Heimilisritið - 15.06.1949, Page 63

Heimilisritið - 15.06.1949, Page 63
næmást nærri krá. Seint og síð- ar meir lét ökumað'urinn að ósk hans, og Ginger og Peter fóru inn og létu færa Sam lögg í krús. Þeir fengu sér eina krús í við- bót, og Ginger, sem tekið hafði gleði sína á ný, bauð ökumann- inum að fá sér sopa. „Reyndu að flýta þér, Ging- er“, segir Sam heldur snakillur. „Þú gleymir að ég er veikur“. Ginger sagði, að þeir myndu ekki verða tvær sekúndur, og ökumaðurinn kallaði í dreng til að gæta hestsins, síðan fóru þeir inn. Þetta var lítil, róleg krá og afar notaleg, og Sam, sem gægð- ist út um vagngluggann, sá þá alla þrjá halla sér fram á bar- inn og láta fara vel um sig. Tvisvar sendi hann drenginn inn til að reka á eftir þeim, en þeir réðust á hann með skömmum fyrir að yfirgefa hestinn. Vesalings Sam gamli sat þarna norpandi innan í lakinu og varð æ óðari og óðari. Hann gat ekki kallað til þeirra af ótta við það, að tolk kæmi og héldi að hann væri brjálaðúr. Ginger sat brosandi með stóran vindil og gerði sér dælt við af- greiðslustúlkuna, og Peter og ökumaðurinn skeggTæddu við einhverja kumpána. Sam sat þarna í meira eji klukkustund og svo sendi hann drenginn inn á ný. Nú varð öku- manninum skapbrátt, hann elti drenginn út á götu og gaf síðan öðrum dreng tuttugu og fimm aura fyrir að taka við starfinu og lofaði honum öðru eins, þeg- ar hann kæmi út. Sam reyndi að hafa tal af honum, en ökumaður lézt ekki heyra, og það leið hálf- tími áður en þeir komu allir út, hlæjandi og masandi. „Jæja, þá til spítalans", seg- ir Ginger og opnar vagndyrnar. „Fljótur, Peter, svo Sam aum- inginn þurfi ekki að bíða“. „Tíkall“, segir ökumaðurinn, „tíkall fyrir biðina, fyrst“. „Hvað?“ segir Ginger og gláp- ir á hann. „Eftir að hafa gefið þér öll þessi glös?“ „Tíkall“, segir ökumaðurinn; „það er samkvæmt taxta“. Ginger hélt í fyrstu, að hann væri að gera að gamni sínu, en þegar hann komst að raun um, að svo var ekki, kallaði hann hanrí öllum þeim ónefnum, er hann mundi eftir, meðan Peter Russet stóð hjá brosandi og reyndi að rifja upp, hvar hann væri staddur og hvað um væri að vera. „Borgaðu tíkallinn, Ginger, svo þetta taki einhvern enda“, segir Sam vesalingurinn að lokum. „Eg kemst aldrei á spí- tala með þessu áframhaldi. Og þetta eru mínir peningar“. „Þú heldur þér saman og tal- HEIMILISRITIÐ 61

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.