Heimilisritið - 15.06.1949, Side 12

Heimilisritið - 15.06.1949, Side 12
skeður aldrei neift Smásaga eftir Bert llren ÞEGAR BUIÐ var að leggja nýja veginn norðan við vatnið, varð Rauðaþorp í rauninni eins- konar afsíðis skúmaskot, sem ókunnir ferðalangar lögðu sjald- an leið sína um. Þegar karl- mennirnir söfnuðust saman í Jeffrieskránni á kvöldin, vissu þeir bókstaflega ekki um hvað þeir ættu að tala. Þeir voru farn- ir að vita allt hver um annan . . . og ekkert skeð'i í þessu litla, áf- skekkta þorpi. Jeffries stóð \’ið barinn og horfði á mennina þrjá, sem sátu við borð með ölkrúsir fyrir fram- an sig. Reyndar sá hann þá ekki beinlínis, því hann var orðinn' vanur því að þeir sætu þarna á sama stað kvöld eftir kvöld. O' Connor sat á sínum stað. Hann var hár og þrekinn og tók upp næstum aðra langhlið borðsins eins og hún lagði sig. Beint á móti honum sat Fred Murphv langur og magur ásamt Dave Smith, sem var ásjálegastur þessara þremenninga. Hann var um þrítugt, hár og herðabreið- ur, dökkhærður og brúneygur. Dave var ókvæntur, og þvi var haldið fram, að það væri vegna þess, að hann væri alltof vand- látur gagnvart kvenfólki. O’Connor sagði það, sem þeim hafði öllum verið efst í huga síð- ast liðinn áratug: „Nei, það gerist aldrei neitt í þessu skúmaskoti!“ Hinir tveir kinkuðu kolli sam- sinnandi. Fred Murphy starði fram fyrir sig eins og hann liéldi sig geta borað gat á þilið með augunum. Dave stakk hendinni í vasann eftir pípu sinni, en mundi þá að liann liafði gleymt henni lieima á eldliúsborði. Hann sat andartak hikandi, svo 10 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.