Heimilisritið - 01.03.1948, Page 20

Heimilisritið - 01.03.1948, Page 20
ur héldi, að hann væri vanastur að éta pylsur, — og það gæti móðgað hann. Þá er það sá, sem alltaf er á nálum um að maður skemmti sér ekki — sem er óstyrkur í sam- ræðunum, leggur matseðilinn til hliðar, stingur upp á að fá það dýrasta og vill alltaf vera að dansa. Hann hefur aldrei augun af þjóninum, slær í glasið; spyr hvort fari vel um mann — og manni er ljóst, að hann eyðir meiru en hann hefur efni á, og geri það af því maður er með lokka í vöngunum, blá augu, éða eitthvað þvíumlíkt. Það er laust við, að það sé þægilegt að vera í návist hans, því allan tímann er manni ljóst, að maður verður að sýna honum fram á — eða láta hann halda — að maður skemmti sér prýðitega, og sofna svo út frá öllu saman-------. Þá skulum við líka ímynda okkur þann, sem finnst hann hafa þetta allt saman í hendi sér og er svo mikill á lofti, að í sam- jöfnuði við hann er maður svo lítill, að maður kemst fyrir í músarholu. Hann er með alls- konar útásetningar, finnur að matnum, og vill fá að tala við yfirþjóninn, í tilefni af kæruleys- iniu í meðferð vínsins. Hann hef- ur vanist því betra og er ákveð- inn í, að það skuli ekki fara fram hjá neinum. Hann talar helzt til hátt, og helst til herralega við þjóninn, sendir sérstakar fyrir- skipanir fram í eldhúsið og til hljómsveitarinnar. Eins og Ward Price sagði: 1 know these dicta- tors. — I návist þeirra er engrar miskunnar að vænta. Svona eru karlmenn í veitinga- húsum — séu þeir ekki alveg það gagnstæða. Það er að segja, fáorðir, hrífandi, nærgætnir, blátt áfram — og leysa dömuna frá öllum vanda við að velja og hafna. Og sem betur fer eru þeir ekki eins sjaldfundnir og hvítir hrafnar. — En ef það eru samt sem áður örlög einhverra konu að sitja eina kvöldstund við blómskrýtt borð, með einum af hinu taginu — sem áður er get- ið — þá má hún sjálfri sér um ■kenna. Því ætti maður að leika hlutverk sitt í daufri birtu, ber manni fyrst og fremst að sjá sér fyrir góðum leiðbeinanda, sem getur fengið allt til að blessast. — Og til þess að það takist höf- um við, ásamt öðrum hæíileik- um, hið margumtalaða innsæi okkar. . . . .... þegar þeir eru konung- ar í ríki sínu. \ Hann er einskonar smákon- ungur — ef ekki að ættgöfgi, þá að minnsta kosti að uppeldi og menntun. Og fjölskylda hans, 18 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.