Heimilisritið - 15.06.1949, Síða 16

Heimilisritið - 15.06.1949, Síða 16
svo, að það yrði ljómandi aug- lýsing, þegar blöðin birtu frétt- irnar með stórum fyrirsögnum: Fræg kvikmyndadís í flugvél, sem nauðlendir. Engin svipbreyting sást á hin- um alvörugefna herramanni. Hann þrýsti einungis skjala- töskunni fastar að sér. Georg Sanders leit á úrið. 21,25. Flugvélin hallaðist enn til vinstri, en nú rétti hann hana við og leit til jarðar, þar sem æfð augu hans sáu brátt að voru skógarbelti með auðum blettum á víð og dreif. En var nokkur þeirra hæfur lendingar- staður? Allt í einu laut liann lengra áfram. Var ekki . . .? Jú, nú sá hann bálið, sem átti að vísa honum leið. Hann tók strax stefnu á það . . . og í sama bili stöðvaðist vélin. Hann stefndi beint á flöktandi logana og velti því fyrir sér, hvernig lögreglunni hefði tekizt svo fljótt að finna hæfan stað og kveikja bálið. Hljóðlega eins og geysistór fugl sveif flugvélin niður til jarðar . . . svo hélt hann henni uppi í vindinn og lenti glæsilega á stóru engi. SÍMINN Á lögreglustöðinni hringdi í sífellu. Varðmaðurinn rétti út höndina eftir heyrnar- tólinu. „Já“, svaraði hann — „jÞað er lögreglan . . . flugvél, sem verður að nauðlenda ... í nágrenni Rauðaþorps? Já, við' getum gef- ið honum merki með því að kveikja bál, en við getum ó- mögulega verið komnir þangað fyrr en eftir tíu mínútur! Við skulum gera allt, sem við get- um . . . já, auðvitað . ..!“ Hann lagði frá sér tækið og kallaði: „Sammy .. .“ Lögregluþjónn birtist í dyrun- um. „Hafð'u bílinn til ... við för- um til Rauðaþorps strax: láttii þrjá menn verða tilbúna . . .“ Þegar lögregluþjónninn fór, tautaði varðstjórinn: „Fjandans ólán, að ekki skuli vera lögregluvörður í Rauða- þorpi . . . en þeir þurfa víst enga löggæslu í þessum afkima, þar sem aldrei gerist neitt“. Hann leit á úrið. „Kukkan er nú 21,14 . . . við skulum verða komnir þangað fyrir 21,25 . .“ DAVE SMITH var næstum kominn alla leið heim, þegar hann sá bjarmann frá logandi heyinu. Hann beygði strax af leið og hljóp yfir engið að bál- inu . . . ofurlítill þytur kom hon- um til að líta upp. Það var flug- vél, sem sveif næstum hljóð- laust rétt fyrir ofan höfuðið á 14 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.