Heimilisritið - 15.06.1949, Síða 65

Heimilisritið - 15.06.1949, Síða 65
um sporum?“ segir Sam ofuiiít- ið rólegri og reynir að vera kurteis. „Eg mvndi fyrst og fremst gæta betur orða minna; þú ásak- aðir mig rétt áðan — mig, heið- arlegan manninn — um að ræna þér“. „Það var bara gamansemi“, segir Sam snöggt. „Jæja“, segir ökumaðurinn, „í þínum sporum myndi ég borga fimm krónur fyrir gistingu í þessu góða, lilýja hesthúsi, og í fyrramálið myndi ég biðja eig- anda þess — það er ég — að' fara heim og sækja föt og fjörutíu krónur“. „Fjörutíu krónur?“ segir Sam og glápir. „Tíu krónur fyrir tveggja tíma bið, tuttugu og fimm fyr- ir akstur hingað og fimm fyrir gistingu. Það er sanngjarnt, er ekki svo?“ segir ökumaðurinn. Sam sagði að svo væri — þeg- ar hann mátti mæla — og öku- maðurinn gaf honum hálm til að liggja á og ábreiðu ofan á sig. Og svo kallaði hann sjálfan sig fífl fyrir að vera svona góðhjartað- an, fór burt og lokaði á eítir sér. Þetta var eins og martröð fyr- ir Sam, og hið eina, sem hann huggaði sig með, var það, að veikindin virtust öldungis rok- in út í veður og vind. Hann vaknaði klukkan sex um morguninn við það, að öku- maðurinn kom inn. „Jæja, þá er að skrifa bréfið“, sagð'i ökumaðurinn, „nema þú viljir heldur ganga heim svona búinn“. Sam skrifaði Ginger og bað hann að afhenda ökumanninum föt ásamt fjörutíu krónum. „Og • hafðu hraðan á“, segir hann. „Ég vonast eftir þér inn- an hálftíma“. „Þú færð þau, ef þú ert hepp- inn, þegar ég kem heim klnkkan fjögur til að skipta um hest“, segir ökumaðurinn. „Heldurðu að ég hafi ekki annað að gera en snattast fyrir þig?“ Nú þurfti ökumaðurinn að' bregða sér frá, hann var í ágætu skapi, blístraði og veifaði til Sam. A meðan hann var fjar- verandi, labbaði Sam út í vagn- inn og settist á gólfið. Hann sat þannig og hélt niðri í sér andanum og þorði ekki að hreyfa sig fyrr en hann heyrði að ökumaður var kominn í sæti sitt og lagður af stað', þá fékk hann sér þægilegra sæti, en lét lítið á sér bera. Það var verið að opna búðirnar, sólin skein glatt, og Sam leið svo vel, að hann var feginn því að hafa ekki lagzt á spítala. Vagninn fór hægt, og loks stanzaði hann, þegar gömul kona og mað'ur komu og veifuðu HEIMILISRITIÐ 63

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.