Heimilisritið - 15.06.1949, Síða 42

Heimilisritið - 15.06.1949, Síða 42
ráðagerðina tilbúna og skal koma þér í samband við Marelli, ef þú sérð um, að ég fái eitthvað að eta, og segir mér hvar ég finni Franchini. Ertu með á nótun- um?“ Hún brosti. Tennur hennar varu hvítar og óskemmdar. „Já, þið eruð þokkalegir bóf- ar. Þið skjálfið hver sem annar af hræðslu við lögguna. Hvernig komstu til borgarinnar? I bíl?“ Hann kinkaði kolli. „Eg brenndi á náunga í Eord- bíl. Þeir hafa meira en nóg til að setja mig í stólinn í þetta sinn“. Hún hellti aftur í glasið sitt. „Hittirðu strák í steininum, sem heitir Loyd Schrim? Ævi- langt fangelsi fyrir morð . . .?“ „Hann þekki ég mætavel", sagði Fremer. „Ránið' í Polecat- húsi. Hann segir, að það hafi ekki verið hann. Hann tók á sig refsingu fyrir annan. Agætur náungi. Hann er reyndar veikur. Berklar. Eg held varla, að hann eigi langt eftir. Það er ekki bægt að fá hann til segja, hver hafi gert það“. „En hvers vegna stingur hann ekki af?“ spurði hún æst. „I'r því þú getur það, getur hann það víst líka“. Fremer glotti. „Eg átti vini fyrir utan, sem borguðu. Það kostaði þá sjö þúsund“. Hún leit á hann stórum aug- um. „Dýr piltur, livað'? Sjö þús- und til að sleppa út, og fimm fyrir að komast inn aftur. Þér líður bærilega“. Hann hóstaði, og hún heyrði sulla í skónum hans undir borð- inu. „Heyrðu nú, drengur minn“, sagði hún. „Eg skal sjá um þetta fyrir ykkur. — Franchini er auralaus, svo hann verður að fá þetta tækifæri með þér, úr því Marelli borgar kostnaðinn. Nú fer ég út og næ í bíl. Aktu til Tide Allev hjá Parata-bryggj- unni. Alveg úti á fljótsbakkan- um er tómt vörugeymsluhús, og uppi á þakhæðinni situr Fran- chini. En farðu varlega, hann skýtur á alla, sem liann ]>ekkir ekki. Eg kem eftir hálftíma og fæ að' vita, hvar Marelli er að finna. Sæll á meðan". Franchini var hár og horaður, illa farinn af kókaíni. Hann glotti. „Komdu inn, Fremer. Eg hef frétt at' þér, stúlkan hringdi. Það er ágæl uppástunga, að við förum sam- an. Eg vil komast til Kanada“. „Það vil ég líka“, sagði Frem- er. „Þar erum við alveg örugg- ir“. Hann leit umhverfis sig, meðan Franchini læsti dyrun- um. Á borðinu stóð flaska við hliðina á skammbyssu. Franch- ini hélt á annarri í hendinni. „Hefur þú byssu?“ spurði hann. 40 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.