Heimilisritið - 15.06.1952, Page 16

Heimilisritið - 15.06.1952, Page 16
við Rangen v. Brentwood og Easymaid?“ „Já, já — já, já“, flýtti Jerry sér að segja. Honum var nóg boðið. Hann ætlaði að reyna að komast inn í stjórnklefann aft- ur. Hún var straumlínulöguð og dásamleg á að líta,' en það var að minnsta kosti ein skrúfa laus í henni. „Þeir gei ðu boð eftir Kid Mc- Colt frá Madison Garden, en ég hafði engan tíma til að fara með hann þangað. Hann er stórkost- iegur“. „Hvað er hann — er liann í þyngsta flokki?“ tautaði hann. Honum datt í hug Ivid McLarn- in, hnefaleikamaður frá Van- couver, í þyngsta flokki. „Eruð þér alveg frá yður“, sagði hún og ldó að honum. „Kid getur gert hvað’ svo sem er — nema kannske talað. Hann getur lagt saman og dregið frá, tekið tappa úr ölflöskum og skotið fótbolta beint í mark. Hann kann líka að dansa“. „Þér segið ekki satt“, sagði Jerry og stóð upp. Bara að liann gæti komizt aftnr til stjórnklef- ans áðnr en hún sleppti sér al- veg, þá gæti hann sent skeyti til flugvallarins, þá væri hægt að hafa bnrðarkarla til taks að taka á móti henni þegar vélin settist. „Hann er dásamlegasti hestur, sem við höfum nokkru sinni átt“, sagð’i hún. Jerry seig ofan í sætið aftur. „Nú — — hestur?“ sagði hann. Hann þekkti ekkert til hesta, nema hvað hann hafði einu sinni séð hest þegar hann var í skógarför með rauðhærðri stúlku frá Kansas City. „Þykir yður gaman að hest- um?“ spurði hún og sneri sér að honum. Munnurinn á henni var nú ekki langt frá munninum á honum. A þessari stundu hefði hann svarað játandi, enda þótt hún liefð'i spurt harm hvort honum þættu góðir orrnar í berjum. „Hestum“, sagði hann frá sér numinn, „já, því megið þér trúa! Eg var kallaður „svarti riddar- inn“ í skólanum!“ Og það var alveg satt, en það var af því, að hann átti svart- málað reiðhjól. þSvarti riddarinn!“ sagði hún. „Það er dýrlegt nafn. Það er leitt að þér skulið' ekki geta heimsótt okkur á búgarðinum. Hann er fremur lítill, en okknr þykir vænt um hann“. Jerry langaði ekkert til að heimsækja hana á búgarðinn hennar. En þar eð hann ótti frí í nokkra daga í Monterey, fannst honum golfleikur ekki fráleitur eða tennis og cocktail 14 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.