Heimilisritið - 01.03.1948, Side 53

Heimilisritið - 01.03.1948, Side 53
sögð af miskunnsemi, er þá ann- ars nokkur syncl. Saklausar blekkingar MÉR I>ÖTTI vænt um að heyra, að ungfrii de I-. skyldi nú vera trúlofuð aftur. Nokkrum árum áður liafði giæsileg trúlof- un farið út um þúfur hjá henni. Og ég var ekki ánægður með það. Mér voru það sannarlega góðar fréttir að heyra, að hún liat'ði nú fundið sér annan maka. En um kvöldið, þegar ég var að segja þetta við hana í skrifstofu minni, fór hún að gráta. „Æ, ég er í svo miklum vanda stödd“, kveinaði hún. „Getið þér ekki hjálpað mér? Nei, þér getið ekki hjálpað mér. Þáð er engin leið“. „Hví skvldi ég ekki geta hjálp- að yður, barnið mitt“, sagði ég. „ég hef hjálpað mörgum, sem hafa verið í öngum sínum eins og þér“. Svo sagði hún mér snöktandi sögu þá, sem er jafngömul mann- kyninu — söguna um hið eilífa samband kynjanna. En sú raun, eða það sem af henni hlauzt, var liðin hjá. Eftir var slæmt vanda- mál, en fremur lítilsverð, líf- fræðileg staðreynd, sem þjáði þessa stúiku svo ákaft. Hún hafði nú fundið þann, sem hún vildi eig'a. En hún hélt, að þau myndu samt aJdrei gíftast. „Þá myndi hann komast að því, að annar maður hefði átt mig áður. Hann myndi reiðast, ef hann kæmist að því“. Svo fór hún aftur að gráta, en ég beið litla stund og var að hugsa um það óréttlæti, sem konur eru beittar, þegar þær verða að taka út tvöfalda hegn- ingu fyrir brot sín: sök og smán. Ég vissi, að ég gat látið rétt- læti koma í réttar stað. „Ung- frú de L.“, sagði ég, „við getitm ekki látið hið liðna verða ógert, en við getum breytt framtiðinni. Ef þér viljið gangast undir lítil- fjörlega aðgerð, get ég komið öHu í samt lag“. Hún leit upp undrandi, van- trúilð, og svo sló ljómandi von- arbjarma yfir tárvott andlitið. Refsing sú, sem lögin ákveða handa þeim læknum, sem gera sér leik að því að blekkja til- vonandi eiginmenn, er lítilsverð móts við minninguna um slikt þakklæti og slíkan feginleik, sem það hefur í för með sér. Hvern skollann á læknir að taka til bragðs gagnvart konum, sem endilega vilja losna við fóst- ur? Fyrstu árin, sem ég starfaði að lækningum, reyndi ég alftaf að koma viti fyrir þær. • Stundum tókst mér það. En stundum komst ég að því, að þær léituðu sér hættulegrar hjáþiar, HEIMILISRXTIQ 51

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.