Heimilisritið - 15.06.1952, Síða 21

Heimilisritið - 15.06.1952, Síða 21
.,Já, ég sé það nú raunar“, sagði Jerry dálítið höstugur. „Eg er kannske ekki sérlega kunn- áttumannslegur, en öllum má of- bjóða!“ Sem snöggvast flögraði að honum að hætta við allt saman, €n þá kom honum í hug Judith Reynolds og það, hvernig hún liafði brosað við honum, og það, hvernig luin hafði hallað sér að honum, þegar hún talaði við hann. Honum varð h'ka hugsað til annarra ungra stúlkna, sem hann hafði þekkt, flugþerna', stúdenta, kórstúlkna og snot- urra skrifstofustúlkna. Iiann var stundarkorn að taka ákvörðun. „Afram með smjörið“, sagði hann. „Jæja!“ sagði Nancy. „Þetta €r sem sé hestur. Og nú skal ég nefna yður helztu hluta hests“. Hún rakti vandlega líkams- hluta hestsins frá snoppu og aft- ■ur í tagl, og síðan tók hún þung- an hnakk ofan af vegg jafnlétti- lega og væri það smjörpinkill og lagði hann á hestinn. „Svona á hnakkurinn að vera“, sagði hún og strauk hend- inni eftir hryggnum á hestinum •og inn undir hnakkinn. Hreyfingar hennar voru létt- ar og mjúkar, og lnin minnti hann dálítið á fyrsta flugkenn- ara hans. Hún girti á hestinum og spretti síðan af honum aftur. „Nú skuluð þér reyna“, sagði hún. Jerry gaut augunum á Þrumu- ský. Hesturinn sperrti eyrun. „Haldið þér að honum sé það nokkuð á móti skapi?“ spurði hann hikandi. „Það má vel vera. En þér skuluð bara sýna honum, hver ræður“. „Og hver ræður?“ „Þér“, svaraði hún, „svo fremi að þér hafið meira vit en hest- urinn“. Jerry tók að kjassa Þrumu- ský, síðan sveiflaði liann hnakknum vfir hrygginn á hon- um eins og hann hafði séð hana gera. En hnakkurinn hélt áfram og féll með brauki og bramli á gólfið hinum megin við hestinn. Þrumuský reisti makka og frýs- aði. „Viljið þér bara sjá dónann?“ sagði Jerry gramur, „hann fliss- ar að mér!“ „Já, ef hann gerði það ekki, væri hann gersnevddur allri kímnigáfu“. Jerry náði aftur í hnakkinn, lagði hann á hestinn og girti hann á, eins og hún hafði gert. „Svona“, sagði hann, og gekk skref aftur á bak. „Já, þetta er ágætt. Það er bara eitt að“. SUMARHEFTI, 1952 19

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.