Heimilisritið - 15.06.1952, Síða 17

Heimilisritið - 15.06.1952, Síða 17
og dans og langar gönguferðir í tunglsljósi. Ef henni tækist liins vegar að koma honum út á bú- barðinn, myndi hún vafalaust setja liann á hestbak — og það var sá staður, sem hann vildi allra sízt lenda á. „Heyrið þér“, sagði hann, „ég þarf að bíða í nokkra daga í Monterey. Hvernig litist yður á að leika stundarkorn golf við mig og borða með mér miðdegis- verð og dansa kannske svolítið?“ Hún hallaði sér að honum og iagði höndina á liandlegg hans. „Mér myndi þykja það fjarska gaman“, sagði liún, „en ég verð því miður að fara strax út á búgarðinn. Julienne er kom- in að því að kasta, og þá má ég til með að vera þar“. Hún metur vesæla hryssu meira en mig, hugsaði Jeny hnugginn. „Það var leitt“, sagði hann. „Setjið það ekki fyrir yður“, sagði lnin. „Þér getið komið með mér út á búgarðinn, þá fáum við miðdegisverð þar, og ég skal lofa yður því, að það verði ekki hrossaket. Eg er alveg ólm að sjá folaldið hennar Julienne“. „Nei, þakka yður fyrir — ég vil helzt ekki verða Julienne til óþæginda", svaraði Jerry. „Þeg- ar svona stendur á fyrir hryssu, ættu menn ekki að láta hana verða fyrir ónæði af ókunnug- um, finnst mér!“ Hann vonaði, að það væri ekki eintóm endi- leysa, sem hann var að segja. „Þetta kann að vera satt hjá yður“, sagði hún, „en mér þætti gaman að þér kæmuð út eftir til okkar. Getið þér ekki komið bráðum?“ Hún hallaði sér að honum, teygði fram ueðri vörina og setti ljómandi fallegan lítinn stút á munninn. Á ÞESSARI stundu hefði Jerry ekki hikað við að brölta á bak trylltustu ótemjunni á bú- garði Reynolds, ef það gæti orð- ið til þess að hann fengi að dansa við þessa stúlku. Varir hennar voru svo rauðar, að honum sýndist allt verða rautt, og hann var að því kominn að kyssa liana. Hjartað barðist í brjósti hans eins og rafmagnsfallliamar. „Sumarleyfið mitt byrjar eft- ir viku“, sagði hann lágt. „Ætlið þér þá að koma út eft- ir til okkar?“ „Já, áreiðanlega! En nú verð ég að fara fram í aftur. Sælar á meðan!“ Þegar hann var setztur aftur við hliðina á Brad, leit hann á flugstjórann dapur í bragði. „Hefur þú vit á hestum?“ spurði hann. „Ætlarðu að fara að leggja SUMARHEFTI, 1952 15

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.