Heimilisritið - 15.06.1952, Qupperneq 22

Heimilisritið - 15.06.1952, Qupperneq 22
„Og hvað er það?“ „Þér hafið lagt hnakkinn öf- ugan á“. KLUKKUSTUNDU síðar lauk tilsögn þessa dags. Jerrv hafði að lokum tekizt að læra að leggja rétt á, svo og að beizla hestinn og að stytta og lengja í ístöðunum, eftir því sem við átti. „Þetta var nú fyrsta kennslu- stundin“, sagði Nancy. „En ég hef ekki borið við að koma á bak hesti. Ekki lærði ég að taka í s'úndur flugvél áður en ég fékk að fljúga“. „Nú, þér eruð flugmaður?“ „Nei, það er allt of fínt orð“. sagði Jerry ólundarlega. „Eg er flugvélaekill og ek fyrir South Coast Airlines, og mér virðist þér halda að það sé erfiðara að kenna manni að klöngrast- á hestbak en að fljúga“. „Hvers vegna eruð þér eigin- lega að leggja þetta á yður?“ spurði hún. „Judith Reynolds hefur útvegað mér svo marga nemendur, að ég ætti að borga henni umboðslaun". „Ilvenær á ég að koma á morgun?“ spurði Jerry. Hún stundi. „Eigum við að segja klukkan ellefu!“ Jerry settist upp í bílinn sinn og ók af stað. Þegar hann kom ofan fyrir hæðirnar, var hann kominn á þá skoðun, að hann mætti heita fremur hlægileg per- sóna. Eg hef hitt þessa stúlku aðeins einu sinni, sagði hann við sjálfan sig, og ég verð strax bandvitlaus og rýk í „Reiðskóla ð!organs“ og lendi þar á hesti, sem er á stærð við þreskivél. Hestur á heima á bóndabæ, og ég á heima í DC-S-vél. Ætli það væri ekki hyggilegt að ég hætti við þetta allt saman?“ Ur því ég er nú orðinn leið'ur á hestum ætti ég líklega að aka til þessarar Judith og líta á hana aftur, hugsaði hann með sjálf- um sér, þá verð ég kannske fljót- lega leiður á henni líka. Hann ók eftir trjágöngum og kom inn- an stundar að fallegri byggingu. Garður var umhverfis hana, og þar var líka bílskúr og hesthús. Ennfremur var þarna skeiðvöll- ur og sundlaug, og við laugina stóð ung, sólbrennd stúlka í bað- fötum, sem huldu naumast 20 ]U'ósent af hinum fagra líkama heunar. Hin 80 prósentin höfðu þau áhrif á Jerrv, að hann gleymdi öllu því, sem hann hafði verið að hugsa um á leiðinni frá reiðskólanum. Hann stöðvaði bílinn, fór út úr honum og gekk að lauginni. Og Judith sá til hans og veifaði 20 HEIMILISRITIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heimilisritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.