Heimilisritið - 15.06.1949, Qupperneq 6

Heimilisritið - 15.06.1949, Qupperneq 6
hlýtur að hafa gengið afar al- varleg og hátíðleg upp stigann, hrædd um að' ef til vill væri ekki allt í íullkominni röð og reglu. En í fyrstu geðjaðist mömmu vel að Elfridu. „Hún sagði, að henni félli vel fersk og hreinleg lyktin í hns- inu, Nóra“, sagði mamma við mig, þegar ég kom heim úr skól- anum. „Hún sogaði hana blátt áfram að sér. Mér lá við að brosa að henni. Hún er afar telpuleg, þó hún sé starfandi stúlka“. „Hvað starfar hún?“ spurð'i ég. Ég hafði ekki séð Elfridu enn, en húsið var strax orðið breytt. Það lá vasaklútur ú borðinu í forstofunni. Hún hlaut að eiga hann. Okkar lágu í kommóðuskúffum, eða í körf- unni með óhreina þvottinum; annað kom ekki til greina. En þarna lú vasaklúturinn á svörtu, gljáandi borðinu — áhyggju- laust og kærulaust og gulur eins og sóley! Okkar voru allir hvít- ir. „Hún er vélritunarstúlka“, svaraði mamma. „Að hugsa sér annað eins! Ungar stúlkur eru svo óháðar nú á tímum. Hún heitir Elfrida. Elfrida Kent. Það er undarlegt nafn“. „Það er fallegt“, sagði ég. „Finnst þér það ekki?“ Ég held að pabbi hafi verið hálffertugur, þegar hann kom heirn frá skrifstofunni þennan vordag og sá Elfridu hjá okkur. Eg veit ekki, hvaða hugsanir hafa gert vart við sig hjá honum. Ef til vill, að hann væri að eld- ast. Eða, að hann hefð’i einu sinni verið ungur ásamt mömmu, og að hún hefði ætíð leitað athvarfs hjá honum og reynt að hlæja að öllu, sem hann hló að, af því henni hafi fund- izt hann dásamlegur, en að smám saman haf orðið erfiðara og erfið'ara að seiða fram hlát- ur . . . „Ég er kominn, Edit!“ sagði hann. Það sagði hann ætið, þegar hann kom heim, og þó mamma héldi áfram við það, sem hún var að gera, voru þetta þó orðin, sem hana langaði til að lieyra. Það voru orðin, sem hann átti að segja við hana. „Hún borð'ar kvöldverð með okkur“, sagði mamma í flýti. „Ég bauð henni það, af því þetta er fyrsta kvöldið hennar hér“. „Hún?“ sagði pabbi undrandi. „Ertu búin að leigja herbergið? Ég hélt, að þú kærðir þig ekki um kvenleigjanda“. „Hún er allt öðruvísi en aðr- ar“, svaraði mamma. „Eg held, að hún verði ekki erfið'. Hún virtist ekki taka eftir — já, sér- 4 HEIMILISRITIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heimilisritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.