Heimilisritið - 01.03.1948, Síða 25
hans hvíldu á henni með athvgli.
„Mér þvkir mjög gaman að
fara í útilegur', sagði hann. „Eg
veit af ágætu skógarrjóðri niðri
í Sussex. Eg skal einhverntíma
koma með nokkrar ljósmyndir
þaðan, ef þii kynnir að hafa gam-
an af að sjá þær“.
Hann beið eftir svari liennar
með jafnmikilli eftirvæntingu og
liefði það verið Díana, sem liann
var að tala við.
„Ef þú gerir það“, sagði Dí-
ana, „verðurðu fyrst að gefa okk-
ur tækifæri til að leggja á flótta“.
„Með mestu ánægju“, sagði
Georg.
Barbara leit til hans þakklát-
uin augum og sagði:
„Ef Díana heldur loforð sitt,
ættirðu að flýta þér að koma
með myndirnar“.
Að þessu sinni stóð henni á
sama þótt Anthony færi að
hlæja. En Georg virtist ekki
skemmta sér eins vel. Hann stóð
snögglega á fætur og sagði: „Ég
gleymi alveg að rétta þér teið,
Barbara“.
„Mamma vill ekki að Barby
drekki sterka drykki“, sagði Dí-
ana ertnislega. „En hún má
gjarnan fá eitt mjólkúrglas“.
Barbara varð aftur eldrauð í
framan. Hin höfðu verið að
drekka cocktail. Auðvitað þótti
Anthony ekki varið í aninað.
„Ég held ég vilji ekki neitt“,
sagði hún líkt og annars hugar.
Þá kom hún auga á disk með
rjómabollum, sem stóð á einu
borðinu. Svona var það alltaf —
lífið var fullt af freistingum.
Georg hafði virt hana fyrir sér
áhvggjufullur.
„Hvaða vitleysa“, sagði hann
vingjarnlega. „Þú getur ekki lif-
að á loftinu. Þú verður sann-
arlega að reyna að borða eitt-
hvað“.
Hláturinn skríkti niðri í Dí-
önu, Anthony brosti út að eyr-
um, en Georg einn var alvarlegur.
Honum stökk jafnvel ekki bros,
þegar Barbara valdi stærstu
rjómabolluna af fatinu, sem
hann rétti henni. Hún skotraði
augunum til Georgs, sem horfði
á hana án afláts, og þegar augu
þeirra mættust, brosti hann einn-
ig. Georg var ágætur. En hann
var ekkert á við Anthony.
„Þú ert með svartan blett á
nefinu“, sagði Díana.
„Það er kannske viljaverk,
Díana“, sagði Georg. „Skynsöm
kona undirstrikar ævinlega það,
sem fegurst er í fari hennar“.
„Með sóti?“ spurði Díana.
„Sumir smyrja andlitið með
leir“, sagði Barbara, „og eru
hlægilega afkáralegir". Hún
starði lengi á Díönu, og sá ser til
ánægju, að hún fór hjá sér.
Georg stóð upp og sagði:
„Eigum við ekki að fara í smá-
HEIMILISRITIÐ
23