Heimilisritið - 15.06.1949, Blaðsíða 29

Heimilisritið - 15.06.1949, Blaðsíða 29
Hún fór að lesa í síðasta hefti „Vogue“. Robert veitti því sér- staka athygli að hringir hennar og armbönd voru ekta og mjög verðmætir gripir, að minnsta kosti milljón franka virði. Hún hafð'i talað frönsku með erlendum hreim. — Þér eruð amerísk, ma- (’ame? áræddi Robert að segja efiir nokkra þögn. — Ef það er yður eitthvert áhugamál, já. Hún leit upp að- eins eitt augnablik. — Eruð þér giftar? spurði hann ófeiminn. — Fráskilin. — Og nú er frúin að fara til Riviera .... Hún svaraði ekki. Virtist nið- ursokkinn í tízkumyndirnar í blaðinu. Robert de Vignon reykti sígarettuna af enn meiri ákafa en áður og starði á stúlkuna eins og í leiðslu. Hún er ein af þessum reyndu, hugsaði hann. Hversdagslegar og innantómar samræður eru tilgangslausar. En hvers vegna í ósköpunum finn ég ekki upp á einhverju til þess að brjóta ísinn? — Eruð þér ekki hræddar, madame? sagði hann eftir nokkra umhugsun, að ferðast með svona dýrmæta skartgripi? — Alls ekki. Hún sagði þetta mjög kæruleysislega, en leit þó upp eitt augnablik. Robert þóttist verða var við undrun í augnaráði hennar, já, jafnvel skelfingu. — Við erum tvö ein í klef- anum, hélt hann áfram hlæjandi. Eg gæti vel dregið fyrir glugg- ann’fram á ganginn og kyrkt yð- ur svo .. . ! — Þá mvndi ég skrækja, svaraði hún hlæjandi. — Það myndi enginn heyra til yðar, það er næstum enginn, sem ferðast hér á fyrsta farrými, en þér þurfið ekki að óttast neitt. Það eru ekki skartgripirn- ir, sem ég hef hug á að stela — það er allt annað. Robert brosti og horfði í augu hennar um leið. — Eg fer nærri um, hvað það er, sem þér viljið stela frá mér, sagði hún rólega. — Þér hafið rétt fyrir yður, það er — koss . . . — Ah, ég sá strax, að þér voruð þannig. Það er sennilega bezt að ég hafi skammbyssuna við hendina. Robert skildi strax, að það voru gimsteinarnir, sem hún óttaðist um. Hvernig hún tók þessu sýndi bara, að hún var ennþá slungnari en hann hafði haldið. Skyndilega var dyrunum hrundið upp. Lestarstjórinn kom inn og bað um að fá að sjá farmiða þeirra. Ameríska stúlk- HEIMILISRITIÐ 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.