. Ef þig vantaði þessa peninga, hvers vegna komstu þá ekki beint til min? Ég skal lána þér peningana — og láttu bankastjórann skrifa uppá!" 54 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.