Heimilisritið - 01.03.1948, Side 47

Heimilisritið - 01.03.1948, Side 47
ungis í gúmmískóm. Á þrem mínútum þurfti hann að taka á- kvörðunina, og á endanum lét liann strætisvagninn fara, ekki vegna þess að lianii 'munaði í sjálfu sér um þessa 50 aura, held- ur var það vegna inngróinnar sparsemi. Að lokum komst Guðmundur gamli heim í kjallaraherbergið sitt, þar sem hann hafði búið á síðast liðna hálfa öld. í þéssu her- bergi hafði hann öll þau áhöJd, sem einhleypingur þarf til að draga fram lífið: rúm og rúm- föt, matarílát alls konar, olíuvéb og olíirbrúsa, matarkistil og því um líkt. Allar hans reitur voru þarna saman komnar, og ef tal- innær peningakassinn, sem liann átti undir rúminu, þá voru þær alls ekki svo lítils virði. Guðmundur púaði og hristi sig, þegar hann kom inn. Hús- verkin á kvöldin gengu eftir föst- uin reglum, sem smám saman höfðu skapast á þessum 50 ára Jiokurbúskáp'hans, og voru því honurn eðlileg og létt. Hann sett- ist á Imallinn, lcveikti á olíu- vélinni og setti vatnspottinn yf- ir. Síðan tcygði hann sig cftir peningakassanum, strauk hon- um hlýlega og setti liann kyríi- lega fyrir framan sig á borðið. Svo fór hann í rassvasa sinn og tók þar upp rauðan neftóbaks- klút, sem-bundinn var saman á Sverrir Einarsson liornunum. Hann dundaði lengi vitb að leysa hnútana, líkt og þegar neftóbaksmenn hafa nautn af því að fitla við dósir sínar, áður en þeir Ijúka við aðal-at- höfnina — að taka í nefið. Loks sléttaði hann vandlega úr horn- unum, og þarna á miðjum klútn- um lá JykilJinn eins og vera bar. Við lykilinn var bundinn snær- isspotti, allsnjáður og trosnað- ur, enda var liann búinn að lianga við þennan lykil í hálfa öld. Hann opnaði nú peninga- kassann og lokið small upp, vegna seðlabunkanna, sem lágu þarna . í klemmu. Þessi athöfn vakti hjá honum ýmsar end- urminningar og jafnframt sig- urgleði. Víst liaföi hann sigrað, HEIMILISRITIÐ 45

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.