Heimilisritið - 15.06.1949, Page 22

Heimilisritið - 15.06.1949, Page 22
og lævirki og steppaði eins og svertingi. En enginn hafði upp- götvað það. Hún varð óhjá- kvæmilega að standa í skuggan- um af hinum frægu foreldrum og fögru systrum. Jafnvel í aug- um Jerry Stone var hún einungis aukagemlingur í fjölskyldunni. Faðirinn hló ánægjulega yfir skjallinu. „Við eigum reyndar eina dóttur í viðbót. Litla, ljóta andarungann okkar. Hún kemur eftir andartak með te handa okkur“. Hann lækkaði róminn. „Þér þurfið ekkert að óttast. Það' ískrar í tevagninum. Eg myndi ekki vilja særa hana, hvað sem í boði væri. En Persis og Penelopa eru eins og litskrúð- ug fiðrildi í garði æskunnar — yndislegar“. M art skali' af reiði. Nú, svo það var þess vegna, að hún hafði aldrei heyrt það áður. Það ískr- aði í tevagninum! Hún opnaði dyrnar rösklega. Faðirinn lnökk saman, og blaðakonan roðnaði. Hún ýtti borðinu inn og flýtti sér svo út aftur, og upp í þakherbergi sitt. Ljóti andarunginn! Hún gretti sig og leit öfundaraugum á fjöl- skyldumyndirnar á veggnum. Þarna hékk faðirinn með þykkt, hæruskotið hár, og greindarleg augu. „Gamli Adonis“, sagði Mart hæðnislega. Og móðirin með' 20 græn aug'u og rautt hár. Mart yppti öxlum — maður mátti nú ekki taka of hart á leikkonu. Og svo voru tvíburarnir, Persis með græn augu og svart hár, Penny með blá augu og gullið hár. Þær voru báðar álíka eigingjarnar. „Þið tvö fiðrildi í garði æskunn- ar“, át Mart eftir. „Þið hafið' vissulega farið niður í skúffurn- ar mínar eins og vant er, eða hvað?“ Og svo var Jerry Stone, einka- ritari og blaðafulltrúi fjölskyld- unnar, langleitur, alvarlegur með skringilegar augabrúnir — auðmjúkur þræll Persis og leynilega tilbeðinn af henni sjálfri. „Afglapinn þinn!“ sagði hún. I sömu andrá heyrði hún til hans nið'ri í forstofunni. Hún rak höfuðið fram úr dvragætt- inni og kallaði niður: „Halló, Jerry!“ Þetta var í fyrsta sinn, sem hann kom inn í herbergi henn- ar. „Hér er viðkunnanlegt", sagði hann. „Hér getur maður verið eins og maður á að sér. Attu sopa? Mig langar til að spjalia við einhvern“. Hann gekk um gólf, með'an hún tók fram glös og flöskur. Hún tók eftir, að hann stakk of- urlítið við öðrum fæti, en ann- ars reyndi .liann venjulega að leyna því vandlega. Hann hafði særzt í stríðinu. Hann var mjög HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.