Heimilisritið - 15.06.1952, Page 20
„Þykir yður gaman að hest-
uni?“
„Það' veit ég ekki. Eg þekki
engan hest“.
Hún stundi.
„E£ ég má gefa yður ráð, þá
ættuð þér að hætta við þetta“.
Jerry leit á liana alveg stein-
hissa.
„Segið mér, segið þér mönn-
um til í reiðmennsku — eða ger-
ið þér það ekki?“
„Jú, ég geri það, enda þótt ég
verji mestum tíma mínum til að
ala upp hesta, temja þá og selja“.
„Já, já“, flýtti hann sér að
segja, „ég ætla hvorki að' kaupa
hest né selja. Eg ætla bara að
fá svolitia tilsögn í reiðiistinni í
snatri, svo að ég geti-----“
„Gengið í augun á einhverri
stúlkunni“, tók hún fram í fyrir
honum.
„Hvað segið þér?“
„Þér eruð ekki sá fvrsti, herra
minn. Við fáum að minnsta kosti
einn á mánuði. Þeir koma hing-
að til Dalen í sumarleyfinu, og
svo hitta þeir einhverja af stúlk-
um sveitarinnar ríðandi. Því
næst koma þeir þjótandi hingað
og vilja læra að sitja hest —
helzt á einni klukkustund. Þeg-
ar þeir fara frá okkur, eru þeir
með' verk í bakinu og sárir á
hnjánum. Og í næsta skipti sem
þeir mæta einhverri blómarós-
inni ríðandi líta þeir undan“.
Jerry stóð þarna hreyfingar-
iaus og góndi á hana.
„Við tökum :? dollara fyrir
klukkustundina“, hélt hún á-
fram. ,,Hver er þessi stúlka?“
„Nei, lieyrið þér mig nú —“
hóf Jerry máls.
„Ég skal veðja, að það er ann-
aðhvort Judith Reynolds eða
Lis Blakely“, sagði hún. — „Nei,
það er sjálfsagt Judith“.
„Hvernig —“
„O, það er ekki sérlega erfitt
að geta sér þess til. Judith er á
ferðinni frá morgni til kvölds.
Hún er mjög Ijóshærð. Og hún
er snarvitlaus í hestum. . . . Jæja,
komið þér þá“.
Hún geklc inn í hesthúsið og
Jerry elti hana. Hún nam staðar
við einn básinn, og Jerry sá að
það stóð „Þrumúský“ á spjaldi
yfir básnum.
„Heitir hann Þrumuský?“
spurði liann.
Hún kinkaði kolli.
„Þá er það sjálfsagt Þruniu-
ský v. Fárviðri og Hvirfilvind-
ur, eða eitthvað í þá áttina?
Eigið þér engan hest, sem lieitir
bara Nelly eð'a eitthvað þess
háttar?“
Hún lét sem hún heyrði ekki
orð hans.
„Þetta er sem sé hestur!“
sagði hún.
18
HEIMILISRITIÐ