Heimilisritið - 01.03.1948, Síða 41
og^Ned eru að fá sér örlítð frí
hvort frá öðru. Pat ætlaði að
fara að leigja sér herbergi á hót-
eli, en ég bauð henni að dvelja
lijá okkur í fáeina daga“.
Skreytni á skreytni ofan. Pat
leið illa; hvernig myndi þetta allt
enda?
Síðasta skreytnin bar þó ár-
angur fvrir Brendu. Andlit Páls
bókstaflega ljómaði af undrun.
„Hafið þið — rifizt svolítið
kannske?“ spurði hann næsta
ákafur.
Hlátur Brendu var eðlileg-
ur og óþvingaður. „Að heyra
þetta! Og þú tilheyrir því kyn-
inu, sem þykist fyrirlíta slúður-
sögur. Nei, minn kæri; auðvitað
hafa þau Pat og Ned alls ekki
rifizt. Þau eru aðeins að prófa
gildi þeirrar gömlu kenningar, að
maður og lcona þurfi að 'hvíla
sig hvort frá öðru annað slagið.
Þú skilur, þau eru einmitt að
reyna að varðveita sælu hveiti-
brauðsdaganna — þess nýja. Það
er nú allt og sumt — í sannleika
sagt“.
Páll setti stút á munninn:
hann var orðinn sem nýr og betri
maður, á nokkrum augnablikum.
„Allt í lagi með það, myndi ég
svara, væri ég spurður“, sagði
hann. „Annað hvort elskast mað-
urinn og konan, eða þau elskast
ekki, það er mín skoðun“. Hann
leit alvarlegur framan í Pat.
HEIMILISRI.TIÐ
„Elskist þið Ned ekki leng-
•jii
ur?
Aftur bjargaði Brenda vin-
konu sinni frá því að hníga
undir borðið af vandræðum.
„Auðvitað myndi það engu
máli skipta fyrir okkur, elskan“,
sagði hún við Pál. „Annað
fólk —“.
„Hvað meinarðu með: — að
skipta máli?“ spurði Páll. „Þú
veizt eins vel og ég, að það er
ekkert annað með okkur en aðra.
Ég veit ekki til þess, að við séum
neitt öðruvísi en annað fólk”.
Hvernig gat hann nú farið að
hreyta úr sér skætingi aftur?
Konan hans bjargaði málinu,
með því að skipta um umræðu-
efni.
„Ójá“, sagði Brenda. „Hvern-
ig tókust myndirnar? Ég er að
sálast úr löngum eftir að sjá
þær“.
Á andlitssvip Páls mátti sjá,
að honum þótti kona sín tala mn
ærið tímabæran hlut. Með hátíð-
legum atburðum dró hann helj-
arstórt umslag upp úr jakkavasa
sínum, úttroðið af smámyndum,
og rétti að Brendu.
Þetta voru allt myndir af þeim
hjónunum í heimsókn hjá yini
þeirra, sem bjó á Long Islárid.
En við að heyra Brendu og Pál
ræða aftur og fram um smáatriði
hverrar einustu myndar, gafst
tilefni til að halda, að þau hefðu
39