Heimilisritið - 01.03.1948, Síða 54

Heimilisritið - 01.03.1948, Síða 54
sem oft leiddi af sér heilsuleysi og stundum dauða. Og fyrst ég er byrjaður að skrifta, er bezt að ég skrifti það líka, að á seinni árum hef ég ekki farið .alveg hreinskilnislega að ráði minu gagnvart þessum kon- um. Eg er hættur að reyna að koma fyrir þær vitinu. Ég spyr [>;er og gef þeim svo það sem þær biðja um. Þessi fyrirskipun um lyfja- not.kim hefur reynzt mér gagn- leg, og hún er mér ekkert laun- ungarmál. Þetta er piparmintu- \ratn, — ein matskeið þrisvar á dag í mánuð. Ef þetta gagnar ekki, og ég veit vel að það gagnar ekki neitt, á hún að koma aftur og segja mér, hvemig ástatt er. Þá læt ég hana hafa aðra meinlausa mix- túru. Og þegar hún hefur líka reynzt gagnlaus er konan oftast nær búin að sættá sig við á- stand sitt. Hin gamla, góða móð- xirhvöt er þá oftast farin að segja tif-sín. Það er mikið vandamál að segja þeim sjúklingi satt til, sem þjáist af veikindum, sem ekki eiga sér stað nema í ímyndun hans. ,JÞér skiljið ekki, hvernig þessu •er vaa'ið, læknir“, sagði vesæld- arlegur maður. „Maginn í mér tekur skjáiftakippi". Honum leið augsýnilega illa, og þó var engin leið að finna, að neitt gengi að honum. Við höld- um, að þetta séu. truflanir, sem orsakast af taugaþreytu. Við get- um gert annað hvort, klappað honum á öxlina og sagt: „Það er ekkert að þér. Gleymdu þessu“. Eða þá tekið þjáningar hans til greina og reynt að beita sálræn- um aðferðum honum til hjálpar. Ef við notum fyrri aðferðina, segjum honum blákaldan sann- leikann, er ekki ólíklegt, að hann leiti beint í þtpr gildrur, sem skottulæknar leggja fyrir ein- falda menn, er halda, að venju- legir læknar skilji ekki veikindi þeirra. Ef við tökum hitt^ráðið verðum við að fara með ímynd- uð sjúkdómseinkenni sem væru þau raunveruleg, þó að við vit- um, að svo sé ekki, hylja sann- leikann svo að sjúklingnum Ifld, og leitast við að lækna hann með hugaráhrifum, eða sjálfssefjun, sem er svo ótrúlega sterkur þátt- ur í mannlegu sálarlífi. Ég hafði leitað allra bragða, að því er ég hugði, til þess að lækna svefnleysi, sem stóð ein- um af sjúklingum mírium svo mjög fyrir þrifum. Hann þurfti að sofna, en gat það ekki. Að lokum sagði ég við hann: „Þér verðið að sofna. Ég vil ekki venja yður á morfín, en nú ætla ég að gefa yður ofurlítinn skammt af því“. 52 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.