Heimilisritið - 15.06.1952, Page 13

Heimilisritið - 15.06.1952, Page 13
tækju, miðað við hagfræðilegar líkur fyrir því, að slysin hentu. „Af 800 000 manns, sem á þess- ari stundu ganga um götur borg- arinnar, er aðeins einn, sem verður fyrir því að fótbrotna, og þá eru líkurnar svo gott sem núll fyrir því að einmitt ég ...“ í sömu andrá steig Friðrik á bananahýði, rann, missti jafn- vægið og skall á götuna. Við urðum að fá sjúkrabíl til að aka honum í spítala. Hann hafði fót- brotnað. Hálfum mánuði seinna sendi hann mér trúlofunarkort. Kær- astan var hjúkrunarkonan, sem hafði annazt hann, stóð á því. Hún var jafngömul og hann, og dóttir uppgjafaofursta. Hún var með hrafnsvart hár og var ösköp lítil og -fínleg. Þegar ég sá þau leiðast eftir götunni í fyrsta sinn, sá ég ekki, að hún væri vitund hölt. Aftur á móti var hann halt- FLJÓTUR AÐ ÁTTA SIG Ungur og óstyrkur brúðgumi kom inn í ferðaskrifstofuna; hann var að fara í brúðkaupsför. Og hann var svo utan við sig, að hann kcypti bara einn farmiða. Þá sagði konan hans: „Heyrðu Pétur, þú hefur ekki keypt nema einn farmiða!“ Hann svaraði umhugsunarlaust: „Nei, svei mér þá, ástin mín. Heldurðu að ég hafi ckki steingleymt sjálfum mér.“ ÖRUGGUR VINNINGUR Það var inni í sjómannastofu. „Eigum við að veðja, strákar?" sagði ungur og hressilegur sjómaður. „Einhver okkar la:tur tíkall undir hattinn sinn hérna á borðið. Ég næ tíkallinum, án þess að snerta hattinn." „Allt í lagi,“ sagði skipstjórinn og lagði tíu króna scðil undir húfuna sína. Sjómaðurinn barði þrisvar sinnum ofan á borðið og þrisvar undir borð- plötuna og að svo búnu opnaði hann lófann og sýndi — tíu króna seðil! ... Skipstjórinn lyfti undrandi upp húfunni sinni til þess að ganga úr skugga um að peningaseðillinn væri þar ennþá, en um leið greip sjó- maðurinn seðilinn eldfljótt og stakk honum í vasa sinn. SUMARHEFTI, 1952 11

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.