Heimilisritið - 15.06.1949, Page 62

Heimilisritið - 15.06.1949, Page 62
hér og á Charing Cross spítalan- um“, segir ökumaður. „Lækn- arnir þar fá tvö hundruð krónur fyrir hvern sjúkling, sem lækn- ast, og afleiðingin er sú, að þar hefur enginn látizt í fimm mán- uði“. „Aktu mér þangað", segir 'Sam. „Það er löng leið“, segir öku- maðurinn og hristir höfuðið, „og það myndi kosta þig tuttugu krónur í viðbót. Væri ekki rétt að þú reyndir Lundúnaspítal- ann fyrst?“ „Þú ekur til Charing Cross“, segir Sam og skipar Ginger að fá honum peningana. „Og hafðu hraðan á, þessar druslur eru ekki eins hlýjar og þær ættu að vera“. . Ökumaðurinn sneri hrossi sínu og lagði af stað’ syngjandi. Vagninn stanzaði tvisvar stntta stund og síðar langan tíma, og ökumaðurinn kom af'tui og gægðist inn um gluggann. „Það er leiðinlegt, lagsi“, seg- ir hann, „sástu mig tala við kurfinn, sem var hérna rétt í þessu?“ „Hvað um það?“ segir Peter. „Hann er aðstoðardyravörður í spítalanum“, segir ökumaður- inn og skyrpir, „og hann segir að hvert einasta rúm sé yfir fullt og tveir sjúklingar í sum- um“. 60 „Mér er sama þó ég sofi í rúmi með öðrum“, segir Sam. „Já“, segir ökumaðurinn og lítur á hann, „en hvað um hinn aðiljann?“ „Jæja, hvað á þá að gera?“ segir Peter. „Þú gætir farið til Guys- spítala“, segir ökumaðurinn, „hann er ekki verri en Charing Cross“. „Eg álít, að þú ljúgir þessu eins og þú ert langur til“, segir Ginger. „Ut úr vagninum mínum“, segir ökumaðurinn, hinn versti. „Ut með ykkur, alla saman“. Ginger og Peter voru fúsir að fara, en Sam vildi ekki heyra það nefnt. Það' var nógu illt að vera vafinn í lak inni í vagni, án þess að þurfa að fara í því ber- fættur út á götu, og að endingu bað Ginger ökumanninn afsök- unar með því að segja, að hann gerði ráð fyrir því, að ef öku- maður væri lygari, gæti hann ekki gert að því sjálfur. Oku- maðurinn innheimti tíkall i- við’- bót fyrir að aka til Guys-spítala, skreiddist upp í ökusætið og ók af stað. Þeir voru allir orðnir fremur leiðir í vagninum, þegar hér var komið, og Ginger varð gripinn sárum þorsta. Hann teygði sig út um gluggann, kallaði til öku- mannsins og bað hann að stað- HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.