Heimilisritið - 01.03.1948, Side 46

Heimilisritið - 01.03.1948, Side 46
VANDAMÁL Smásaga um það, hvernig forsjónin tekur stundum í taumana Guðmujidar uamla Efiir SVERRI EINARSSON ÞAÐ VAR í febrúarmánuði, í slagveðursrigningu, að Guð- mundur gamli, eins og hann var kallaður, gekk sína venjulegu morgungöngu niður að höfiýnni í Reykjavík. Það hafði hann gert af gömlum vana í mörg ár, síð- an hann var hættur að vinna. Þar hafði liann eytt seinustu íiinmtíu*árum ævinnar við upp- skipun og aðra vinnu, sem til féll, en nú treysti hann sér ekki leng- ur: viljan vantaði þó ekki, en líkamsþrekið var farið að bila. Upp á síðkastið hafði hann fund- ið til verkjar hægra megin í síð- unni, og það var þessi verkur sem minnti hann óþægilega á gröf og dauða. Ilann var nú orðinn 78 ára gamall og kveið alls ekki fyrir dauðahum, var frekar saddur líf- daga, en eitt var það, sem hann braut heilann um og olli honum nokkurra vandræða, og komum við að því síðar. Flestir dagar fóru nú hjá hon- um- í rölt og rangl, heim til hans vfistur í bæ, og svo aftur eitt- hvað óákveðið. Kunningja átti hann fáa, nema helst Jón skó- srnið á Vesturgötunni, og þar sat hann stundunum saman og skeggræddi. Hvernig sem á því stóð, þá var Guðmundur staddur niðri á Lækjartorgi í Ijósaskiptunum, og gekk þar frarn og aftur í þung- um þönkum. Hann liafði hægri hönd kreppta niður í frakkavas- anum, og hugsun hans snérist um 50 aurana í lófanum. Átti hann að nota strætisvagninn vestur í bæ eða átti hann að ganga? Það var þetta sem hann var að bræða við sig. Gangstétt- irnar voru alsettar krapi og bleytu, og voru því helzt ekki færar, nema stígvélaklæddu fólki, þótt Guðmundur væri ein- 44 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.